Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 23
L o ð i r h e i m u r i n n s a m a n á t á k n u m ? TMM 2018 · 1 23 „Ég er karlmaður sem …“ Í viðtali við Einar Fal Ingólfsson í Morgunblaðinu segir Auður Ava að hún líti á Afleggjarann sem „óð til karlmannsins“5 og í viðtali eftir að Ör kom út slær hún á svipaða strengi: „Já, í bókunum mínum hef ég verið að reyna að afbyggja hugmyndir okkar um karlmennsku og kvenleika.“6 Karlmennska og kvenleiki eru enda miðlæg viðfangsefni í báðum skáld- sögunum sem hér er fjallað um. Arnljótur í Afleggjaranum er framan af sögunni óviss um sjálfan sig og aðrir eiga líka erfitt með að átta sig á honum. Efasemdir um kynhneigð hans koma fyrir nokkrum sinnum í sögunni, faðir hans bregst við fréttum af því að hann eigi von á barni með því að segja: „Ég bjóst ekkert endilega við því að verða þeirrar hamingju aðnjótandi að verða afi, segir hann. Við mamma þín héldum að þú værir jafnvel ekkert sérstaklega á þeim buxunum.“ (100) Að minnsta kosti tvær konur sem hann kynnist gefa líka í skyn að hann geti verið samkynhneigður. Hefðbundin ráðandi karl- mennska byggir meðal annars á afdráttarlausri afneitun samkynhneigðrar þrár og hins kvenlega, en Arnljótur er óhræddur við að eiga sér „kvenleg“ áhugamál. Ástríða hans í lífinu er rósarækt og hann er ófáanlegur til að beina henni í „hagnýtari“ og karlmannlegri farveg eins og að læra plöntuerfðafræði þrátt fyrir hvatningu föður síns og umtalsverðar námsgáfur. Áhugi Arn- ljóts á rósum nær allt aftur í æsku og hann hefur verið óvenjulegur drengur sem vildi fremur eyða tíma sínum í gróðurhúsi móðurinnar en með öðrum drengjum. Sérstaða hans háir honum þó ekki, enda vinnur hann hana upp með því að standa sig á einu afmörkuðu sviði hefðbundinnar karlmennsku: „það bjargaði mér að ég var líka bestur í fótbolta. Þá var maður látinn í friði.“ (238) Fótboltinn verður þannig leið Arnljóts til að jafna út sín „kvenlegu“ áhugamál og „sleppa í gegn“ sem einn af strákunum. Í upphafi sögu er hann engu að síður langt frá því að vera með sjálfan sig á hreinu, hann er upptekinn af þremur hlutum, dauðanum, líkamanum og rósarækt, „það getur að vísu verið dagamunur á því hvernig sætin skipast.“ (24) Ferð Arnljóts til klaustursins virðist meðal annars hafa þann tilgang að greiða úr þessari flækju líkama, dauða og rósa. Í flugferðinni á leið utan er hann harkalega minntur á líkamann. Hann veikist og byrjar dvölina í nýju landi á sjúkrahúsi þar sem hann er skorinn upp. Örið sem sá uppskurður skilur eftir á síðu hans er ein af tengingunum milli sagnanna tveggja sem hér er fjallað um. Þroski Arnljóts kemst ekki á skrið fyrr en barnsmóðir hans, Anna, kemur með dóttur þeirra í kastalaþorpið og þau leigja þar saman íbúð um tíma, fyrst sem vinir, seinna sem elskendur. Arnljótur vex inn í nýtt hlutverk sem faðir og um tíma sem fjölskyldumaður. Þetta gerir hann með því að taka að sér verk sem hljóta að teljast hefðbundin kvennastörf. Þegar Anna kemur til hans í þorpið með Flóru Sól er það Arnljótur sem sér um eldamennsku, þvotta og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.