Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 25
L o ð i r h e i m u r i n n s a m a n á t á k n u m ? TMM 2018 · 1 25 Beauvoir, „maður fæðist ekki kona, heldur verður kona.“ Jafnvel mætti ganga lengra og halda því fram að viðhorfin til kynjanna í sögum Auðar einkennist af eindreginni mótunarhyggju um kyngervi. Í lok sögunnar yfirgefur Anna Arnljót og barnið til að finna sjálfa sig. Brúðuheimili Ibsens er nefnt nokkrum sinnum í sögunni, ferðafélagi Arn- ljóts á leið til þorpsins í upphafi ferðalags hans er ung kona sem stundar leiklistarnám og blaðar í handriti Brúðuheimilisins á leið þeirra, og þegar þau keyra fram á bílslys ímyndar Arnljótur sér að hans bíði sömu örlög og hver viðbrögð barnsmóður hans yrðu: „Kannski yrði eitthvað smálegt eftir í skóginum, gegnblaut lokasena Brúðuheimilisins.“ (113) Hér er lesanda aug- ljóslega boðið upp á að bera þessa tvo texta saman, Afleggjarann annars vegar og Brúðuheimilið hins vegar. Skilnaðurinn í Afleggjaranum er langt frá því að vera jafn dramatískur og í Brúðuheimilinu og sú breyting hefur orðið á þeirri rúmu öld sem liðin er á milli þessara tveggja verka að Arnljótur tekur skilnaðinum af skilningi og möguleikar Önnu úti í heiminum eru allt aðrir en þeir sem blöstu við Nóru á sínum tíma. Það sem er þó mikilvægast er að þegar Anna er farin tekur Arnljótur föðurhlutverkinu fagnandi. Í Ör er karlmennskan til jafnvel enn opinskárri umræðu en í Afleggjar- anum. Í ritdómi um bókina sagði Steinunn Inga Óttarsdóttir að Jónas væri „dæmigerður karl í krísu“.8 Það má til sanns vegar færa og karlar í krísu eru auðvitað algengt viðfangsefni bókmennta þótt deila megi um hvaða karl er dæmigerður og hver ekki. Nálgun Jónasar á þá krísu sem hann hefur hafnað í er þó að mörgu leyti óvenjuleg. Vangaveltur Jónasar um sjálfan sig sem karlmann ganga í gegnum söguna eins og stef, sem og athugasemdir annarra um það hvernig hann er sem karl- maður. Jónas segir hluti eins og: „Ég er karlmaður sem gerir sér ekki rellu út af mat“ (96) og „Ég er karlmaður sem þakkar fyrir sig“ (112). Aðrar persónur í sögunni lýsa honum með svipuðum hætti, vafasamur náungi sem gistir á sama hóteli og Jónas segir meðal annars við hann: „þú ert ekki karlmaður sem er hruflaður á hnúunum“ (175). Í sögunni er karlkynið sem sagt ekki gefið eða ómarkað eins og það hefur lengst af verið í vestrænni menningu og bókmenntum heldur er það upp- spretta vandamála sem tengjast karlmennsku sem kyngervi sérstaklega. Rétt eins og í Afleggjaranum má segja að ríkjandi hugmyndir um karlmennsku og kvenleika sem kyngervi og um verkaskiptingu kynjanna séu yfir og allt um kring sem viðmið sem athafnir, orð og hugsanir persónanna eru borin saman við, bæði af þeim sjálfum og óhjákvæmilega af lesandanum. Svanur, nágranni Jónasar, glímir sjálfur við krísu og reynir að nálgast Jónas til að ræða við hann. Eftir að hafa bakað fyrir þá köku segir hann: „Það er gott fyrir karlmann að hafa einhvern til að opna sig við.“ (31) Það er líka Svanur sem lánar Jónasi veiðiriffil þegar hann ætlar að fyrirfara sér, hann veltir aðferðinni nokkuð fyrir sér en kemst loks að niðurstöðu: „ég þyrfti að skjóta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.