Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 50
K r i s t í n G u ð r ú n J ó n s d ó t t i r 50 TMM 2018 · 1 staðalmyndunum. Að búa hér, segir hann, er að vera persóna í verki, af því að á landamærunum eru ekki íbúar heldur erkitýpur.23 Hér er hann auðvitað að vísa til túrista, vændiskvenna, farandverkamanna, glæpamanna og eiturlyfja- smyglara: hugmynda um íbúa landamæranna sem sækja að bæði úr norðri og suðri. Meðan Crosthwaite reynir að afbyggja staðalmyndina af Tijuana sem viðkomuborg ýtir Yépez undir hana: Maður fer til sumra borga til að kynnast þeim, segir hann, til dæmis Parísar, London, Líma, Seattle. Til annarra borga fer maður til að geta sagt: „Ég var þar“24. Hann gengur enn lengra í skáld- sögunni Al otro lado (Hinum megin, 2008) þar sem framtíðarsýn Tijuana er vægast sagt drungaleg. Crosthwaite hefur reynt að draga fram Tijuana sem borg sem á sér sögu og framtíðarmöguleika, en Yépez gerir hið gagnstæða. Í fyrrnefndu verki er Tijuana orðin að borg sem á sér enga sögu, engar minn- ingar, er algerlega á valdi eiturlyfja – vitanlega tilvísun í eiturlyfjabaróna og glæpagengi sem hafa „eignað sér“ allt og alla í norður-Mexíkó – þarna ganga íbúarnir um í eiturlyfjavímu, algerlega tómir í kollinum. Og sebrahesturinn sennilega bara gufaður upp. Goðsögnin myrka er lífseig. Þrátt fyrir tilraunir heimamanna til að hnika til ímynd borgarinnar og leiðrétta hana má segja að goðsögnin lifi enn góðu lífi. Á síðastliðnum tíu árum hafa til dæmis komið út fjölmargar bækur í Bandaríkjunum sem nærast á henni og höfundar þeirra nýta sér nafn borgarinnar í titlinum: Tijuana Baby, Tijuana Weekend, Tijuana Dream, Tijuana Dust, Tijuana Sunset og Tijuana Nocturnes.25 Auk þess lætur ekki af útgáfu handbóka fyrir karlmenn sem hyggjast fara til Tijuana í ákveðnum erindagjörðum, þær síðustu eru frá 2015 og 2016.26 Enn er mikill túrismi í borginni. Töluvert dró úr honum í kringum 2006, þegar Mexíkóforseti sagði eiturlyfjahringjum stríð á hendur, en það varð til þess eins að átökin urðu enn hrikalegri og glæpum fjölgaði.27 Nú má þó segja að Tijuana sé að taka við sér og upp úr glæpa-synda-borginni sé að spretta ný Tijuana, hún er að endurskapa sig, túrisminn er sannarlega á sínum stað, barirnir, klúbbarnir og vændishúsin, en það er vaxandi löngun eftir því að sýna aðra hlið á Tijuana, eða Tijuana eins og hún er raunverulega að mati borgarbúa. Reynt er að laða túristana í önnur borgarhverfi en gömlu mið- borgina. Töluvert er um ýmiss konar grasrótarstarfsemi, tónleikar og listvið- burðir eru haldnir á stöðum fjarri Byltingarstrætinu og barir og veitingahús bjóða upp á bjórtegundir frá litlum staðbundnum brugghúsum. Sebra-asninn virðist hafa þraukað alla þessa áratugi; hann er enn vinsæll og órofa hluti af Byltingarstrætinu. Veitingahús, barir, búðir og alls kyns klúbbar eru opnaðir og lokað aftur, þeir breytast og taka mið af tímanum hverju sinni en sebra-asninn stendur þarna óbreyttur, tákn um jarðtenginguna, feluleik- inn. Enn þann dag í dag drattast asnarnir til vinnu sinnar á hverjum morgni ásamt eigendum í von um að finna ferðamenn sem vilja upplifa snöggsoðinn draum um Mexíkó. Þegar öllu er á botninn hvolft er sebra-asninn með sínum flóknu og umsnúnu merkingum kannski það mexíkanskasta sem til er.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.