Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 60
S æ b j ö r g F r e y j a G í s l a d ó t t i r
60 TMM 2018 · 1
vestan í vettvangsferðum, sagði leiðbeinandi minn í þjóðfræði: „Velkomin
í siðmenninguna.“ Ég svaraði undantekningalaust með gapandi „ha?“ og
áttaði mig ekki á því hvað hann var að meina. Þegar líkaminn hafði vanist
því aftur að hlaupa á eftir strætó, ganga um miðbæinn á alltof háum hælum
og talandinn einkenndist enn á ný af háfleygum hugtökum um mannlega
tilveru og ranglæti heimsins, seytlaði kaldhæðnisleg kveðja hans loksins inn
fyrir fattarann. Því það er ekki eins og nemendur í þjóðfræði hafi ekki lesið
margoft hvernig borgarar fortíðarinnar litu á dreifbýlisfólk sem villt og ósið-
menntað. Og þannig er það að vissu leyti enn í dag. Annars hefði ég líklega
ekki skrifað meistararitgerð um Flateyri. Við sem erum í háskólanum og
búum í Reykjavík erum nefnilega borgarbúar því við búum ekki í sveit. Við
þurfum að sjá dreifbýlismenningu til að bera saman við borgarlífið og stað-
setja þannig hver við erum. Þetta á líka við um kvikmyndagerðarfólk sem
gerir myndir um sjávarþorp, rithöfunda sem skrifa um sama efni og háskóla-
nema sem leitast við að kryfja og greina mannlífið utan frá.
Jonas Frykman og Orvar Löfgren skrifuðu líka um það hvernig mann-
fræðingar á 19. öld beindu sjónum sínum að frumstæðum samfélögum á
meðan þjóðfræðingar leituðu inn á við og rannsökuðu landsbyggðirnar í
eigin löndum. Með því var verið að varðveita fortíðina en mála hana jafn-
framt upp í þeim myndum sem hentuðu hverjum tíma og ímynd hans. Þeir
segja að í þessum rannsóknum megi oftar en ekki sjá viðhorf borgarastéttar
til landsbyggðar og þar með nostalgíu hennar og þrá eftir horfnum tímum,
frekar en raunsæja mynd af lífi sveitafólks.12 Á vissan hátt má segja að ég
feti í fótspor fyrri þjóðfræðinga með því að velja landsbyggðarþorp sem við-
fangsefni rannsóknar minnar og sama má segja um listamennina. Við höfum
líklega öll eytt lunganum úr ævi okkar í borgarlandslagi og komið aðeins við
í fiskvinnslum landsbyggðarinnar sem gestir í stuttan tíma. Út á við getum
við dregið upp þá mynd, að þar sem við höfum prófað að koma við fisk á
færibandi sé það hluti sjálfsmyndar okkar að eiga fortíð tengda slori og harki.
Þegar sögurnar úr frystihúsinu og barnum á staðnum rata síðan á blað eða
frásögn yfir kaffibolla á öðrum stöðum, öðlumst við hugsanlega virðingu
þeirra sem á hlýða. Við eigum eitthvað annað en áheyrendur okkar, eitthvað
annað en bara listrænar og fræðilegar úttektir; nefnilega líkamlega atvinnu-
reynslu eins og hinir í þorpinu. Þjóðfræðingurinn Konrad Köstlin segir að
það sé talið merki um velgengni þegar ferðafólk kemur heim með sögu um að
hafa snætt á veitingastöðum sem aðeins innfæddir á hverjum stað þekkja.13
Á sama hátt má segja að ég og listamennirnir á Flateyri sækjum okkur auð-
magn í að vinna í frystihúsinu í stuttan tíma eða dvelja í nokkrar vikur á ári
í þorpinu.
„Við gætum ekki skilið nútímann eins og hann er, ef ekki væri búið að draga
upp mynd af fortíðinni. Það er aðeins á þann hátt sem við finnum breytingar
og hraðann sem einkennir líf okkar.“ Þetta skrifaði Köstlin þegar hann benti
á þörf fólks fyrir andstæður og flokkun, í tilraun þess til að skilja sjálft sig og