Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 60

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 60
S æ b j ö r g F r e y j a G í s l a d ó t t i r 60 TMM 2018 · 1 vestan í vettvangsferðum, sagði leiðbeinandi minn í þjóðfræði: „Velkomin í siðmenninguna.“ Ég svaraði undantekningalaust með gapandi „ha?“ og áttaði mig ekki á því hvað hann var að meina. Þegar líkaminn hafði vanist því aftur að hlaupa á eftir strætó, ganga um miðbæinn á alltof háum hælum og talandinn einkenndist enn á ný af háfleygum hugtökum um mannlega tilveru og ranglæti heimsins, seytlaði kaldhæðnisleg kveðja hans loksins inn fyrir fattarann. Því það er ekki eins og nemendur í þjóðfræði hafi ekki lesið margoft hvernig borgarar fortíðarinnar litu á dreifbýlisfólk sem villt og ósið- menntað. Og þannig er það að vissu leyti enn í dag. Annars hefði ég líklega ekki skrifað meistararitgerð um Flateyri. Við sem erum í háskólanum og búum í Reykjavík erum nefnilega borgarbúar því við búum ekki í sveit. Við þurfum að sjá dreifbýlismenningu til að bera saman við borgarlífið og stað- setja þannig hver við erum. Þetta á líka við um kvikmyndagerðarfólk sem gerir myndir um sjávarþorp, rithöfunda sem skrifa um sama efni og háskóla- nema sem leitast við að kryfja og greina mannlífið utan frá. Jonas Frykman og Orvar Löfgren skrifuðu líka um það hvernig mann- fræðingar á 19. öld beindu sjónum sínum að frumstæðum samfélögum á meðan þjóðfræðingar leituðu inn á við og rannsökuðu landsbyggðirnar í eigin löndum. Með því var verið að varðveita fortíðina en mála hana jafn- framt upp í þeim myndum sem hentuðu hverjum tíma og ímynd hans. Þeir segja að í þessum rannsóknum megi oftar en ekki sjá viðhorf borgarastéttar til landsbyggðar og þar með nostalgíu hennar og þrá eftir horfnum tímum, frekar en raunsæja mynd af lífi sveitafólks.12 Á vissan hátt má segja að ég feti í fótspor fyrri þjóðfræðinga með því að velja landsbyggðarþorp sem við- fangsefni rannsóknar minnar og sama má segja um listamennina. Við höfum líklega öll eytt lunganum úr ævi okkar í borgarlandslagi og komið aðeins við í fiskvinnslum landsbyggðarinnar sem gestir í stuttan tíma. Út á við getum við dregið upp þá mynd, að þar sem við höfum prófað að koma við fisk á færibandi sé það hluti sjálfsmyndar okkar að eiga fortíð tengda slori og harki. Þegar sögurnar úr frystihúsinu og barnum á staðnum rata síðan á blað eða frásögn yfir kaffibolla á öðrum stöðum, öðlumst við hugsanlega virðingu þeirra sem á hlýða. Við eigum eitthvað annað en áheyrendur okkar, eitthvað annað en bara listrænar og fræðilegar úttektir; nefnilega líkamlega atvinnu- reynslu eins og hinir í þorpinu. Þjóðfræðingurinn Konrad Köstlin segir að það sé talið merki um velgengni þegar ferðafólk kemur heim með sögu um að hafa snætt á veitingastöðum sem aðeins innfæddir á hverjum stað þekkja.13 Á sama hátt má segja að ég og listamennirnir á Flateyri sækjum okkur auð- magn í að vinna í frystihúsinu í stuttan tíma eða dvelja í nokkrar vikur á ári í þorpinu. „Við gætum ekki skilið nútímann eins og hann er, ef ekki væri búið að draga upp mynd af fortíðinni. Það er aðeins á þann hátt sem við finnum breytingar og hraðann sem einkennir líf okkar.“ Þetta skrifaði Köstlin þegar hann benti á þörf fólks fyrir andstæður og flokkun, í tilraun þess til að skilja sjálft sig og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.