Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 29
H v e n æ r e r e i t t H va ð ó g n v e k J a n d i ?
29
sér viðbrögð hennar og fyrirspurnir og þótt hún reyni að ganga á hann hefur
hann litlu við að bæta öðru en: „Þetta er það sem gerist á bóndabæ. Það er
ekki alltaf gaman“ (91). Á þessum tímapunkti magnast sú tilfinning sem fylgt
hefur frásögn ungu konunnar frá byrjun: að orðið sé of seint fyrir hana að
breyta um stefnu eða hafa áhrif á atburðarásina. Í seinni hluta bókarinnar
hverfur hún sífellt lengra inn í kima óhugnaðar, fantasíu og súrrealisma.
Í Ég er að spá í að slútta þessu nýtir Reid sér þemu og hefðir hrollvekjunnar
á álíka máta og hann beitir fyrir sig vísindaskáldsöguforminu í Foe. Þann
ig gerist lokahluti bókarinnar á kunnuglegum hryllingsmyndavettvangi: í
læstum og yfirgefnum menntaskóla þar sem er að finna óvætt sem aðalsögu
hetjan þarf að fela sig fyrir. Það er því ekki að ástæðulausu að Ég er að spá í
að slútta þessu hefur verið líkt við bækur Stephens King.5 Nærtækara væri þó
að segja að Reid beiti arfleið hans og annarra hrollvekjuhöfunda til að skapa
vettvang fyrir hugmyndir ættaðar frá öðrum, módernískari áhrifavöldum
sem persónurnar ræða jafnvel sín á milli. Má þar nefna Jean Cocteau (39)
og Carl Jung (53) en einnig er sérstaklega minnst á skáldsöguna Hinn mis-
heppnaði (þ. „Der Untergeher“, 1983) eftir þýska rithöfundinn Tomas Bern
hardt, en Jake gefur kærustu sinni eintak af bók Bernhardts með áletruninni
„Enn ein sorgarsagan“ á innanverðri kápunni (168).
Þessi samsuða af áhrifum úr heimspekitextum, módernískum skáldsögum,
kvikmyndum og annarri dægurmenningu hefur leitt til þess að útgefandi Ég
er að spá í að slútta þessu vestanhafs hefur markaðssett bókina sem „heim
spekilegan reyfara“ (e. philosophical thriller). Lesturinn er drifinn áfram
með ýmsum taktíkum úr heimi spennusagna; lesendur vinna sig í gegnum
ráðgátuna út frá þeim upplýsingum sem þeim eru skammtaðar en þar spila
innskotin á milli kaflanna stórt hlutverk – ásamt því að vara við þeirri yfir
vofandi hættu sem steðjar að persónunum. Þessi kunnuglega, fastmótaða
uppbygging gerir það að verkum að hægt er að njóta bókarinnar án þess að
búa að djúpstæðri þekkingu á þeim módernísku heimspekihugmyndum sem
Reid snertir á í textanum – þótt slík þekking hafi efalaust áhrif á blæbrigði
lestursins fyrir suma. Að sama skapi býður endirinn upp á ákveðna úrlausn
sem setur það sem á undan hefur komið í nýtt og skýrara samhengi. Óhjá
kvæmilega eru þó atriði í framvindunni sem falla utan þessa hefðbundna
strúktúrs og gætu virst endasleppt fyrir lesendur sem vonuðust eftir að finna
í bókinni hefðbundinn reyfara.
Það er alltaf fengur að því þegar farið er með gamalkunnar bókmennta
greinar á ókunnugar slóðir og styrkleikar þeirra notaðir til að skapa eitthvað
nýtt og öðruvísi fyrir lesendur. Í skáldsögum sínum nýtir Iain Reid sér þann
trausta grunn sem slík efnistök veita honum til að opna frásögnina fyrir
framlagi lesenda. Þannig gerir hann lesendum kleift að taka virkan þrátt
í heimssköpun bóka sinna án þess að svíkja þá um línulega framvindu og
úrlausn. Að þessu leyti mætti líkja skáldsögum Reids við töfraspegla: þær
falla ekki að einu tilteknu formi heldur varpa til baka þeim væntingum og