Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 75
S v i F i ð m e ð g U l l F r á S ó l U 75 auðveldlega greina átök eða flakk á milli eintóna hljóðmynda og melódískrar frásagnar á stærri skala. Jafnvægið þarna á milli er mest á sólóplötunum hans, en annað gildir um kvikmyndatónlistina. Á sólóplötunum getur hann leyft melódísku angurværðinni að spretta upp úr dróninu þegar hann vill, en í kvikmyndatónlistinni er hann bundinn af myndrænni framvindu og beinum eða óbeinum kröfum frá leikstjóra, framleiðendum og kvikmyndinni sem heildstæðu listaverki. Hugsanlega er ósanngjarnt af mér að leggja mat á sumt í höfundarverki Jóhanns sem frístandandi tónlist; þetta er eftir allt saman tónlist sem er samin til hliðar við framvindu og stemmningu hverrar kvikmyndar. Kannski er „tómið“ sem ég skynja gjarnan í kvikmyndatónlistinni afrakstur af því að Jóhann hlustaði grannt á það sem kvikmyndin vildi segja, það sem kvik­ myndin þurfti. Tilfinningin er samt sú að guðdómlegur brennipunkturinn sem hann fann í kringum 2000 og skilaði verkum á borð við Englabörn, IBM 1401 og Fordlândia hafi smám saman truflast þegar sköpunarkraftur Jóhanns dreifðist og fleiri ólíkir kraftar toguðu í hann. Orphée er að vissu leyti þessu marki brennd og í viðtali sem ég heyrði við Jóhann þegar platan kom út nefndi hann einmitt að platan hefði verið samin á löngum tíma í fálmandi ferli á milli annarra verkefna. Þegar þú semur sjálfstætt verk ertu sjálfs þíns herra og getur, eins og Jóhann gerði, sótt eldinn inn í kjarna einnar, sterkrar grunnhugmyndar. Það er það sem gerir IBM 1401 og Fordlândia að svona öflugum tónverkum – sterk grunnhugmynd sem þeytist í löngum boga í margar áttir. Kvikmyndatónlist þarf á hinn bóginn að móta eftir minni kjörnum: Hverju atriði eða aðstæðum í myndinni. Við þessu er ekkert að segja og Jóhann lék þennan leik af miklu listfengi, svo miklu að hann hafði varanleg áhrif á kvikmyndatónskáld um allan heim með því að færa mörkin á milli hljóðmyndar og kvikmyndatónlistar til. Vegna þess hve fallega og fullkomlega hlaðin tónlist Jóhanns er öllu jöfnu skilar hlustun á Orphée því upplifun um glötuð tækifæri. Engu að síður er Orphée plata af kalíberi sem er langt fyrir ofan gæði margra annarra tón­ skálda sem starfa á svipuðum slóðum og Jóhann gerði og þess vegna hljómar gagnrýni af þessu tagi ankannalega, jafnvel fyrir sjálfum mér. En það segir líka sína sögu um gæðin sem Jóhann var fær um að skila með sköpunarþrótti sínum. Hann var fær um að fljúga alla leið til sólarinnar, en í Orphée er eins og eitthvað vanti upp á langflugið. epíkin sem aldrei varð Og kannski vantaði raunverulega eitthvað. Kannski hafði Jóhann náð ein­ hverju persónulegu hámarki, í tónlist sinni og lífi sínu; það er ekki gott að segja og sérstaklega ekki séð utan frá og eingöngu í gegnum greiningu á tónlistarferli hans. Það sem rennir kannski frekari stoðum undir slíkar vangaveltur er hið undarlega ár 2017. Eftir velgengni í Hollywood, Golden
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.