Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 90
k a r i ó S k g r é t U d ó t t i r e g e
90
menningarheimili, utan skólastofunnar. Samkvæmt þeirri skilgreiningu er
fræðileg túlkun álitin smásmuguleg og skólastofuleg, öfugt við milliliðalausa
reynslu og óblandna ánægju. Það er einmitt einkenni á alþjóðlegu lista
enskunni hversu frjálslega hún skoppar á milli hugmynda án þess að vísa í
heimspekilegan eða hugmyndafræðilegan bakgrunn þeirra, þannig hljómar
hún greindarlega en alls ekki skólastofulega.
Alþjóðlega listaenskan er orðin ríkjandi orðræða í listheiminum og á sér
afbrigði á mörgum tungumálum. En hvernig lítur alþjóðlega listaenskan út
á íslensku?
Að seilast eftir og snerta fallvaltleika heildarinnar, í landslaginu lúrir hugarburður-
inn. Hreyfingar eins og að halda, hallast, leka, kreista og svo framvegis, birtast í
krafti þyngdarafls, hitastigs, ljóss, lofts og tíma.
Þessi tenging við ísómetríuna vekur upp hugmyndir um heim þar sem allar víddir
eru nálægar og hafa jafn mikið vægi. Listamaðurinn vinnur með sjónfræðileg fyrir-
bæri en slíkar rannsóknir eru aldrei endastöð í hennar verkum heldur miklu fremur
ein samsíða víddin í marglaga ferli. Fyrirbæri eins og myndleifar í verkunum vekja
þannig upp spurningar um hvaða hughrif eða atburðir í umhverfinu kalla fram hug-
myndir og hvort yfir höfuð sé hægt að henda reiður á þetta samband/virkni á milli
innri og ytri veruleika.
Verkin hafa orðið til í ferli. Oft í hægu ferli þar sem tíminn virðist hafa náð að hlaða
verkin spennu. Þau fjalla um ferlið sem hluta af stærra ferli. Þau eru í eðli sínu
hvorki ný né gömul. Þau bergmála í tímanum, jafnt fortíð, nútíð og framtíð. Þau
koma okkur á óvart með ferskleika sínum, fornri visku og sterkri nærveru.
Listamaðurinn reynir að eima raunveruleikann.
Alþjóðlegu listaenskunni var einhvers staðar lýst þannig að hún ylli frum
spekilegri sjóveiki hjá lesandanum. Orð eins og rof, innri og ytri veruleiki,
kerfi og ferli eru slitin frá samfélagslegum, sálfræðilegum og efnislegum
rótum sínum. Textinn minnir þannig á matreiðsluuppskrift án innihalds
lýsingar. Eða hvernig birtist hreyfingin að kreista í krafti hitastigs? Af hverju
er allt handan tíma og rúms? Hver er þessi innri og ytri veruleiki? Og hvað
merkir að eima raunveruleika? Hvað gerist í þessu f lókna marglaga ferli?
Af hverju skrifum við um myndlist eins og völva sem tjáir það sem „birtist“
henni? En þess ber að geta að greinarhöfundur á eitt textabrotanna.
Reyndar er sérstaklega áberandi í íslensku listaenskunni hve samfélags
lega víddin er fjarverandi. Listaverk verða ekki til í tómarúmi og listaverkið
er alltaf á einn eða annan hátt viðbragð við þeirri samfélagslegu umgjörð sem
listamaðurinn býr við. Sú umgjörð litar sömuleiðis umræðu um myndlist.
Póststrúktúralisminn og konseptlistin sem listaenskan sækir tungumál
sitt til eru sprottin úr meðvitund um samfélagslega stöðu, valdaójafnvægi og
pólitík. Að sneiða burt þá samfélagslegu vídd skilur eftir eins konar „drauga
verk“ í textanum. Lesandinn fær sterklega á tilfinninguna að eitthvað sé