Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 94
k a r i ó S k g r é t U d ó t t i r e g e
94
gera myndbandsverk út frá heimspekilegum vandamálum, lýsa huglægu rofi
sem skúlptúr úr þurrkuðum ávöxtum eða framkvæma óefnisbundna aðgerð.
Það sem Berger lýsir er einhvers konar meta sjónarhorn á framkvæmd þar
sem hin undirskilda þekking liggur í aðgerðinni, í þessu tilviki teikningu. Sú
þekking sem Berger lýsir er einhvers konar skilningur á heiminum og jafn
framt ákveðinn sjálfsskilningur.
Ég held ekki það sé nauðsynlegt að tölusetja prentið. Það er allt þarna í dýptinni og
fyllingunni á prentinu og þú skilur það þegar þú sérð það. Bróðir minn var vanur að
ofsalta allan mat því hann hélt að ástæðan fyrir því að matur er kryddaður með salti
væri til að gefa saltbragð en ekki draga fram bragðið af matnum. Ég á í erfiðleikum
með liti og mér finnst best að nota hreina liti og í litlu magni. Ef ég reyni að blanda
saman of mörgum litum eyðileggst allt. Í mörgum verkunum blanda ég lit út í svarta
litinn, til dæmis nota ég oft grænan út í svoleiðis að svartur virðist ekki endilega vera
svartur. Þegar ég var í námi þá var ég málari og reyndi að búa til liti sem litu út eins
og moldardrulla. Mér þótti áhugavert að reyna að komast mjög nálægt því að láta
litina verða eins og drulla en að þeir héldu samt áfram að hafa virkni lita. (Nauman,
Bruce 2005:346)
Hér lýsir myndlistarmaðurinn Bruce Nauman hugmyndum sínum um lita
notkun sem einkennast af persónulegri reynslu, skynjun og huglægu mati.
Textinn miðlar praktískum skilningi á því að vera í heiminum fremur en
fjarlægum fræðilegum skilningi. Samt sem áður hvílir þekking hans á ein
hvers konar hefð, en það er ekki þar með sagt að hefðin þurfi að vera klassísk
málaralist eða litafræði. Hún getur alveg eins verið listasagan og almenn orð
ræða í listaskólum í dag. Hin undirskilda þekking verður í þessu tilviki til í
sambandi listamannsins við efnið. Þessi þekking er ekki eingöngu praktísk
heldur er hún líka hugmyndaleg og fagurfræðileg. Nauman lýsir því hvernig
þekking sprettur úr snertingu við heiminn.
Þegar listamaðurinn Louise Bourgeois sagði að hún hefði áhuga á því
hvernig ólík efni brotna má skilja það á sálfræðilegan, efnislegan, heim
spekilegan og jafnvel samfélagslegan hátt. Hún vann alla tíð með persónu
lega reynslu í myndlistinni og sagði að ef þú getur ekki sæst við fortíðina þá
gerist þú myndhöggvari. En það að gefa áfalli form og móta það síðan í vax
eða höggva það út í marmara hefur óljósari en þó kannski víðari snertiflöt
en listform sem bundið er við frásagnarformgerð.
út úr þokunni
Listasaga og listfræði eru fræðigreinar sem setja listina í samhengi með öðru
móti en listamaðurinn gerir og getur komið auga á tengingar sem eru óháðar
ásetningi hans. Greiningaraðferðir listfræðinnar eru tæki eða sjónarhorn
til að sjá, skilja og túlka listir. Listfræðin þróast í takt við inntak listarinnar
og tekur líka mið af nýjum hugmyndum innan ólíkra fræðasviða, sem eiga
sér hvert um sig sitt íðorðasafn og orðræðu sem birtist okkur í skrifum um