Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 122

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 122
U m S a g n i r U m B æ k U r 122 förumanninum Rögnvaldi Jónssyni, öðru nafni Rögnvaldi sumarsól. Í stað þess að knýja dyra, bera sig illa og betla valsar hann glaður inn og býður fram eigin sögur, söngva og slúður og verður þannig aufúsugestur. Það er hann sem tendrar logann í hjarta prestsins sem verður eftir það vakinn og sofinn yfir íslenskum þjóðvísum. Sagnaástin verður aftur ljóslifandi í Lása þegar Grandvör gamla gefur Gesti Kaldanesrímur fyrir „Maríusokkinn“ sinn og eins og helsjúk­ ur drykkjumaður leggst Lási í lestur fram eftir öllum nóttum eftir 15 tíma vinnudaga. Þannig finnur listin – og sérstaklega sagnalistin – sér leið inn í líf og sálir mannanna eftir krókaleiðum. Í landi þar sem ekki virðist pláss fyrir neitt annað en hörku og vinnu finnst alltaf þessi þráður og á þeim bláþræði hangir kannski andleg heilsa fólksins. Hér eru aftur hugrenningatengsl við Laxness og Jón Prímus talar mögulega líka fyrir Lása í Skriðu þegar hann segir í Kristnihaldi undir jökli (41. kafla): „Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni.“ mannlýsingar gegnum hetjudáðir og begóníur Gestur hinn ungi virðist snemma ætla að verða miðja sögunnar en er það þó ekki nema að einhverju leyti – til þess fer frásögnin of víða og innlimar of margar persónur. Á köflum jaðrar skáldsagan við að vera sagnasveigur sem hverfist um Segulfjörð og dregur upp litríkar og lifandi myndir af samfélag­ inu. Persónur eru kynntar til sögunnar með nokkrum vel völdum orðum en síðar í frásögninni eiga þær til að dúkka aftur upp og þá fær lesandinn ríkari innsýn í líf þeirra og sögu. Þannig er því t.d. farið með Grandvöru gömlu, tengdamóður Lása, sem birtist okkur fyrst sem aflóga gamalmenni en er svo dregin fram nokkrum köflum síðar og við sjáum hana í allri sinni dýrð – mars­ erandi ólétta í bálviðri yfir þverhnípta hamra og vötn með barn undir belti og annað í fangi til þess að sækja eld í bæinn sinn. Þetta er þvílík heljarför að það fer um lesandann sem efast þó ekki eitt augnablik um trúverðugleika frá­ sagnarinnar. Auðvitað þurfti fólk að gera annað eins – ekki síður konur – líka þungaðar konur. Og eru það ekki einmitt slíkar hetjudáðir almúgans sem síst eru skráðar í mannkynssögubæk­ urnar og því eina vitið að skrásetja þær í skáldsögur. En Hallgrímur skapar ekki bara ógleymanleg augnablik úr hetjudáðum, hið hversdagslega eða smáa er ekki síður uppspretta þess ljóss sem lýsir upp innstu kima mennskunnar. Steinka, sú sem mögulega drepur manninn sinn og Gestur flýr til af frönsku skútunni, á endurkomu í miðju frásagnarinnar þegar prestsfrúin fær begóníu og hálf sveitinn kemur í heimsókn til að sjá undrið mikla, blómstrandi pottaplöntu. Síðust kemur Steinka og augljóst að eng­ inn í Segulfirði kann jafn vel að meta fegurðina og sú ófrýnilegasta, hún er líka sú eina sem leggur í að teyga angan blómsins: „… aldrei hafði prestfrúin unga séð jafn ljóta gleði, jafn fagra grýlu, andlit konunnar ljómaði í öllum sínum hnúðum og kýlum, blóðsprungum og tanngígum, það var sem hinn hábleiki litur blómsins hefði blandast í öll blæbrigði andlitsins og lyft þeim upp í roðaljómandi gleði […] alstaðar gat að líta bleiklitaðan begóníu­ glampa á stærð við títuprjónshaus, hún hafði laugað sig í fegurð blómsins, sogað í sig lit þess og lykt, áferð og dýrð, og nú stóð hún þarna fyrir vitum Vigdísar eins og frelsuð manneskja sem ætti bara eftir að segja, ja, nú get ég dáið í friði. (300–301)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.