Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 122
U m S a g n i r U m B æ k U r
122
förumanninum Rögnvaldi Jónssyni,
öðru nafni Rögnvaldi sumarsól. Í stað
þess að knýja dyra, bera sig illa og betla
valsar hann glaður inn og býður fram
eigin sögur, söngva og slúður og verður
þannig aufúsugestur. Það er hann sem
tendrar logann í hjarta prestsins sem
verður eftir það vakinn og sofinn yfir
íslenskum þjóðvísum. Sagnaástin verður
aftur ljóslifandi í Lása þegar Grandvör
gamla gefur Gesti Kaldanesrímur fyrir
„Maríusokkinn“ sinn og eins og helsjúk
ur drykkjumaður leggst Lási í lestur
fram eftir öllum nóttum eftir 15 tíma
vinnudaga. Þannig finnur listin – og
sérstaklega sagnalistin – sér leið inn í líf
og sálir mannanna eftir krókaleiðum. Í
landi þar sem ekki virðist pláss fyrir
neitt annað en hörku og vinnu finnst
alltaf þessi þráður og á þeim bláþræði
hangir kannski andleg heilsa fólksins.
Hér eru aftur hugrenningatengsl við
Laxness og Jón Prímus talar mögulega
líka fyrir Lása í Skriðu þegar hann segir
í Kristnihaldi undir jökli (41. kafla): „Sá
sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af
hér á jörðinni.“
mannlýsingar gegnum hetjudáðir og
begóníur
Gestur hinn ungi virðist snemma ætla
að verða miðja sögunnar en er það þó
ekki nema að einhverju leyti – til þess
fer frásögnin of víða og innlimar of
margar persónur. Á köflum jaðrar
skáldsagan við að vera sagnasveigur sem
hverfist um Segulfjörð og dregur upp
litríkar og lifandi myndir af samfélag
inu. Persónur eru kynntar til sögunnar
með nokkrum vel völdum orðum en
síðar í frásögninni eiga þær til að dúkka
aftur upp og þá fær lesandinn ríkari
innsýn í líf þeirra og sögu. Þannig er því
t.d. farið með Grandvöru gömlu,
tengdamóður Lása, sem birtist okkur
fyrst sem aflóga gamalmenni en er svo
dregin fram nokkrum köflum síðar og
við sjáum hana í allri sinni dýrð – mars
erandi ólétta í bálviðri yfir þverhnípta
hamra og vötn með barn undir belti og
annað í fangi til þess að sækja eld í
bæinn sinn. Þetta er þvílík heljarför að
það fer um lesandann sem efast þó ekki
eitt augnablik um trúverðugleika frá
sagnarinnar. Auðvitað þurfti fólk að
gera annað eins – ekki síður konur –
líka þungaðar konur. Og eru það ekki
einmitt slíkar hetjudáðir almúgans sem
síst eru skráðar í mannkynssögubæk
urnar og því eina vitið að skrásetja þær í
skáldsögur.
En Hallgrímur skapar ekki bara
ógleymanleg augnablik úr hetjudáðum,
hið hversdagslega eða smáa er ekki síður
uppspretta þess ljóss sem lýsir upp
innstu kima mennskunnar. Steinka, sú
sem mögulega drepur manninn sinn og
Gestur flýr til af frönsku skútunni, á
endurkomu í miðju frásagnarinnar
þegar prestsfrúin fær begóníu og hálf
sveitinn kemur í heimsókn til að sjá
undrið mikla, blómstrandi pottaplöntu.
Síðust kemur Steinka og augljóst að eng
inn í Segulfirði kann jafn vel að meta
fegurðina og sú ófrýnilegasta, hún er
líka sú eina sem leggur í að teyga angan
blómsins:
„… aldrei hafði prestfrúin unga séð
jafn ljóta gleði, jafn fagra grýlu, andlit
konunnar ljómaði í öllum sínum hnúðum
og kýlum, blóðsprungum og tanngígum,
það var sem hinn hábleiki litur blómsins
hefði blandast í öll blæbrigði andlitsins
og lyft þeim upp í roðaljómandi gleði […]
alstaðar gat að líta bleiklitaðan begóníu
glampa á stærð við títuprjónshaus, hún
hafði laugað sig í fegurð blómsins, sogað
í sig lit þess og lykt, áferð og dýrð, og
nú stóð hún þarna fyrir vitum Vigdísar
eins og frelsuð manneskja sem ætti bara
eftir að segja, ja, nú get ég dáið í friði.
(300–301)