Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 129

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 129
U m S a g n i r U m B æ k U r 129 þau vinna að hópverkefni saman, en þá á sér stað berskjöldunaraugnablik. Daníel kemur heim til Gunnu og það er allt í drasli, sem fer í taugarnar á honum. Gunna útskýrir að hún hafi ekki haft tíma til að taka til, hún hefur verið önnum kafin vegna nýlegs skiln­ aðar og Daníel finnur til með henni. Eins og þessi tilfinningalega opinberun hafi ekki verið nóg, finnur Daníel klám­ blöð sem sýna konur drekka brjósta­ mjólk hver úr annarri í tímaritastafla og þar með er berskjöldun Gunnu algjör. Upp frá því eru þau vinir. Þar sem Daníel forðast að opna fyrir sínar tilfinningalegu flóðgáttir eru svona augnablik, þar sem tengslamynd­ un á sér stað, afar sjaldgæf. Andleg bæl­ ing Daníels veldur því að hann dettur úr sambandi við bæði sjálfan sig og annað fólk. Það veldur svo því að hann dettur úr sambandi við raunveruleikann. Eða snýr baki við honum. „damn fine cup of coffee“ Jónas Reynir er einkar lunkinn í því að skrifa samtöl. Samtölin í bókum hans eru raunsæ en hafa jafnframt skáldlega vigt, þau afhjúpa iðulega innri mann persón­ anna. Það er ekki úr vegi að halda því fram að samtölin séu „leikhæf“, stundum minna þau frekar á samtöl úr leikhúsi eða kvikmyndum en í skáldsögu. Það er ekki um að villast að Jónas Reynir er innblásinn af kvikmynda­ forminu, þetta sést greinilega á samtöl­ um en líka á strúktúr og sviðsetningu sögunnar. Krossfiskar er tilraunakennd skáldsaga og það má leita að hliðstæðum í bókmenntaheiminum en það er jafnvel nærtækara að skoða hana í samhengi við tilraunakenndar kvikmyndir. Kvik­ myndahöfundar á borð við David Lynch, Luis Buñuel og jafnvel Yorgos Lanthimos koma upp í hugann, leik­ stjórar sem eru þekktir fyrir að fara ótroðnar slóðir í frásagnarmáta sínum en eru líka meðvitaðir um hefðir miðils­ ins og frásagnarformgerð. Þess vegna eru myndir þeirra spennandi, drama­ tískar og áhugaverðar þrátt fyrir að þær séu oft óraunsæjar og órökréttar. Með því að beita ákveðinni lýsingu, innrömmun eða hljóðmynd geturðu leikið á tilfinningar áhorfenda sem eru læsir á tungumál kvikmyndanna. Áhorfendur skilja til dæmis muninn á ástarsenu og hryllingssenu en með nokkrum vel völdum brögðum er hæg­ lega hægt að gera ástarsenu hryllilega eða hryllingssenu rómantíska og þar með hrista upp í áhorfendum. Í kaflanum „Þorp“ er Daníel staddur í þorpi sem minnir um margt á bæinn Twin Peaks úr samnefndri sjónvarps­ þáttaröð eftir David Lynch. Þarna búa skógarhöggsmenn, fólk hangir á veit­ ingahúsum drekkandi kaffi og draum­ kennd stemning svífur yfir vötnum. Twin Peaks er gerð í stíl sápuóper­ unnar, þar sem allt er mjög kunnuglegt á yfirborðinu þótt sagan sé virkilega óhefðbundin. Þess vegna höfðar Twin Peaks til mjög breiðs áhorfendahóps, líka þeirra sem kunna ekki endilega að meta listræna tilraunastarfsemi, því þótt áhorfandinn sé kannski sviptur rök­ réttri framvindu er hann ekki svikinn um þá tilfinningalegu upplifun sem hann sækist eftir þegar hann horfir á dramatískt sjónvarpsefni. Það er eitthvað svipað uppi á teningn­ um í Krossfiskum, það er brugðið á leik með hefðir skáldskaparins og þær nýttar með óhefðbundnum hætti. Þarna birtist undarlegur bræðingur af mótsagna­ kenndum minnum og þótt lesendur geti ekki gert sér vonir um að botna í öllu sem á sér stað eru tilfinningalegar upp­ lifanir af spennu, gríni og drama enn til staðar. Lestrarupplifunin er því afar mögnuð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.