Ófeigur - 15.07.1947, Side 37
OFEIGUR
37
móti hafa kommúnistar þokað sínu ,,plani“ vel áleiðis
en um leið gert borgfélagið veikara og sett blett á þing-
stjórnarskipulagið. Sumum kann að finnast hér vera
að baki allmikil klókindi og jafnvel djúpsæi, en svo er
ekki. Þegar ekki er hugsað um, hvað er rétt eða rangt,
einskis svifist, við að rífa niður og leika á menn með
því að eggja þá til samkeppni um vegtyllur og hégóm-
legt tildur, þá er lítill vandi að leika hinn illfúsa bragða-
ref.
Nú hafa verið leidd rök að þvi, hve óafsakanlegt það
var, af borgaraflokkunum, að verða handbendi kommún-
ista, þó hins vegar að götudrengjabrögð þeirra séu ekki
sprottin af skarpskyggni, heldur ákveðinni skemmdar-
fýsn. Eftir þennan leik er ríkið á heljarþröm, sökum
eyðsluáhrifa kommúnista. En flokkarnir, sem hafa tekið
þátt í þessum leið, eru lítt starfhæfir. Enginn flokkur
heldur almenna fundi um alvarleg þjóðmál. Þegar
flokkarnir halda samkomur nota þeir eftirhermur, trúð-
leiki og dans til að ná til fólksins. Menn finna að
ekki er um neinn skoðanamun að ræða milli flokkanna
nema hina hörðu valdastreitu leiðtoganna, þar sem
kommúnistar halda á uppboðshamrinum. Við kosningar
eru menn enn dregnir í dilka eftir gömlum vinsemdar-
og óvinsemdarsoramörkum. En hvergi vottar fyrir trú
á málefni nokkurs flokks. Flest ungt fólk er áhugalaust
og trúlaust á flokkana eins og von er til, þar sem bak-
tjaldaverzlun er eini fáninn, sem á að vísa æskunni
leið. Sérstaklega er deyfðin og mannleysið áberandi
kringum Hermann og Eystein. Vitað er um einn ungan
mann, sem kom á þeirra veg, til forustu. Hann hafði
staðið fyrir slarksamkomu, þar sem átti að berja tvo
landskunna ræðumenn Framsóknar af því að fundar-
gestir voru ölóðir, en höfðu þó greitt piltinum inngangs-
eyri svo að hann gat verið ánægður og var það. Þessir
verðleikar voru nógir til þess að Hermann valdi þennan
pilt til að vera boðbera sinn til æskunnar í landinu.
Sennilega er hann líka nógu góður til að bera út um
landið það nesti, sem honum er fengið af sínum hús-
bændum.
Hver er hugur kommúnista til sjómanna? Ógrynni
f jár hefur verið varið til síldveiðanna. Skagaströnd átti
að vera borg með 14 þús. menn, skip til síldveiða, verk-
smiðjur, visindi og flug til aðstoðar. Falleg loforð.