Ófeigur - 15.08.1951, Síða 37

Ófeigur - 15.08.1951, Síða 37
ÓFEIGUR 37 í sveit. I staðinn fyrir ættaaróðal einnar fjölskyldu kom ættargarður margra samerfingja með aðskildum en sjálfstæðum heimilum og óháðri atvinnu hverrar fjöl- skyldu. Þegar hér var komið sögu, var Baldur bóndi búinn að missa allt þol til líkamlegrar vinnu, en hélt andleg- og kröftum í bezta lagi. Hann, sem hafði glaðzt yfir að mega vinna mikið bæði vetur og sumar, gat nú varla lyft hrífuskafti. Sennilega var hér að einhverju eða öllu leyti um ofþreytu að ræða. Baldur bjó mest- an sinn búskap á þeim tíma, þegar hið hreyfanlega vinnuafl sveitanna var að hverfa að sjávarsíðunni, en vinnusparandi verkvélar ekki komnar í staðinn. Hann bjó lengi áður en siáttuvélar komu í staðin fyrir orfið. Vinnubrögð einyrkjanna á þessu tímabili, bæði karla og kvenna, eru líkust ævintýri. Afköst þessarar kyn- slóðar munu lengi verða talin viðburður í atvinnusögu landsins. Börnin þrjú á Lundarbrekku, sem áttu að erfa jörð- ina, voru ekki í vandræðum með land til að nema. Amerísku verkvélarnar voru nú komnar til sögunnar. Afinn og faðirinn höfðu skilað góðu og vel ræktuðu túni. En nú voru að myndast þrjú bú og þrjú heimili. Allir bændurnir þurftu að lifa af véltæku ræktarlandi. Það féll alt í ljúfa löð. Hraðvinnandi vélar eru á góð- um vegi með að þrefalda túnið sem Baldur Jónsson skilaði í hendur barna sinna. Ræktarlandið við gamla túnið leyfir enn meiri býlafjölgun á Lundarbrekku. Hitt er vafasamt, hvort beitilandið ber meiri búsmala en þann, sem hentar þrem heimilum. Yngsti sonurinn á Lundarbrekku hét Jónas, eftir afa sínum. Um hann hefur myndazt ofurlítil soga, bæði glæsileg og sorgarleikur. Hjá þessu yngsta barni ætluðu Baldur og Guðrún kona hans að dvelja síð- ustu ár æfinnar. Jónas var að sumu leyti líkur föður sínum og afa. Hann var eins og þeir hrifinn af jörð- inni sinni, og gat ekki hugsað til að eiga heima til langdvalar nema á Lundarbrekku. Hann vildi búa á óðali sínu, eins og þeir. En samhliða heimahyggjunni var hann haldinn af útþrá og löngun til að taka þátt í félagsmálum án þess að vanrækja heimilið. Hann tók snemma þátt í samtökum æskumanna í Bárðar- dal og Þingeyjarsýslu, gerðist æfður ræðumaður og

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.