Ófeigur - 15.08.1951, Qupperneq 50
50
ÓFEIGUR
sem gerir hverja samkomu af þessu tagi að vansæm-
andi mannfagnaði. Eitt úrræði, og ekki nema eitt, er
til björgunar þessum ófarnaði. Forgöngumenn hverrar
samkomu, þar sem búast má við að drukknir menn
sýni ófrið eða skemmdarhug, þurfa að hafa tilbúna
nokkra heimamenn með handhægar ljósmyndavélar,
til að mynda á augnabliki hvern fundargest, sem
sýnilega er undir áhrifum áfengis. Aðrir heimamenn
verða að standa vörð um ljósmyndarann, meðan hann
gerir skrílinn ódauðlegan á ljósmyndaplötunni. Litlar
kvikmyndavélar eru enn betri, og þær eru nú í eigu
fjölda manna um allt land. Þegar þessi Ijósmyndatækni
er fullundirbúin, á að auglýsa í útvarpinu eða með öðr-
um hætti, að ölvaðir fundarmenn verði ljósmyndaðir
á samkomunni, þeim að kostnaðarlausu. Eftir að þetta
lag hefur komizt á í einhverri sveit, munu heimsóknir
drukkinna manna hverfa af skemmtisamkomum al-
mennings. Myndirnar á að nota hóflega, en láta allan
almenning vita, að þær séu til og vandlega geymdar
hjá forráðamönnum sveitarinnar eða þorpsins. Samt
mundi vera rétt að sýna opinberlega og oftar en einu
sinni fnyndir af drukknum mönnum, sem reyndu að
hleypa upp samkomum, eftir að byrjað er að beita
þessari sjálfsvörn. Kostur þessarar aðferðar er, að
hún er mild, ódýr og kemur hvergi við þá réttarvernd
sem þjóðfélagið vill veita ölóðum mönnum. Ef templ-
urum er áhugamál að vinna að hagnýtri baráttu við
drykkjumennskuna, ættu þeir að nota þetta úrræði.
Sama er að segja um áhugasamar konur. Kynsystur
þeirra hafa orðið fyrir búsifjum frá hálfu drukkinna
manna. Ef þær sjá ekki ástæðu til að þurrka drykkju-
slark burtu af samkomum almennings, þá bregðast þær
manndómsskyldu sinni og réttmætri sjálfbjargarþrá.
Kvikmyndasýningar í sveitum og þorpum.
Vöntun kvikmynda í strjálbýli er talin ein aðalástæð-
an til burtflutnings úr sveitum til stærri kaupstaða.
Mun þetta rétt athugað. Kvikmyndir eru meginskemmt-
un almennings í flestum menningarlöndum. Kvik-
myndasýningar eru nokkuð öruggur gróðavegur í borg-
um og þéttbýli, en ekki í sveitum og smáþorpum. Þar