Þjóðarbúskapurinn

Eksemplar

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Side 15

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Side 15
Gengismál og samkeppnisstaða Gengisstefnan setti rammann um þróun gengisins á árinu 1994. Stefnan byggist á því að halda genginu sem stöðugustu. í nánari atriðum er hún skilgreind þannig að genginu skuli halda innan markanna 2-2,25% í hvora átt firá miðgengi. Gengi krónunnar var nokkru lægra í lok ársins en í byrjun þess eða tæplega 1,3% undir miðgengi borið saman við nánast sama gengi og miðgengi í byrjun ársins. Gengi einstakra gjaldmiðla breyttist hins vegar töluvert á árinu, meðal annars lækkaði gengi Bandaríkjadollars gagnvart krónunni um rúmlega 6% en gengi marks og jens hækkaði hins vegar um ríflega 5%. Raungengi krónunnar 1980-1995 Vísitölur 1980=100 1980 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 Raungengi krónunnar, sem er mikilvægur mælikvarði á samkeppnisstöðu íslenskra atvinnuvega, lækkaði nokkuð innan ársins 1994. Þetta stafaði af því að innlendur kostnaður hækkaði minna en í helstu samkeppnislöndum. Raungengið hefur lækkað verulega undanfarin ár og var í fyrra hagstæðara innlendri atvinnustarfsemi en um langt skeið. Þannig var raungengið á mælikvarða verðlags um 10% lægra í fyrra en að meðaltali á árunum 1980-1993 og um 17% lægra á mælikvarða launa. Samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs gagnvart erlendum fyrirtækjum var því tiltölulega góð á síðasta ári. Samkeppnisstaðan hefur jafnframt styrkst á undanfömum árum vegna lækkunar á sköttum. Einnig var vaxtaþróun hagstæð innlendum fyrirtækjum á síðasta ári, þótt lánskjör þeirra séu enn óhagstæðari en víða annars staðar. Opnun fjármagnsmarkaðar gagnvart útlöndum eyðir þessu óhagræði að nokkru. Þessi atriði hafa því einnig gengið í þá átt að treysta samkeppnisstöðu innlendra atvinnuvega, enda jókst útflutningur verulega í fyrra eins og lýst er hér á undan. Hagur atvinnuveganna Ajkoma sjávarútvegs. Rekstrarskilyrði sjávarútvegs í heild eru talin hafa batnað lítillega á árinu 1994 miðað við árið 1993, en talið er að hagnaður hafí verið af rekstri sjávar- 13

x

Þjóðarbúskapurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.