Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 24

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 24
ríkissjóðs var mætt með erlendum lántökum að hluta, en einnig reyndist hún minni en ráð var fyrir gert vegna betri aíkomu ríkissjóðs. Á Verðbréfaþinginu, en þar fara fram viðskipti með eldri bréf, fór ávöxtunarkrafa í kaupboðum spariskírteina lítillega hækkandi á síðari hluta ársins. Hún varð lægst 4,8% í maí, en hækkaði í 5,05%-5,l% í lok ársins. Mikil útgáfa varð á húsbréfum í fyrra og verðmæti útistandandi bréf jókst um 15,6 milljarða króna. Ávöxtun húsbréfa sýndi meiri sveiflur en fram kom í ávöxtun spari- skírteina. Seðlabankinn var virkur á húsbréfamarkaðnum fram á mitt ár, en talið var að há ávöxtun húsbréfa ætti þátt í sölutregðu á spariskírteinum og húsnæðisbréfum. Bankinn hætti kaupum á húsbréfum á Verðbréfaþingi í júlí í fyrra og hefur ávöxtun húsbréfa þokast upp á við síðan og var um 5,7% undir lok ársins. % n 10 9 8 7 6 5 4 Raunávöxtunarkrafa spariskírteina og húsbréfa á Verðbréfaþingi íslands og meðalvextir af vísitölubundnum útlánum bankanna Vextir af vísitölu- bundnum útlánum . % * •— ^ S w -i\ V. V-- N_ Húsbréf ,. Spariskírteini % n 10 9 8 7 6 5 4 JFMAMJ J ASOND J FMAMJ J ASONDJ FMAMJ JÁSONDJF 1992 1993 1994 1995 Útlán lánakerfisins jukust um 3,8% frá lokum árs 1993 til jafnlengdar 1994. Þegar litið er til geiraskiptingar útlána kemur firam að skuldir atvinnufyrirtækja við lánakerfið drógust saman í krónum talið og um 5% á föstu verðlagi. Þessi þróun á rætur að rekja til afurðalána en þar er um að ræða endurlánuð erlend lán. Þau námu 38,9 milljörðum króna í árslok 1993 en lækkuðu niður í 26,7 milljarða í lok árs 1994. Hlutur atvinnu- fyrirtækja í heildarútlánum lánakerfisins hefur dregist mjög saman undanfarin ár, þannig má nefna að árin 1987-1988 var hann 54% en var í fyrra kominn niður í um 41%. Það eru einkum heimilin og ríkissjóður sem dregið hafa til sín lánsfé á þessu árabili. Hlutur ríkissjóðs og -stofnana fer úr 11 Vá-12% í um 17% og hlutur heimilanna í útlánum lánakerfisins hefur vaxið úr 2914% í 37,7% í fyrra. Það voru einkum þessir geirar sem bættu við sig skuldum á síðasta ári. Skuldir heimilanna jukust í fyrra um 9% á föstu verðlagi sem er svipuð aukning og undanfarin ár. Innlán í innlánsstofhunum jukust einungis um 1,9% milli loka áranna 1993 og 1994 sem samsvarar verðlagsbreytingum. Tilflutningur varð á milli almennra spariinnlána, sem drógust verulega saman, og bundinna innlána. Þetta hafði í för með sér að peninga- 22

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.