Skessuhorn - 17.06.2015, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 19
Sendum íslenskum konum baráttukveðjur í tilefni aldarafmælis kosningaréttar
Sigrún Símonardóttir segist
svolítið hugsandi yfir framtíð
heimsins. Hún hafi alltaf verið
fréttasjúk manneskja og þótt
gaman að fylgjast með því
sem er að gerast í heiminum,
almennt. Það sem setji að
henni óhug í dag er tæknin og
hvað illa meinandi aðilar geta
gert með hana. „Ég er hugsi
yfir því hvað gerist ef einhver
óprúttinn aðili kemst til valda
og einnig yfir því að áhyggjur
manna í heiminum snúist um
að styggja ekki þennan eða
hinn, hagsmunatengslin eru
svo óheilbrigð víða. Það vekur
mér ugg.“
Sigrún hefur kynnst tölvuvæðing-
unni frá upphafi, allt frá því að nota
ritvél sem ekki var tengd við raf-
magn upp í flókin forrit keyrð í
tölvum. „Eftir að ég hætti að vinna
komu þessi samskiptaforrit á vefn-
um og ég er nýlega farin að nýta mér
þau eitthvað. Sumt af því sem ég sé
þar hræðir mig, aðallega hvað hægt
er að gera með tækninni. Að mínu
áliti verður að koma einhverjum
böndum á þetta. Það er auðvelt að
eyðileggja mannorð jafnvel heillar
þjóðar með einni færslu á netinu
ef einhver vill gera það. Slíkt verð-
ur að koma í veg fyrir á einhvern
hátt. Og þegar ég hugsa um börnin
og barnabörnin mín er ákveðin ugg-
ur í brjósti mér vegna þessarar gríð-
arlegu tækni. Ef einhver vill fylgj-
ast með þér, getur viðkomandi það.
Nú þegar er hægt að fylgjast með
þér, hvar þú verslar, hverja þú hittir
eða spjallar við, hvar þú ferð í banka
og hvert þú ferðast. Í huga gamall-
ar konur er þetta áhyggjuefni. Hvað
verður næst? Eins hvað fjármagnið
og þeir sem yfir því ráða, er farið að
skipta svo miklu máli að maður hef-
ur á tilfinningunni að það sé farið að
ráða meiru á þessari jörð en fólkið
sem til þess er valið.“
Að verja sig og sína
Er kemur að samskiptum milli
þjóða er Sigrún ekki eins hrædd
um að stóru þjóðirnar beiti ger-
eyðingarvopnum, frekar minni
þjóðir. „Ég hef á tilfinningunni
að smáþjóðirnar sérstaklega muni
reyna að standa á rétti sínum til
að verja sig með orðum, alla vega
vona ég það. Það er hins veg-
ar spurning hvort það sé rétt hjá
mér því þessi vopnavæðing þjóða
skelfir mig. Við horfum á menn
kýta, sem hafa yfir að ráða vopn-
um sem geta eytt heimsbyggðinni
í einu skoti liggur við. Hvað ger-
ir fólk í stundarbræði? Því þarf að
efla bræðralagið og íslenska þjóð-
félagið þarf að verða nánara. Okk-
ur kemur náunginn við. Við eigum
ekki bara að hugsa um að koma
okkur sjálfum á framfæri. Ég vona
að almennt breytum við þessu. Við
verðum að vinna með aðra hugsun.
Við byggjum sem dæmi ýmislegt
of smátt. Leik- og grunnskólahús-
næðið okkar er almennt of þröngt
og þetta kraðak er ekki bjóðandi.
Við byggjum stórar íþróttahallir
og ýmislegt annað stórt og mikið,
af hverju má ekki líka meira rými
fyrir grunnþjónustuna?
Íslandsbyggðir
og almenningur
Sigrún er ekki viss um að öll svæði
landsins sem eru í byggð í dag
verði það eftir hundrað ár. „Ég vil
vona að stærri byggðakjarnar eflist
en er ekki viss um afskekktari hlut-
ar landsins verði í byggð, nema
kannski sem sumarbyggð með ým-
iss konar þjónustu. Vonandi verð-
ur minn gamli bær kominn á fulla
ferð, en þar sem víðar þarf meira
samstarf og mikla vinnu til þess að
það gerist. Ég velti líka fyrir mér
hvernig þessum byggðum, sem
hafa verið sameinaðar hefði reitt af
einum og sér. Það hefði verið og
er hægt að bjarga ýmsu ef meiri
gaumur og vinna væri lögð í sam-
starf. Okkur kemur öllum við okk-
ar nærumhverfi og næsta nágrenni.
Þá geta allir haft áhrif ef almenn-
ingur hugsar í þá veru. Þessi hugs-
un er reyndar svolítið að vakna
núna og ég vona bara að hún þró-
ist í rétta átt almennt og almenn-
ingur láti meira að sér kveða, nái
áttum, taki þátt og finni að hann
geti haft áhrif til góðs. Almenn-
ingur þarf líka að skilja hvað er í
gangi, kynna sér mál almennilega,
áður en farið er að dæma. Fólk tel-
ur líka oft að eitt og annað sé í lagi
og bregður síðan illa þegar sann-
leikurinn kemur í ljós. Miðstýr-
ing valds er því ekki góð að mínu
mati. Það þarf líka að stytta vinnu-
tíma og breyta honum þannig að
fólk geti sinnt áhugamálum og
fjölskyldu sinni án þess að allt sé
að springa. Þegar ég var að alast
upp voru mömmur heima og gátu
það tekjulega. Við krakkarnir átt-
um víst athvarf. Ef mamma var
ekki heima þá gat maður farið til
næstu mömmu. Þetta var mjög
mikið öryggi fyrir börnin og eins
að þau þekktu umhverfi sitt og ná-
granna sem einnig þarf að stuðla
að í dag.“
Persónuleg samskipti
verði betri
„Ég vona fyrir framtíðina að pers-
ónuleg samskipti verði betri. Ég
trúi ekki að fólk endist í að hanga í
tölvunni eða farsímanum eins og í
dag heldur fari að rækta sambönd
sín og m.a. kynnist nágranna sín-
um, ég held að sé nokkuð unnið
með því. Það er gott að nota tölvur
við ákveðin verkefni og afla upp-
lýsinga en tölvur eiga ekki að ráða.
Hér hafa skólar hlutverk ásamt
heimilum og því þarf að efla enn
frekar samband foreldra og skóla.
Það er hins vegar ekki eðlilegt
hvað ráðamenn hinna stóru þjóða
eru að ráðskast með líf almenn-
ings og á ekki að líðast. Upplýsing-
ar um slíkt eru hins vegar of oft af
skornum skammti og bara glans-
myndin sem er sýnd. Á minni ævi
hafa alltaf geisað stríð í heimin-
um, með skelfilegum afleiðingum
og svo er enn í dag. Minn draumur
er sá að allt fólk geti átt samskipti,
að heimurinn opnist og allir sem
vilja geti kynnst nýju fólki, nýjum
siðum og sýnt hvort öðru virðingu.
Jafnrétti kynja, kynflokka og trú-
arbragða verði virt. Og sannarlega
vonast ég til þess að friður komist
á í heiminum fyrr en eftir hundrað
ár,“ segir Sigrún Símonardóttir að
lokum.
bgk
Vill að heimurinn opnist og fólk geti talað saman
Sigrún Símonardóttir frá Borgarnesi spáir í framtíðina
Sigrún Símonardóttir frá Borgarnesi. Ljósmynd tkþ.
Spá fyrir um stöðu jafnréttismála eftir næstu hundrað ár
Eyja- og Miklaholtshreppur