Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 24
24 - Norð ur áls mót ið Ýmsar upplýsingar fyrir gesti Norðurálsmóts 2015 Norðurálsmótið er mót fyrir byrj- endur og hefur því uppeldislegt gildi. Keppendur eru byrjendur, foreldrar eru margir byrjendur og dómarar geta líka verið byrjendur. Við þurfum öll að taka tillit til þess. Byrjendur þurfa að fá að læra af mistökum. Hjálpumst að, þá gengur allt betur. Þjálfarar, lið- stjórar og foreldrar verða að fylgjast vel með skráningu úrslita á föstudegi. Niðurröðun á keppni laugardagsins og sunnudagins byggir á úrslitum föstudags. Úrslitin þurfa því að vera rétt skráð. HUGARFAR Fótbolti er skemmtun. Þessi skemmt- un skiptir okkur öll máli. Það er sér- stök ánægja að geta boðið leikmönn- um ykkar að leika gegn liðum frá hin- um ýmsu stöðum af landinu. Kenn- ið leikmönnum að endurspegla þessa ánægju í leik og framkomu á Norð- urálsmótinu, félagi sínu til framdrátt- ar. Leikmönnum skal kennt að virða ákvörðun dómara án spurninga eða athugasemda. Þetta skal einnig brýna fyrir foreldrum og öðrum aðstand- endum liðanna. Þjálfarar skulu allt- af styðja úrskurði dómara leiksins, hvort sem þeir eru réttir eða rang- ir. Þjálfarar og foreldrar skulu aldrei efast um hæfni dómarans svo leik- menn heyri til. Dómgæslu er hægt að ræða á kvöldfundum með þjálfurum og mótshöldurum. Verum stundvís - það skiptir máli fyrir alla. Foreldrar og stuðningsmenn liða endurspegla þann anda sem er í hverju félagi. Verum öll okkar félagi til sóma og börnum okkar góðar fyr- irmyndir. Við komum fram fyrir hönd okkar félags með stolti og virðingu. Á Norðurálsmótinu gilda ákveðn- ar reglur í leik og umgengni, sem all- ir reyna að fylgja. Engu að síður, þá hefur hvert félag rétt til þess að kvarta og gera athugasemdir við framkvæmd mótsins. Ef þú þarft að nota þennan rétt, gerðu það við réttan aðila. Segðu rétt frá, rólega og virtu ákvörðunina, hver svo sem hún er. BREYTINGAR Eins og félögum var tilkynnt í mars var mikil aðsókn að mótinu í vor. Vegna þess var ákveðið að stækka mótið til að koma að öllum þeim fé- lögum sem mætt hafa reglulega á Norðurálsmótið á hverju ári. Hjá mörgum félögum er ánægjuleg fjölg- un ungra iðkenda í knattspyrnu og allir vilja þeir mæta á mótið. Afleiðing þessa er að við höf- um gert breytingar á mótinu frá fyrri árum. Þessar eru helstar: Bætt við gististöðum, bætt við tjaldstæði, lengdir matartímar, bætt við starfs- fólki, bætt við keppnisvöllum, umferð færð yfir á sunnudag, hætt að skrá úr- slit á laugardegi og sunnudegi, hætt við lokahóf með verðlaunaafhend- ingu, háttvísisviðurkenningar afhent- ar þess í stað á kvöldvöku. Með þessum breytingum vonumst við til að stærra mót geti farið fram án vandkvæða og allir eigi ánægjulega daga á Norðurálsmótinu. MÓTSREGLUR Allir mæta í góðu skapi. Leiktími er 2 x 12 mínútur. Inn á leikvelli eru aldrei fleiri en 7 leikmenn frá hverju liði. Í leikjum er aldrei skráður meiri markamunur en 3 mörk. Séu lið jöfn að stigum, ræður mar- kamunur. Ef markamunur er jafn ræður innbyrðis leikur liðanna. Ef sá leikur er jafn eru þeir hærri sem hafa fengið færri mörk á sig. Sé ennþá jafnt, ræður hlutkesti. Þjálfarar skulu ekki færa leikmenn milli liða, nema ekki séu eftir nægir leikmenn til að ná í fullt lið. Dómari hefur rétt til að fara fram á það við þjálfara að leikmaður sé tekinn af velli ef hann gerist sekur um gróft brot. Annar leikmaður kemur inn á í stað hans. Við hliðarlínu skulu ekki aðrir vera staðsettir en varamenn, þjálfari og einn liðsstjóri. Aðrir áhorfendur, for- eldrar og iðkendur, skulu vera fjær, nánar tiltekið fyrir aftan endalínu, þó minnst 2 m frá marki. Dómari hefur rétt til að stöðva leik- inn og láta klukkuna ganga áfram, telji hann að áhorfendur, þjálfar- ar eða varamenn brjóti reglur eða séu uppvísir að ósæmilegri hegðun. Til ósæmilegrar hegðunar teljast einnig óviðeigandi hróp og köll. Góð umgengni er öllum til sóma - verum liðum okkar til sóma. Á mótinu starfar keppnisráð. Ráðið skipa 3 aðilar, sem ekki koma að stjórn mótsins. Félög geta áfrýjað ákvörð- unum mótsstjóra og starfsmanna mótsins sem varða keppnina og úrslit leikja, til keppnisráðs. Ráðið kann- ar mál og kveður upp endanlegan úr- skurð, sem öll félög og mótshaldari skuldbinda sig til að fylgja. KEPPNISFYRIRKOMULAG Meginmarkmið Norðurálsmótsins er að strákarnir okkar upplifi knatt- spyrnu á jákvæðan hátt og komi heim með góðar minningar um skemmti- lega daga. Með fyrirkomulagi móts- ins eru eftirfarandi þættir hafðir í fyr- irrúmi: Stutt bið er milli leikja hjá hverju liði, leikir eru milli liða sem eru af svipuðum styrkleika, leikgleði og engir úrslitaleikir. Öllum liðum frá hverju félagi er fyrir upphaf móts skipt niður á 7 flokka (A, B, C, D, E, F, G), hvern með 24 liðum, og 1 flokkur (H) skip- aður 6 liðum. Mótshaldari, í samráði við þjálfara, ákveður þá skiptingu. Þjálfarinn skipar sjálfur þátttakend- um í lið fyrir fyrsta leik og má eftir það ekki færa þátttakendur á milli liða. Fyrri hluti mótsins fer fram á föstu- deginum. Þá er öllum liðum inn- an hvers flokks (A, B, C, D, E, F, G) skipt tilviljanakennt í 6 riðla með 4 liðum hver, þar sem liðin 4 keppa hvert við annað. Sama á við um H flokk, nema þar eru 2 riðlar með 4 lið- um. Liðin keppa 3 leiki, annað hvort kl. 13:00-16:00 eða kl. 16:00-19:00. Ein umferð í hverjum riðli er leik- in samtímis á samliggjandi völlum og einungis er eins leiks bið hjá hverju liði. Niðurstaða föstudagsriðlanna er notuð til að raða í deildir fyrir seinni hlutann. Seinni hluti mótsins fer fram á laugardegi og sunnudegi. Þá er öll- um liðum innan hvers flokks (A, B, C, D, E, F, G) skipt í 4 riðla með 6 lið- um hver, þar sem liðin keppa hvert við annað. Sama á við um H flokk, nema þar eru 2 riðlar með 6 liðum. Hvert lið keppir 5 leiki í seinni hlutanum. Innan hvers flokks (A, B, C, D, E, F, G, H), lenda öll lið sem vinna sína riðla á föstudegi saman í 6 liða deild. Þau lið sem lenda í öðru sæti á föstudegi lenda öll saman í sex liða deild o.s.frv. Úr þessu verða til 4 deildir með sex liðum innan hvers flokks þar sem svipuð lið eru saman í deild: Íslenska deildin, Enska deildin, Spænska deildin og Þýska deildin. H flokkurinn hefur Íslensku deildina. 3 af 5 umferðum deildanna eru leiknar á laugardegi. Annar hópur kl. 9:00-12:00, og hinn hópurinn kl. 13:30-16:30. Síðasta 2 umferðirnar fara fram á sunnudag, kl. 9:00-13:00. Engir úrslitaleikir um sæti fara fram í mótinu. Keppnisvellir eru á flötinni austur af Akraneshöllinni á Jaðarsbökkum og inni í Akraneshöllinni sjálfri. VIÐURKENNINGAR Á mótinu verða úrslit á laugar- deginum og sunnudeginum ekki skráð. Þetta er gert til að fylgja eft- ir megin markmiði Norðurálsmóts- ins, að strákarnir okkar upplifi knatt- spyrnu á jákvæðan hátt og komi heim með góðar minningar um skemmti- lega daga. Þess vegna verður ekki útdeilt verðlaunum fyrir árangur og á sunnu- deginum verður ekki lokahóf. Þess í stað verða á kvöldvökunni á laugar- dag veittar viðurkenningar fyrir fram- komu á mótinu og jafnframt verð- ur happadrætti um veglega gjöf til fé- laga. FARARSTJÓRAR Föstudagur er notaður til að skipta liðum eftir getu fyrir keppni á laug- ardegi og sunnudegi. Úrslitin verða því að vera rétt skráð. Þjálfarar og liðstjórar verða að fylgjast vel með skráningu úrslita á föstudegi og til- kynna strax til mótsnefndar ef skrán- ing úrslita er röng. Úrslit leikja og leikjaskipulag er birt á heimasíðunni og á vefnum http://nm.kfia.is Þeir sem lenda í 1. og 2. sæti á föstudegi spila seinni hluta laugar- dagsins og undir hádegi á sunnudegi. Þeir sem lenda í 3. og 4. sæti á föstu- degi spila fyrripart laugardagsins og síðan eftir kl. 9 á sunnudegi. Fararstjórafundir verða haldnir í sal á efri hæð Íþróttamiðstöðvarinnar á tíma sem fram kemur í dagskránni. Gengið er inn að sunnanverðu á 2.hæðina frá aðalleikvangi. Mikilvægt er að allir þátttakend- ur og liðstjórar í hverju liði mæti sam- an í mat á skipulögðum tímum. Ekki eru skipulagðar sundferðir, en frítt er í sund fyrir alla á ábyrgð fararstjóra. Myndataka fer fram í sérstöku tjaldi á mótssvæðinu, á ákveðnum tíma sem verður skipulagður. GISTING KEPPENDA Gisting keppenda er í skólum bæj- arins: Grundaskóla, í Brekkubæjar- skóla við Vesturgötu eða í Fjölbrauta- skólanum við Vogabraut og í húsi KFUM&K við Garðabraut. Í lok móts skal ganga snyrtilega frá gististaðnum fyrir kl. 12 á sunnudag. Gistireglur gera ráð fyrir að ró sé komin á gististaði fyrir kl. 22 öll kvöld. Vakt er skipulögð í öllum skólum allan sólarhringinn. MATUR OG MATSALIR Morgunverður er framreiddur í sal Brekkubæjarskóla fyrir dvalargesti þar, en aðrir fá morgunverð í matsal Íþróttamiðstöðvar. Lið hafa frjálsan tíma í morgunverð, en mælst er til að lið sem keppa seinna um daginn mæti seinna í morgunverðinn. Tímasetn- ing morgunverðar kemur fram í dag- skrá mótsins Liðum er úthlutaður sérstakur matmálstími fyrir hádegis- og kvöld- mat og kemur sá tími fram í endan- legri handbók. Matartímum laugar- dags og sunnudags verður raðað eft- ir niðurstöðum föstudagsins. Matur fyrir öll lið er framreiddur í íþrótta- sal Íþróttamiðstöðvar. Gengið er inn í íþróttasalinn að vestanverðu, þar sem tekið er við matarmiðum. Einungis liðstjórar og aðrir með matarmiða fá aðgang að salnum með liði sínu. Vin- samlegast látið vita tímanlega ef ykkar lið ætlar ekki að mæta til skipulagðr- ar máltíðar. SUND Frítt er fyrir alla í sund í Jaðarsbakka- laug á föstudegi frá kl. 13:00-20:00 og á laugardegi frá kl. 9:00-19:00 í boði Akraneskaupstaðar. Athug- ið að ábyrgð á börnum í sundlaug- inni er alfarið í höndum foreldra og fararstjóra. Vinsamlegast kynnið ykk- ur reglugerð nr. 814/2010 er varðar sundferðir barna. Einnig er hægt að fara í sund gegn gjaldi í Bjarnalaug (innilaug), Laug- arbraut 6, opið laugardag kl. 11:00 - 16:00 og í sundlauginni að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit sem er opin föstudag kl. 14:00 - 21:00 og á laugardag og sunnudag frá kl. 10:00 - 18:00. STURTA Fyrir foreldra, liðstjóra og aðra gesti verður hægt að komast frítt í sturtu í íþróttahúsinu við Vesturgötu á laug- ardag kl. 17-19. STRÆTÓ Strætó gengur á hálftíma fresti milli mótssvæðis og gististaða í Brekku- bæjarskóla og Fjölbrautaskóla á mót- stíma og fram eftir kvöldi eftir þörf- um. Frítt er í strætó allt mótið fyr- ir alla mótsgesti, en þátttakendur hafa forgang. Við hvetjum alla til að nota strætóinn því bílastæðin okkar rúma ekki allan þennan fjölda. LIÐSMYND Mótshaldarar sjá um að taka liðsmynd af öllum liðum, á ákveðnum tíma á föstudeginum í sérstöku myndatjaldi á miðju mótssvæðinu. Upplýsingar um myndatökutíma eru birtar í hand- bókinni. Myndirnar verða til sýnis og sölu í myndatjaldinu á laugardegi og einnig í foreldrakaffinu um kvöldið. ÓSKILAMUNIR Allir óskilamunir verða settir í mat- sal Íþróttamiðstöðvar á meðan á móti stendur. Eftir mót er hægt að hafa samband við skrifstofu KFÍA varð- andi óskilamuni. Fyrir fjölskyldur: TJALDSTÆÐI Tjaldstæði mótsins fyrir fjölskyld- ur keppenda er á grasflötum við Byggðasafnið og í nágrenni þess, við Leynisbraut og nálægt Garðalundi. Svæðinu er skipt í 5 hluta: Kútters- flöt, Garðaflöt, Safnaflöt, Hótel- flöt og Formannaflöt, auk Boltaflat- ar við KFUM & K húsið. Félögum er úthlutað svæði á ákveðinni flöt, og svæði hvers félags er merkt fyr- ir opnun. Tjaldstæðið verður opnað kl. 20, fimmtudaginn 18.júní. Þarna er sett upp snyrtiaðstaða í gámum, kamr- ar og útiþvottaaðstaða, ásamt rusla- gámum. Ekkert rafmagn er á tjald- svæðinu. Gistigjald á tjaldsvæði mótsins er 5.000 kr. á hvern ferðavagn (tjald/ hjólhýsi/fellihýsi o.fl.) fyrir alla móts- helgina. Ekki er heimilt að tjalda á lóðinni við Grundaskóla eða öðrum lóðum í nágrenninu. Veitingasala næst tjald- svæðinu er í Garðakaffi í Safnaskál- anum við Byggðasafnið, og í Golf- skálanum á golfvellinum. Garðakaffi lengir opnunartíma mótsdagana og opnar kl. 8. Þar verður hægt að kaupa morgunverð og kvöldverð til viðbótar við það hefðbundna. Vinsamleg tilmæli eru að gestir á tjaldsvæði virði almennar umgengnis- reglur og njóti þess að eyða helginni í faðmi fjölskyldunnar og fylgjast með keppni barna sinna án neyslu áfengis. Vakin er sérstök athygli á að bátar og aðrir safnmunir utan við Byggða- safnið og kirkjugarðurinn eru ekki leiksvæði og foreldrum er bent á að koma í veg fyrir leik barna sinna þar. Opinbert tjaldstæði Akranesbæjar með allri þjónustu er staðsett vestan til í bænum, rétt hjá bensínstöðinni Olís, sjá upplýsingar á www.tjalda.is. HUNDAHALD Leyfilegt er að vera með hunda á tjaldstæði mótsins. Þeir verða að vera í bandi allan tímann og hegðun sé þannig að þeir trufli ekki aðra tjald- gesti. Auðvitað þrífa eigendur alltaf eftir hundana sína. Í samræmi við reglur bæjarins (reglugerð 782/2010) er ekki leyfi- legt að hafa hunda á keppnissvæðinu, ekki í Akraneshöllinni, á Langasandi eða í Garðalundi, hvorki í bandi né í fanginu. Þá mega hundar ekki koma inn í húsnæði mótsins, gisti- eða mat- arstaði. MATSALA Í boði er að kaupa matarpakka móts- ins sem innifelur morgunverð (2x), hádegisverð (1x), kvöldverð (2x) og pylsugrill (1x). Matarpakkinn kostar 6.000 kr. fyrir fullorðna og 4.000 kr. fyrir börn (undir 18 ára). Þessi matur er í boði í matsal Íþróttamiðstöðvar, á auglýstum tímum. Einnig er hægt að kaupa miða fyr- ir staka máltíð: Fullorðnir: Hádegis- eða kvöldmatur kr. 1.500 og morg- unmatur kr. 800. Börn: Hádegis- eða kvöldmatur kr. 1.000 og morgun- matur kr. 800. Miðar og pakkar verða seldir við inngang í matsal Íþrótta- miðstöðvar. Pylsugrill er haldið við aðal- keppnisvöllinn á sunnudeginum kl. 11:00-13:30 fyrir alla þátttakend- ur. Foreldrar og aðstandendur eru velkomnir og geta keypt miða í grill- ið á kr. 700. Kaffi- og veitingasala fyrir áhorf- endur á keppnistíma er á Aggapalli, í Akraneshöll, sölutjaldi Dominos og í veitingatjaldi á miðju keppnissvæðinu. FORELDRAKAFFI Foreldrar allra karla- og kvennaflokka ÍA sameinast um að bjóða öllum for- eldrum þátttakenda til kökuveislu á laugardagskvöldið kl. 21:30-23:00. Foreldrakaffið er í matsal Íþróttamið- stöðvar og aðgangur er ókeypis. Foreldrakaffi er eingöngu fyrir for- eldra þátttakenda (ekki fyrir börn)! KEPPNIS- OG LIÐSMYNDIR Í foreldrakaffi og í myndatjaldi á mótssvæði verða myndir frá keppni föstudagsins boðnar til sölu á 1.500 kr. allan laugardag og sunnudag. Þar verða einnig til sölu liðsmyndir af hverju liði, sem teknar hafa verið sér- staklega á föstudeginum. Á laugardegi og sunnudegi verður í myndatjaldi hægt að fá teknar ein- staklingsmyndir á vegum Sporthero með sérvöldum bakgrunni. BÍLASTÆÐI Bílastæði eru við Íþróttamiðstöðina, austan við sundlaugina, við Innnes- veg, nálægt tjaldsvæðum og á öðrum merktum svæðum. Ekki er heimilt að leggja bílum á grasið við keppnisvelli, á gangbrautir, eða göngustíga. Not- um frían strætó eða göngum. Bílar sem lagt er á gönguleiðir og gangstíga, verða sektaðir af lögreglu og hugsanlega fjarlægðir. UMGENGNI Keppnissvæði, matsalir og gististaðir þátttakenda eru algjörlega tóbakslaus. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að virða það. Ruslagámar og tunnur eru stutt frá á öllu keppnissvæðinu og á tjaldsvæð- inu. Keppendur og áhorfendur eru félögum sínum til sóma með góðri umgengni. UPPLÝSINGAR Allar upplýsingar um mótið, s.s. kort, skipulag, dagskrá, tímasetningar og úrslit, er birt á vefnum: nm.kfia.is og á heimasíðunni: www.kfia.is/nordu- ralsmot. Þarna verða einnig birt úr- slit föstudagsins og leikskipulag laug- ardags og sunnudag. Þessar upplýs- ingar eru uppfærðar eftir þörfum til loka mótsins. Einnig verða myndir og fréttir af mótinu um helgina settar inn á Snjáldu (Facebook). VELKOMIN Á NORÐURÁLSMÓTIÐ 2015

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.