Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Síða 38

Skessuhorn - 17.06.2015, Síða 38
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 201538 Ragnhildur Benjamínsdóttir 1883-1958 Hallkelsstaðir, Stóri-Ás, Kalmanstunga og víðar Ég kalla hana Rönku. Í uppvexti mínum var hún eitt af því sjálfsagða og óbreytanlega og mér þótti vænt um hana. Ranka giftist ekki og eign- aðist ekki börn. Hún vann öðrum alla æfi og gerði ekki víðreist. Hún var alla æfi í uppsveitum Borgar- fjarðar, lengst af í Hvítársíðu. Ranka fæddist að Hallkelsstöð- um, dóttir hjónanna Benjamíns Jónssonar og Nikhildar Erlings- dóttur. Hún ólst upp á rótgrónu heimili foreldra sinna og vandist í æsku öllum venjulegum bústörfum úti við og innanbæjar. Ung sat hún yfir ánum meðan haft var í kvíum, hún lærði að mjólka bæði ær og kýr og þótti góður smali. Hún var talin góður sláttumaður þegar slegið var með orfi og ljá og rakaði og hjálp- aði til í heybandi. Hún lærði líka að breyta ull í fat og mjólk í mat. Ég veit ekki hvar Ranka var í vistum framan af, en hún var einn til tvo vetur í Reykjavík og lærði þar karlmannafatasaum. Árið 1913 kom hún að Kalmanstungu og var þar uns yfir lauk. Þegar hún kom þangað bjuggu þar afi minn og amma, Ólafur Stefánsson og Sess- elja Jónsdóttir. Frá árinu 1930 var hún þar á heimili foreldra minna, Kristófers Ólafssonar og Lísbetar Zimsen. Ranka hirti kýrnar, gaf þeim og mjólkaði og vann úr mjólkinni. Hún bjó til besta skyr sem ég hef smakkað og bakaði líka rúgbrauðin sem voru sælgæti. Fjallagrös voru alltaf til í Kalmanstungu. Ranka var alveg sjálfsögð í allar grasaferðir, alltaf var farið á hestum og henni fannst það vera bestu skemmti- ferðir. Hún fór líka með okkur til berja. Ranka vann alltaf svolítið af ull heima, kembdi og spann og prjón- aði aðallega vettlinga og sokka. Hún kunni líka að vefa. Hún hafði gaman af að lesa, bæði sögur og þjóðlegan fróðleik og átti fáein- ar bækur. Hún átti kommóðu og koffort og hægindastól fékk hún í vinnuhjúaverðlaun, í annað skipti fékk hún silfurskeið og síðar gauks- klukku og svo átti hún hnakk. Ranka var alla tíð heilsugóð. En svo komu mislingar á bæinn og úr þeim andaðist hún heima í rúminu sínu, 12. júlí 1958. Ranka var áreiðanleg og vönduð manneskja, ég vissi aldrei til að hún ætti nokkurn óvin. Ragnheiður Kristófersdóttir. Umfjöllun um Ragnhildi er hluti sýningarinnar Gleym þeim ei sem nú stendur yfir í Safnahúsi Borgfirðinga í Borgarnesi. Ragnhildur Benjamínsdóttir. Bærinn í Kalmanstungu og fjölskyldan. Ingveldur Hrómundsdóttir var fædd í Skíðsholtakoti í Hraunhreppi 1862, dóttir hjónanna Hrómundar Péturssonar og Sigríðar Pálsdótt- ur. Hún átti aðeins eina eldri systur sem hét Margrét og hún fór til Am- eríku um þrítugt. Þær ólust upp við þröngan efnahag og mikla vinnu. Fermingarundirbúningur var eina formlega menntunin en Ingveldur var hins vegar vel heima í öllum bú- störfum. Tæplega þrítug réðst hún að Tröð þar sem bjuggu þá Sigurður Brandsson hreppstjóri og kona hans Valgerður, fólk sem Ingveldur átti eftir að bindast vináttuböndum fyr- ir lífstíð. Um aldamótin 1900 hafði hún komið sér upp búfjárstofni og festi sér til ábúðar smábýlið Land- brot. Síðar flutti hún að Hauka- tungu þar sem hún byggði hús og bjó með ær og kýr. Ingveldur var dugnaðarkona, nákvæm og nostur- söm. Hún var hjartahlý og liðsinnti fólki sem átt hafði erfitt. Ingveldur tók unga stúlku í fóst- ur, Kristínu Kjartansdóttur. Hún var dóttir Kjartans Eggertssonar og Þór- dísar Jónsdóttur sem voru vinnufólk í Tröð, en varð eftir í skjóli Ingveld- ar þegar þau fóru þaðan 1902. Krist- ín fylgdi henni í Landbrot ásamt fjögurra ára gömlum dreng, Sigurði Pálssyni barnabarni Sigurðar í Tröð. Sigurður yngri hélt alla tíð tryggð við Ingveldi. Ennfremur ólst upp hjá henni stúlka sem hét Ásthildur Guð- mundsdóttir. Dóttir Kristínar Kjart- ansdóttur er Ingveldur Gestsdóttir á Kaldárbakka í Kolbeinsstaðahreppi. Ingveldur eldri var fljótlega kölluð Abba vegna þess að Ingveldur litla var að reyna að segja nafnið henn- ar en tókst ekki betur til. Hún á fal- legar minningar um Öbbu. Eitt sinn þegar Ingveldur var lítil fór Kristín mamma hennar af bæ ásamt tveimur öðrum konum. Telpuna langað með og fór að orga. Þá bauð Abba henni með sér yfir í Skjólhvamm sem er jaðri Eldborgarhrauns. Þetta var góð samverustund. Abba var með hest, teymdi hann í hvamminn sem var langur spotti og lét barnið sitja á hestinum. Sjálf gekk hún, líka til baka, en þá fékk Ingveldur yngri að ríða hestinum sjálf. Þetta hefur lík- ast til verið 1931. Ferðin í hvamm- inn sefaði óánægju stúlkunnar og lét henni líða vel. Þegar Ingveldur Hrómundsdótt- ir eltist lét hún Kristínu fósturdótt- ur sinni og tengdasyni sínum Gesti L. Fjeldsted eftir jörðina. Hún lést í skjóli þeirra í Haukatungu árið 1954. Guðrún Jónsdóttir skráði. Umfjöllun um Ingveldi er hluti sýningarinnar Gleym þeim ei sem nú stendur yfir í Safnahúsi Borgfirðinga í Borgarnesi. Heimilir: Ingveldur Gestsdóttir o.fl. Ingveldur Hrómundsdóttir 1862-1954 Skíðsholtakot, Kolbeinsstaðir, Landbrot, Tröð, Haukatunga Ingveldur Hrómundsdóttir lengst til hægri. Með henni á myndinni eru Stefanía Gissurardóttir, Sigurður Pálsson og elstu synir þeirra Páll og Ólafur. Bærinn í Haukatungu, Austurbær, sem Ingveldur Hrómundsdóttir byggði. Þær settu svip á samtíð sína Opnunartími Fimmtudag & föstudag 11:00 - 22:00 Laugardag & sunnudag 11:00 - 18:00 Mánudag, þriðjudag & miðvikudag 11:00 - 18:00 Kaffi, kakó, heimabakaðar kökur, brauð og bakkelsi Kirkjubraut 2 við Akratorg Sími 431-5100 Líkaðu við okkur á facebook

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.