Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Síða 46

Skessuhorn - 17.06.2015, Síða 46
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 201546 Hvað finnst þér vera stærsta skrefið sem stigið hefur verið í átt til jafnréttis? Spurning vikunnar Margrét Ragnarsdóttir: „Jafnlaunastefnan.“ Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir: „Stærsta sýnilega skrefið myndi ég telja að væri kosningaréttur- inn. Það var ekkert smá skref sem var stigið þegar konur fengu kosningarétt.“ Dýrfinna Torfadóttir: Þegar konur hlutu kosningarétt: Sigrún Sigurðardóttir: „Ætli það hljóti ekki að vera kosningarétturinn.“ Ósk Jóhannesdóttir (t.v.) og Guðrún Daníelsdóttir (t.h.): „Kosningaréttur kvenna fyrir hundrað árum, við erum sam- mála um það.“ (Spurt á Akranesi) Allir sem eru 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum fimmta Landsmóts UMFÍ 50+ sem haldið verður á Blönduósi dagana 26.-28. júní næstkomandi. Hægt verður að taka þátt hvort sem fólk er skráð í ungmennafélag eða ekki. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald, 3.500 krónur, og öðl- ast þar með þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Á mótinu verð- ur jafnframt boðið upp á fyrir- lestra um heilbrigðan lífsstíl ásamt heilsufarsmælingum. Fjölmargar keppnisgreinar verða í boði á Landsmótinu. Það eru hestaíþróttir, frjálsar, boccia, bridds, dráttavélaakstur, golf, línu- dans, júdó, lomber, pútt, ringó, skák, skotfimi, starfshlaup, Dala- hlaup, sund, pönnukökubakstur og stígvélakast. „Markmið móts- ins er að skapa fólki 50 ára og eldri vettvang til að koma saman og keppa í hinum ýmsu íþróttagrein- um og kynna um leið þá mögu- leika sem eru í boði til þess,“ segir í tilkynningu. Nánari upplýsing- ar má finna á heimasíðu mótsins á síðunni www.umfi.is. Skráningin fer fram á skraning.umfi.is. mm Lomber og stígvélakast meðal keppnisgreina á Landsmóti 50+ Norðurálsmótið í knattspyrnu fyrir 7. flokk karla verður haldið á Akra- nesi um næstu helgi, dagana 19. - 21. júní. Mótið er stærsti árlegi íþrótta- viðburður sem haldinn er á Vestur- landi. Að þessu sinni eru skráð til leiks 176 lið frá 30 félögum og kepp- endur eru alls um 1.450 talsins og að sögn Jóns Þórs Haukssonar, yfirþjálf- ara yngri flokka knattspyrnufélags ÍA, eru það talsvert fleiri en í fyrra og í raun metfjöldi þátttakenda. Kepp- endum fylgja svo þjálfarar, fararstjór- ar og fleiri á vegum íþróttafélaganna og svo auðvitað foreldrar og aðr- ir gestir. Því má reikna með að um 4.000 manns sæki Akranes heim á einhverjum tímapunkti um helgina. Mótið hefst formlega á föstudag- inn klukkan 11:00 með skrúðgöngu og setningarathöfn í Akraneshöll. Að sögn Jóns Þórs hefur undirbúningur mótsins gengið afar vel. „Við búum svo vel að hafa hóp af fólki sem hef- ur mikla reynslu af mótinu. Einnig er vel haldið utan um allar upplýsing- ar á milli ára sem auðveldar vinnuna mikið. Það er gríðarlega mikill fjöldi fólks sem kemur að undirbúningn- um með einum eða öðrum hætti sem vinnur ómetanlegt starf fyrir knatt- spyrnufélagið. Án þeirrar fórnfýsi væri ómögulegt að framkvæma þetta stórmót,“ segir hann. „Okkar markmið er að keppendur fái góða upplifun af keppni í knatt- spyrnu. Margir eru að stíga sín fyrstu skref í keppni. Öll okkar vinna miðast við að sú reynsla verði góð og allir fari glaðir heim eftir gott og vel heppn- að mót, jafnt börn sem fullorðnir,“ segir Jón Þór og bætir því við hve skemmtilegt sé að fylgjast með strák- unum hefja sinn knattspyrnuferil af þeirri gleði og ástríðu sem þeir hafi fyrir leiknum. Að lokum vill hann koma á framfæri þökkum til allra sem að mótinu koma. „Um 600 sjálfboða- liðar vinna hörðum höndum að því að mótið geti farið fram og án þeirra væri þetta ómögulegt. Einnig erum við afar þakklát bæjarbúum fyrir gott viðmót á meðan á móti stend- ur sem og Akraneskaupstað og fyrir- tækjum sem bæði stór og smá styrkja og styðja mótið með stórkostlegum hætti,“ segir Jón Þór að lokum. Ýmsar praktískar upplýsingar um mótið má lesa á bls. 23-26. kgk Norðurálsmótið á Akranesi um helgina Á laugardaginn fór fram keppni í skotfimi á svæði Skotfélags Akraness. Keppt var í svokallaði skeet-skotfimi. Hún gengur út á að keppendur nota haglabyssur og skjóta leirdúfur sem kastað er frá tveimur kastturnum á svæðinu. Keppendur voru alls 14 tals- ins, bæði konur og karlar, alls staðar af landinu. Keppnin var hluti af lands- mótaröð Skotsambands Íslands. Þeir voru frá hinum ýmsu aðildarfélög- um. Stefán Gísli Örlygsson keppti fyrir hönd Skotfélags Akraness. Hann var jafnframt eini Vestlendingurinn á mótinu. „Mótið gekk afar vel fyrir sig. Aðstaðan er að verða til fyrirmyndar hjá okkur. Við lentum í foktjóni í vet- ur þar sem hluti af húsakostinum fauk. Það hefur verið endurnýjað. Svæðið er orðið mjög snyrtilegt og fínt. Það er töluvert notað og er alltaf að fjölga þeim sem leggja stund á þessa íþrótt. Svæðið er bæði notað til æfinga og keppni auk þess sem við prófum verð- andi hreindýraskyttur fyrir Umhverf- isstofnun,“ segir Stefán Gísli. Lokaútslitin á mótinu á laugar- dag urðu eftirfarandi: 1. sæti: Sigurður Unnar Hauksson frá Skotfélagi Reykjavíkur með 124 stig. 2. sæti: Örn Valdimarsson frá Skot- félagi Reykjavíkur með 123 stig. 3. sæti: Guðlaugur Bragi Magnússon frá Skotfélagi Akureyrar og Stefán Gísli Örlygsson frá Skotfélagi Akra- ness, báðir með 121 stig. mþh Ólympísk skeet-keppni í skotfimi á Akranesi Kjartan Örn Kjartansson frá Skotfélagi Reykjavíkur og Stefán Gísli Örlygsson frá Skotfélagi Akraness á góðri stundu milli skotpalla. Stefán Gísli mundar haglabyssu sína af Beretta-gerð á mótinu sem var háð í veðurblíðu á Skaganum. Dagskrá þjóðgarðsins Snæfellsjök- uls er komin út og er hún aðgengi- leg á heimasíðunni snaefellsjokull. is og á facebook-síðu þjóðgarðsins. Boðið er upp á göngu- og nátt- úruskoðunarferðir undir leiðsögn landvarða og sérfróðra manna. Göngurnar eru gestum að kostn- aðarlausu nema ganga á Jökul- inn um sumarsólstöður. Um helg- ar verða fastar göngur frá 20. júní til 20. ágúst en auk þeirra verður m.a. farið í selaskoðun, gengið á Bárðarkistu, sögum miðlað, farið í Tröllakirkju, fræðst um fornminj- ar á Gufuskálum og hægt að kynn- ast störfum landvarða. Þær ferðir verða sérstaklega auglýstar þegar nær dregur. Pólskur túlkur verður með í för í ferð í ágúst en marg- ir Pólverjar búa í nágrenni þjóð- garðsins og eru þeir sérstaklega hvattir til að mæta. Allir eru vel- komnir í ferðir þjóðgarðsins. Guðríðar Þorbjarnardóttur minnst 19. júní Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Soroptimistaklúbbur Snæfellsness standa fyrir gönguferð um æsku- slóðir Guðríðar Þorbjarnardótt- ur föstudaginn 19. júní. Ferðin er í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt en Guðríður er verð- ugur fulltrúi þeirra. Hún ólst upp á Laugarbrekku við Hellna, sigldi ung til Grænlands og þaðan til Vínlands. Seinna á ævinni gekk hún suður til Rómar en síðustu árin bjó hún í Skagafirði. Gengið verður um Laugarbrekku og rætt um uppvöxt hennar og ævi. Ferð- in byrjar kl. 20 og stendur í um tvo tíma. Leiðsögumenn verða Sæ- mundur Kristjánsson og Ragn- hildur Sigurðardóttir. Tvær göngur verða á vegnum Þjóðgarðsins í tilefni af sumarsól- stöðum. Farið verður í um tveggja tíma ferð á fjallið Hreggnasa kl. 22:30 laugardaginn 20. júní. Þá verður gengið á Jökulinn sama dag og er brottför kl. 18 frá Arnar- stapa. Sú ferð er í samstarfi við Go West sem sjá um skipulag og bók- anir í síma 695 9995. Ferðin tek- ur um 6-8 tíma og er verð í þá ferð 12.000 kr. -fréttatilkynning Fjölbreyttar göngur í þjóðgarðinum í sumar

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.