Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 58

Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 58
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201758 „Ég fæddist á loftinu í Grafarholti, sem enn stendur við Merkigerði á Akranesi, beint á móti sjúkrahús- inu. Þetta var þrettánda júlí 1937 svo ég varð áttræður í sumar,“ segir Sig- urður Hafsteinn Hallgrímsson, fyrr- um bifreiðastjóri, þegar sest er nið- ur með honum í vistlegri hjónaíbúð á dvalarheimilinu Höfða þar sem þau hjónin, hann og Guðrún Jak- obsdóttir frá Hömrum í Reykholts- dal, hafa búið síðasta árið. „For- eldrar mínir, þau Hallgrímur Guð- mundsson og Salvör Sólveig Sigurð- ardóttir, bjuggu á Valdastöðum við Vesturgötuna þegar ég fæddist, en afi, Siggi skó, bjó í Grafarholti og var með skóvinnustofu í kjallaran- um. Ég veit ekki alveg hvers vegna mamma ákvað að eiga mig þar en kannski hefur henni bara þótt betra að vera hjá fjölskyldunni á meðan. Á Valdastöðum bjuggum við svo þang- að til ég varð 12 ára en þá fluttum við í nýbyggðan verkamannabústað við Vallarstræti 9, sem síðan fékk nafn- ið Bjarkargrund 9 og nú er það Há- holt 25. Hún hefur haft mörg nöfn þessi gata.“ Fyrsta vinnan var að breiða saltfisk á Breiðinni Sigurður, eða Diddi, eins og hann er alltaf kallaður, gekk í gamla barna- skólann við Vesturgötu þar til skól- inn brann árið 1946 en þá færðist kennslan yfir í Iðnskólahúsið sem síðar varð og stendur á bak við þann stað sem barnaskólinn stóð. Diddi segist snemma hafa farið að vinna og hann segist halda að hann hafi verið sjö eða átta ára þegar hann fyrst vann launaða vinnu við að breiða saltfisk á Breiðinni. „Já, ég náði því að breiða saltfisk til sólþurrkunnar. Síðan tók eitt við af öðru í fiskvinnslu eftir skólann. Ég kláraði bara unglinga- prófið í skólanum eins og nokkuð al- gengt var hjá jafnöldrum mínum á Akranesi þá og skólagöngunni lauk þegar ég var fimmtán ára. Ég fór þá að vinna í frystihúsinu Heimaskaga og vann þar fyrstu árin.“ Byrjaði og hætti á sjó með Einsa í Sól Diddi segist ekki mikið hafa farið á sjó en þó aðeins komið nálægt sjó- mennsku. „Ég byrjaði sjómennsk- una á Bjarna Jóhannessyni AK með Einsa í Sól, Einari Árnasyni skip- stjóra og var þar stuttan tíma. Síð- an liðu mörg ár og ég fór bara í af- leysingatúr á Rauðsey en svo rúmum 20 árum seinna lauk sjómennsku- ferlinum með sama skipstjóranum og hann hófst, Einari Árnasyni, en á miklu stærra skipi því þá var hann skipstjóri á Árna Sigurði AK-370.“ Oft á tíðum basl í áætlunarferðunum Atvinnubílstjóraferill Didda hófst svo á rútum hjá Magnúsi Gunn- laugssyni á Akranesi og einhvern tímann á þeim árum fékk hann við- urnefni eins og títt var á Skaga. All- ir þekktu hann undir nafninu Diddi Slimm. Hann segir þetta viðurnefni upphaflega komið frá honum sjálf- um í einhverjum fíflaskap enda vel við hæfi á hann, slánalegan piltinn. „Ég var ábyggilega í ein tíu ár hjá Manga Gull á rútunum. Þetta voru fyrst og fremst áætlunarferðir á leið- inni Akranes-Reykholt-Reykjavík. Það var oft basl á veturna í áætlun- arkeyrslunni. Vegirnir voru lítið sem ekkert ruddir og maður varð bara að moka sjálfur og setja á keðjur til að komast leiðar sinnar. Það voru engin almennileg vetrardekk þá og bílarn- ir oft á lélegum og slitnum dekkjum. Ég lenti aldrei í neinum óhöppum og þetta gekk áfallalaust. Það mynd- uðust alltaf skaflar á ákveðnum stöð- um og Litla-Kroppsbrekkan var oft erfið. Einu sinni fór ég klukkan sex síðdegis úr Reykjavík í áætlunarferð fyrir Hvalfjörðinn upp á Akranes og strax á Esjumelunum keyrði ég nán- ast á vegg. Þar var kominn blindhríð og talsverð ófær eftir það. Ég komst upp að Hálsi í Kjós og þar beið ég til morguns ásamt farþegunum sem voru nú bara þrjár konur þær Agga í Nesi, Dóra í Mýrarhúsum og Svana Símonar. Þarna á Hálsi í Kjós sátum við og drukkum kaffi alla nóttina og héldum af stað um morguninn þegar búið var að opna veginn. Mesta haft- ið hafði verið við kísilnámuna hjá Þyrli en þar var búið að moka þeg- ar við komum þangað. Við komum svo til Akraness klukkan tólf á hádegi daginn eftir. Ég keyrði hjá Manga al- veg þangað til hann hætti sinni rútu- útgerð og seldi ÞÞÞ allan flotann. Þá fór ég að keyra þar.“ Diddi segir að alltaf hafi eitthvað verið um hópferðir ásamt áætlunar- ferðunum. Ég fór ferðir á Gullfoss og Geysi, man ég, með ferðamenn og svo voru það auðvitað sveitaböllin. Það voru sætaferðir á sveitaböll nán- ast um hverja helgi í samkeppni við ÞÞÞ. Þá keyrðum við um bæinn og smöluðum farþegum í bílana. Þetta var hörkusamkeppni. Við börðumst um alla farþega og Ævar Þórðarson á Hvítanesi var nú oft á ÞÞÞ bílnum á móti mér á Manga Gull bílnum. Þrátt fyrir þessa hörðu samkeppni vorum við Ævar alltaf bestu vin- ir. Þetta voru oft skemmtilegir túrar en ég man aldrei eftir slagsmálum í þessum sveitaballaferðum. Það voru auðvitað margir blindfullir en þetta fór alltaf friðsamlega fram og merki- lega vel gengið um bílana og engar skemmdir unnar á þeim.“ Sextán leigubílaleyfi á Akranesi 1964 Þau Sigurður og Guðrún kona hans eða Gurrý, eins og hún er kölluð, byrjuðu sinn búskap á Háholti 22, í sömu götu og Diddi hafði alist upp í. Þá voru þau komin með tvö börn en Guðrún hafði búið hjá foreldrum sínum á Hömrum í Reykholtsdal. „Svo keyptum við Hólavellina við Merkigerði, vorum þar í nokkur ár en bjuggum svo á nokkrum stöðum, m.a Grímsstöðum við Vesturgötu.“ Hann byrjaði svo að keyra leigubíl árið 1964. Þá var nóg að gera í leigu- akstri enda bílaeign fólks ekki enn almenn. Ég var með leigubílaleyfi númer sextán á Akranesi þá. Það voru hins vegar margir með leigu- bílaleyfi sem keyrðu bara stöku sinn- um en voru ekki á leigubílastöðinni á Akranesi eins og Gaui í Bæjarstæði, Steini á Hvítanesi og Helgi Björg- vins. Annars voru þetta ábyggilega átta til tíu bílstjórar sem að staðaldri gerðu út leigubíla þá frá Bifreiðastöð Akraness, BSA, eins og hún hét.“ Diddi segir að leiguaksturinn á Akranesi hafi mest verið snatt milli staða innanbæjar og um helgar hafi það verið ferðir tengdar böllum á hótelinu. „Annars þættu mörg verk- efni leigubílstjóra þá ótrúleg núna. Ég fór t.d. margar skemmtiferðir til Ak- ureyrar, aðallega með sjómenn í ver- tíðarlok. Þá tóku þeir nokkrir sam- an leigubíl, gistu á hóteli á Akureyri og borguðu gistingu fyrir bílstjórann líka. Svo var farið á ball í Sjallanum.“ Diddi hlær þegar hann rifjar þetta upp. „Svo var auðvitað engin vínbúð á Akranesi og þegar landlegur voru eða menn komu í land eftir stranga útivist þá vantaði oft brennivín. Þær voru því ótaldar ferðirnar sem mað- ur fór eftir brennivíni til Reykjavík- ur. Þetta þótti bara sjálfsagður hluti af starfi leigubílstjórans. Svo voru oft farnar ferðir á sveitaböll en þá tóku nokkrir leigubíl saman og skelltu sér á ball. Á veturna voru það auðvitað ferðirnar í kvennaskólann á Varma- landi á sunnudögum sem eru eftir- minnilegar. Þá áttu stelpurnar frí þar og máttu fá gesti. Þangað streymdu strákarnir á leigubílum.“ Með leigu- akstrinum fór Diddi svo seinna að keyra vörubíl hjá HB&Co. „Ég var aðallega í að keyra slógi og beinum í fiskimjölsverksmiðjuna, svo smáveg- is við löndun og síðan voru ferðir til Reykjavíkur til að ná í vörur fyrir út- gerðina og vinnsluna. Þarna var ég í nokkur ár en keyrði svo leigubílinn með þessari vinnu stundum á kvöld- in og um helgar. Tuttugu ár og einu betur í Reykjavík Síðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem Diddi fór að keyra leigubíl. „Það var ekkert orðið að gera í leiguakstr- inum á Skaganum og við fórum tveir héðan, ég og Raggi Þórðar og gátum notað leyfin okkar af Skaganum til að keyra hjá Bæjarleiðum í Reykja- vík. Ég þekkti höfuðborgarsvæðið nokkuð vel eftir rútuaksturinn þann- ig að ég var fljótur að komast inn í að keyra um borgina og nágrenni. Við fórum þarna suður til að vera í eitt ár en árin í Reykjavík urðu tuttugu. Við Raggi byrjuðum að keyra að vetri til Aksturinn hefur gengið áfallalaust alla tíð - segir Sigurður Hallgrímsson fyrrum bílstjóri á Akranesi Diddi við eina af rútum Magnúsar Gunnlaugssonar í janúar 1963. Stýrið er hægra megin og dyrnar vinstra megin enda enn fimm ár þangað til að hægri umferð yrði tekin upp. Á leið yfir vað á einni af elstu rútunum í rútuflota Manga Gull. Sigurður og Guðrún með börnum sínum ungum. Fjölskylduferð í berjamó.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.