Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 114

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 114
Bókmenntir veruleikann með því að færa hjúskapartálmana úr sjöunda lið niður í sjötta, en tók örugglega ekki að sér að viðhalda neinum samræmdum gagnagrunni til þessara nota. Þarna held ég sem sagt að skáldskapur Péturs passi ekki við veruleikann, en mér finnst hann athyglisverður vegna þess að sama hugsun er svo áberandi hjá okkur sagnfræðingunum, eða var a.m.k. til skamms tíma. Við flettum því upp í Grágás hvað fjarskyldir þeir ættingjar voru sem maður gat hugsanlega fengið arf eftir eða lent í að taka ábyrgð á með einhverjum hætti. Svo gengum við út frá því að ættfræði hafi íslendingar kunnað nógu vel til að hafa öll þau tengsl á hreinu sem mögulega gátu haft réttaráhrif. En væntanlega hafa þessi íslensku lagaákvæði átt það sammerkt með reglum miðaldakirkjunnar um hjúskapartálma að við þau hafi menn búið án þess að gera sér neina rellu út af óraunhæfum kröfum til ættfræðiþekkingar. Miðaldirnar áttu aldrei miklu réttaröryggi að venjast. Pétur Gunnarsson er vel lesinn, tengir fróðleik úr mörgum áttum, og um sann- sögulegar persónur virðist hann gæta þess mjög vandlega hvað ráðið verði af heimildum áður en skáldskapurinn tekur við. Þannig fer hann a.m.k. með þau Klæng Skálholtsbiskup og Yngvildi barnsmóður hans (LR). Pétur þekkir og notar frumheimildir ekki síður en fræðirit, bæði til að kítta í hina skálduðu atburðarás og til að leggja út af þegar hann bregður sér í hug- anahaminn, og vitnar oft í lengri eða skemmri klausur. Þar með gefur hann gagnrýnanda færi á sér, því að alltaf er hætta á mislestri. Slík dæmi má finna, allt frá þeim fullkomnu smáatriðum sem maður venur sig á að taka eftir samt (þegar píslartól Krists eru talin upp sem „spjót og naglar, þorngerð ...“ o.s.frv. (LR:36), þá er heimildin að reyna að kalla þyrnikórónuna „þorngjörð“, þó að skrifarinn noti óheppilega styttingu) og upp í það hálf-vandræðalega (þegar 12. aldar heimild segir að til Písa á Ítalíu „halda kaupmenn drómundum af Grikklandi og Sikiley ...“ og Pétur gerir úr drómundunum - eins og norrænir menn kölluðu stórskip Miðjarðarhafsins - heila lest af hlaupandi „ofurdýrum ... ýmist með mann eða farm og hnúða upp úr miðju baki.“ (LR:110)). Svo getur vel valinn mislestur verið réttmætur hluti af skáldskapnum. Þegar einn guðhræddur Danakóngur hafði gefið til þess ærið fé suður á Ítalíu að þar skyldi hver ferðamaður fá ókeypis vín ómælt „að því tilskyldu að hann mælti á danska tungu (sem óneitanlega styttir gestalistann, eða hvetur til dönsku- náms)“ (LR:108) - þá veit nú Pétur að heimildin telur alla norræna menn vera „af danskri tungu“, hann leyfir því bara ekki að spilla góðri athugasemd um dönskunámið. Það eru líka eðlileg vinnubrögð skálds að láta hugarflugið spara sér nokkuð af þeim uppflettingum sem fræðimenn temja sér. Við megum t.d. aldrei villast á úreltu fræðiheiti svartadauðasýkilsins (Pasteurella pestis) og því sem nú þykir góð latína (Yersinia pestis), en Pétur getur með rétti skáldsins sett upp lækna- vísindasvip og tegundargreint skaðvaldinn sem „bacillus pestis“ (VT:67); ég er ekkert viss um að honum þætti rétta nafnið fara eins vel. Eins er um það þegar 112 TMM 2005 • 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.