Heimsmynd - 01.03.1986, Page 22

Heimsmynd - 01.03.1986, Page 22
... ÉGHÉLT ÁFRAMEINN— KLÖNGRAÐIST YFIRLÍKAMA FÓLKS... í hugum margra nú, markar sprengjan sem varpað var á Hiroshimaborg ó.ágúst 1945 upphafið að endalokunum. Síðan sprengjan sprakk er allt breytt, stríð og friður, stjórnmál og vísindi, menning og listir. f bjarma sprengjunnar hófst nýtt tímabil í sögu mannkynsins. En skuggi hennar vofir enn yfir og verður æ lengri og dekkri. PAÐ REYNDIST ERFITTAÐ ÞEKKJA ÞÁ LIFANDIFRÁ ÞEIM DAUÐU. . . Yoshitaka Kawamoto var staddur í Hiroshimaborg og Iifði af sprenginguna. Hann telst því til hibakusha, það er sá sem varð fyrir kjarnorkusprengingunni. Kawamoto var í skólanum, drengur að aldri. Prátt fyrir að skólinn hafi hrunið komst hann lífs af. Hann varð vitni að dauða vina sinna og skólafélaga í rústun- um, vitni að þjáningum fólksins og eyði- Hörmungar íbúanna í Hiroshima. Enn eru að koma fram áhrif geislunarinnar, aukin tíðni krabbameins, litningaskaðar og fleira. leggingu borgarinnar. Kawamoto hefur síðar lýst þessum þessum skelfilega degi: „Við reyndum að komast í burtu frá eld- inum og í áttina að ánni. A leiðinni missti ég sjónar á kennaranum mínum sem hafði verið mér samferða. Ég hélt áfram einn, klöngraðist yfir líkama fólks. Skað- brennt, deyjandi fólk reyndi að grípa í mig. Ég hélt áfram. Ég sá lítið barn við brjóst látinnar móður sinnar. Ég sá ann- að barn, þriggja eða fjögurra ára, lemja móður sína með hnefunum til að reyna í örvæntingu að vekja hana upp, allt kom fyrir ekki.“ Kawamoto er nú forstöðumaður Peace Memorial Museum. Hann er kvæntur en barnlaus. Misao Nagoya var fimmtán ára þegar sprengjan sprakk yfir Hiroshimaborg. Hún man þegar hún og aldraður afi hennar ráfuðu um borgina í leit að týnd- um ástvinum. Það reyndist erfitt að þekkja þá lifandi frá þeim dauðu. Konur og börn ráfuðu um, það eina sem heyrð- ist var dauft fótatakið og einstaka stuna. Þögnin virtist æpandi. Misao reyndi að tala en kom ekki upp orði, reyndi að gráta en það voru engin tár. Síðan kom úrfelli. Misao Nagoya er nú gift kona í Japan. Hún hefur eignast tvo syni, annar lést sjö ára gamall úr hvítblæði. Hibakusha eiga erfitt uppdráttar í Jap- an. Óttinn við alvarlega sjúkdóma af völdum geislunarinnar, krabbamein og litningaskaða, markar líf þeirra. Sumir þora ekki að giftast, margir vilja ekki eignast börn. Hörmungarnar sem þeir upplifðu hafa reynst mörgum ævilangur dómur. AÐFÖNG YRÐUENGIN - SPÍTAL- AR ÍRÚST - LYF - VISTIR OG BLÓÐ AFSKORNUM SKAMMTI. . . Þann 16. júlí 1945 var fyrsta kjarn- orkusprengjan sprengd í tilraunaskyni. Árangur mikilla rannsókna bestu vís- indamanna heims varð ljós. Það er kald- hæðni örlaganna að staðurinn sem þessi fyrsta sprengja sprakk á var eyðimörkin Jornada del Muerto eða Leiðangur dauðans. Þegar sprengjan sprakk yfir Hiro- shimaborg ó.ágúst bjuggu í borginni 245 þúsund manns. Talið er að 75 þúsund íbúanna hafi látist samstundis en 100 þús- und slasast og brennst. Af 76 þúsund húsum og byggingum í Hiroshimaborg urðu 90 prósent sprengjunni að bráð. Af hundrað og fimmtíu læknum sem starf- andi voru í borginni á þeim tíma voru aðeins þrjátíu ósárir og starfshæfir. Hver læknir hefði því orðið að sinna þrjú þús- und sjúklingum, slösuðum og brenndum. ' En sprengjan sem sprakk yfir Hiroshima- borg var aðeins „Iítil“ sprengja. í dag er meðalstór sprengja eitt megatonn. Það jafngildir áttatíu Hiroshimasprengjum. Vopnabúr heimsins geyma nú sprengi- magn sem jafngildir einni milljón Hiro- shimasprengja. Bandarísk yfirvöld létu fyrir nokkrum árum athuga hvað gerðist ef tveimur meðalstórum kjarnorkusprengjum yrði varpað á Bostonborg. Á þeim tíma bjuggu þrjár milljónir íbúa í Bostonborg og nágrenni. Niðurstaðan var að um þriðjungur íbúanna, það er ein milljón manna, létust samstundis og jafnmargir væru alvarlega slasaðir og brenndir. Af sex þúsund og fimm hundruð læknum sem voru starfandi í Bostonborg á þeim tíma var álitið að einungis 650 urðu ósár- ir. Hver læknir yrði því að sinna eitt þúsund og sjö hundruð sjúklingum, slösuðum og brenndum. Ef þessir læknar ynnu tuttugu tíma hvern dag og sinntu hverjum sjúklingi aðeins í tíu mínútur tæki verkið samt hálfan mánuð. En ekki einu sinni þetta er hægt. Að- föng yrðu engin, spítalar í rúst, lyf, vistir og blóð af skornum skammti. Björgun hinna særðu úr rústunum og flutningur þeirra um borgina yrði erfiður og mikil hætta stafaði af geislun á svæðinu. Svo mætti lengi telja. HITINN VERÐUR GRÍÐARLEGUR - ELDSTORMAR GEISA - ELDAR KVIKNA ÍÖLLU - BORGIRNAR VERÐA RÚSTIR Á þeim fjörutíu árum sem liðin eru frá því að kjarnorkusprengjan fyrst sprakk hefur margt komið fram um skaðsemi hennar. í upphafi var talið að höggbylgj- an og hitabylgjan væru skaðvaldarnir. Síðar komu áhrif geislunarinnar í ljós, nú síðast hrikaleg áhrif á veðurfar og hugs- anleg eyðilegging ozonlags gufuhvolfs- W ins. Hinn mikli þrýstingur sem verður er kjarnorkan leysist úr læðingi veldur beinbrotum, limlestingum og óbætan- t legum lungnaskaða. Hús og byggingar hrynja til grunna, fólk grefst lífs eða lið- 22 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.