Heimsmynd - 01.03.1986, Page 56

Heimsmynd - 01.03.1986, Page 56
miðlar á íslandi væru „slappir og undir hælnum á pólitíska valdinu“, eins og hann orðar það. „Það er nijög óþægilegt að skrifa svona greinar eins og um Haf- skip án þess að aðrir blaðamenn taki við sér. Heimildir mínar voru pottþéttar, ég fór aldrei með rangt mál en hins vegar var ég alltaf einn og nokkuð einmana í þessum skrifum mínum. Ég fékk hótanir, upphringingar, var beittur þrýstingi og meira að segja starfsfélagar í stéttinni fóru að hossa andmælum þeirra, sem um var fjallað. Því segi ég að það hafi þurft sterk bein til að sitja undir útbreiddu ámæli um að ég færi með lygar, kjaftæði og róg. Forráðamenn Hafskips reyndu að koma því inn hjá starfsfólkinu að allt sem persónan Halldór Halldórsson skrif- aði væri kommúnistaáróður. Þetta hef ég eftir áreiðanlegum heimildum. Það var mjög óþægilegt að lenda í þeirri aðstöðu að hitta einhvern starfsmann Hafskips og fá á sig stóryrtar skammir fyrir þá sök að hafa sagt þessu fólki að nákvæmlega þessir aðilar væru búnir að kafsigla fé- lagið og um leið svipta þetta fólk vinnu.“ Um forsögu umfjöllunar sinnar um Hafskip, segir Halldór: „Hjá mér skrái ég yfirleitt mál sem ég hef á tilfinning- unni að geti orðið að stórmálum og Haf- skip hafði verið lengi á þeim lista. Síðla vetrar í fyrra fékk ég síðan upphringingu frá aðila, sem átti eftir að reynast mikil- væg heimild í þessu máli. Hann kallar sig Jón Jónsson og er toppmaður í kerfinu. Hvort hann er ráðherra eða bankastjóri, vil ég ekki tilgreina. Ég hef mínar grun- semdir um hver hann er. Nöfn heimildar- manna gef ég hins vegar aldrei upp, ekki í nokkru tilfelli. Ég fer í engar grafgötur með það hins vegar að Jón Jónsson er mjög háttsettur maður. Hann gæti ekki búið yfir þeim upplýsingum sem hann hefur veitt mér ella. í þessu fyrsta símtali benti hann mér á að eitthvað meiriháttar skrýtið væri á ferðinni í sambandi við Hafskip og Útvegsbankann. En það sem hefur gert þetta mál svo erfitt og alvar- legt frá upphafi er einmitt þáttur bankans í málinu, sem hefur lánað fyrirtækinu um 720 milljónir, langt umfram eigin fé. Enda benti Jón Jónsson á það í umræddu símtali að Hafskip væri á hausnum, skuldir fyrirtækisins væru ekki á bilinu 50 til 100 milljónir heldur skiptu þær hundr- uðum milljóna. Með þetta byrjaði ég.“ Hann segir málið hafa verið erfitt til rannsóknar, sérstaklega þar sem um hafi verið að ræða einkafyrirtæki. „Af eðli- legum ástæðum er mjög erfitt að fá upp- lýsingar um stöðu fyrirtækja. Menn fara ekki að lýsa yfir gjaldþroti fyrirtækis við blaðamann. Ein helsta hindrunin í þessu máli var sú að það hefur ekki verið hefð hér að fjalla um fjármál og fjárhagsstöðu einkafyrirtækja eins og svo mjög tíðkast erlendis. Algengar athugasemdir sem ég fékk í upphafi voru hvað það kæmi blaðamanni við hver væri fjárhagsstaða Hafskips. Rök mín voru einfaldlega þau að málið snerti ríkisbanka, þótt ljóst væri að einnig væri um misfellur að ræða í rekstri fyrirtækisins, óeðlilegar tilfærslur á peningum til einstaklinga innan fyrir- tækisins og utan, tilfærslur á peningum á milli reikninga í banka, gjaldeyrisyfir- færslur og óþekktir reikningar í banka, sem tengjast Hafskip. Upplýsingar um þetta eru komnar frá Jóni Jónssyni meðal annars og ljóst er að þetta eru allt brot á lögum, sem ég tel að ætti að rannsaka til hlítar. “ Hann talar um metnað í sambandi við blaðamennsku sína. „Ég hef talið það skyldu mína sem blaðamanns í sambandi við þetta mál að birta staðreyndir þær er tengjast lánapólitík Útvegsbankans. Sú saga er einn stór brandari, það er að Útvegsbankinn láni skuldunaut 145 pró- sent af eigin fé. Það er makalaust að bankastjórn Útvegsbankans skuli hafa tekið áætlanir Hafskips um hugsanlegar tekjur og útreiknaðan kostnað sem góðar og gildar án þess að kanna sjálfstætt við- hlítandi gögn og upplýsingar. Þetta sýnir algert getuleysi bankans en pólitísk tengsl hafa vafalítið ráðið mjög miklu um þennan velvilja bankans í garð Hafskips. En í þessu sambandi má spyrja til hvers í ósköpunum þessi bankaráð séu. Þetta er skólabókardæmi um vonlaust pólitískt varðhundakerfi. Að mínu mati hefði átt að reka bankaráðið og þá bankastjóra sem fjölluðu um málið. Ef þessir vel klæddu stjórnendur Hafskips og ekki síður stjórn félagsins sleppa með snuprur einar, þá þurfum við svona tíu til tuttugu Hafskipsmál næstu árin til að almenning- ur og ráðamenn ranki við sér,“ segir hann og glottir. Nú hafa margir ásakað hann um hasar- blaðamennsku og Ragnar Kjartansson stjórnarformaður Hafskips reit grein í Morgunblaðið í desember síðastliðnum, þar sem hann ræðir um gróusögur Helg- arpóstsins. Halldór hlær. „Sögur um sukk stjórnenda fyrirtækis- ins eru hárréttar,“ segir hann og ítrekar áreiðanlegar heimildir sínar. „Ég er ekki í aðstöðu til að dæma þessa menn sem glæpamenn en glæframenn eru þeir og þeir fóru offari, voru á egótrippi og dreymdi um að vera stórir karlar með mikil umsvif. í hlutafélagalögum eru mjög skýr og klár ákvæði um ábyrgð stjórnenda hlutafélags og ná ákvæðin bæði til starfandi stjórnenda og stjórnar- manna sjálfra. Og það er í sjálfu sér heldur ómerkilegt atriði í umræðunni um þetta stóra mál að vera að tíunda lúxuslíf- erni stjórnendanna, til dæmis að stjórn- arformaður og forstjóri þrotabús Haf- skips skuli hafa ferðast með Concord- þotu frá London til New York. En það virðist nauðsynlegt að vekja athygli á smámunalegum hégóma til að fólk hlusti. Þó ber á það að líta að þarna voru á ferð fulltrúar fyrirtækis sem berst í bökkunum og fargjald með Concord er mun dýrara en með venjulegu flugi. Með Concord ferðast yfirleitt sterkefnaðir menn, sem liggur mikið á. Ragnar Kjartansson seg- ir, að hann og Björgólfur Guðmundsson hafi þurft að taka Concord-vél vegna fundar um Rainbow-málið í New York. Þessi skýring er fásinna. Hvorki Ragnar né Björgólfur hafa á nokkru stigi Rain- bow-málsins komið nálægt lausn þess eða samningaumleitunum. Það getur vel ver- ið að þeir hafi ætlað að hitta einhvern til að ræða Rainbow-málið við, en þeim lá ekki á. Staðreynd málsins er nefnilega sú, að Ragnar og Björgólfur létu það verða sitt fyrsta verk eftir að hafa bókað sig inn á svítu á Park Lane hótelinu í New York, að fá til sín skraddara upp í svítuna með föt og efnisbúta. Síðan var mátað og skeggrætt um tvö þúsund doll- ara fatnað í langa stund og var þetta dagsverk þeirra félaga, sem fóru með rösklega hraða hljóðsins frá London til New York. Ragnar Kjartansson segir þá bara hafa haft 160 þúsund krónur í mán- aðarlaun. Hafi þeir keypt sér eitt stykki jakkaföt af skreðaranum hafa hálf árs- laun fokið í föt!“, segir blaðamaðurinn, sem augsýnilega. eyðir ekki miklu fé í fatnað. Enda segist hann vera fremur illa launaður sem ritstjóri HP. Hann segist vera hugsjónamaður. „Ég er ekki orðinn það gamall að vera vaxinn upp úr þeirri von að hægt sé að lagfæra eitt og annað í þessu þjóðfélagi. Kannski er maður að rjátla við vindmyllur." Og hann segir hálf pirraður að það sé alger misskilningur að hann sé sjálfskipaður 56 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.