Heimsmynd - 01.03.1986, Page 87

Heimsmynd - 01.03.1986, Page 87
TALIÐ ER AÐ ' REYKINGAMENNINN- BYRÐIALLT AÐ ÁTTA SINNUM MEIRI KOL- SÝRLING EN LEYFT >. ERÁ VINNUSTÖÐUM, TIL DÆMIS BÍLAVERK- STÆÐUM. dóma, hjartavöðvasjúkdóma, heilablæð- inga og kransæðastíflu. Hins vegar er unnt að bregða upp einni mynd og segja: Þetta er vandamálið! Hinar þunn- veggjuðu slagæðar æskunnar taka upp á því að þykkna og þrengjast þannig að smám saman verður hindrun á blóð- rennsli sem getur lyktað með blóðsega- myndun og stíflu. Þegar þetta gerist í kransæð verður drep í hjartavöðvanum, sem er algengast allra dánarorsaka. Spurningin stóra er því hvað veldur hnignun æðaveggjarins og æðaþrengslun- um. Þessi meinsemd hefur verið kölluð æðakölkun á íslensku en í alþjóðlegum málum atheroschlerosis. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þetta er flókin mein- semd, gerð af þremur höfuðþáttum. í fyrsta lagi inniheldur hún fjöldann allan af frumum, sem að mestu leyti eru sléttar vöðvafrumur, ættaðar úr miðlagi slagæð- anna, en einnig nokkur fjöldi af átfrum- um, gjarnan fitufylltum, ættaðar úr blóð- straumnum og einnig bólgufrumur ýmis- konar. í öðru lagi er meinsemdin rík af bandvef, svokölluðu kollageni, sem er sama eðlis og bandvefur í örvef og sin- um, elastíni eða teygjanlegum bandvef og sérstökum flokki sameinda, sem nefn- ast glykosoamínglíkön og eru merkileg fyrir þá sök að þau hafa tilhneigingu til að binda fituríkar sameindir. Og þar er komið að síðasta meginþætti meinsemd- arinnar, sem er fita, að mestu leyti kól- esteról, sem mjög hefur verið í sviðsljósi allrar umræðu um æðakölkun í áratugi. Þótt vandamálið rúmist þannig á einni mynd, er ljóst af ofanskráðu að mein- semdin er í eðli sínu flókin og sem vanda- mál er hún erfið viðureignar vegna þess að hún myndast á löngum tíma og virðist eiga sér fjölmargar orsakir, sem oft verka saman en eru einnig mismunandi í mis- munandi einstaklingum. Hugsanlega er hér um marga sjúkdóma að ræða. Þannig eru ekki nærri öll kurl komin til grafar en rannsóknir undangenginna ára hafa þó dýpkað skilning okkar til muna og veitt mjög hagnýtar upplýsingar. Segja má að þessi framþróun þekkingar hafi verið tví- þætt. í fyrsta lagi hefur skilningur mjög dýpkað á hinu flókna frumusamfélagi, sem byggir upp slagæð, og samskiptum þess við bæði frumur og sameindir blóðs- ins, þannig að fengist hefur aukinn skiln- ingur á frumulíffræði meinsemdarinnar. An slíks skilnings verða dýpstu gátur vandamálsins aldrei leystar. f öðru lagi hafa umfangsmiklar hóp- rannsóknir eða faraldsfræðilegar rann- sóknir skilgreint hina svokölluðu áhættu- þætti kransæðasjúkdóma, það er þætti í lífi okkar og lifnaðarháttum, sem auka líkur á kransæðasjúkdómum. Þar vega þungt þættir, sem við ráðum engu um, svo sem aldur, kyn og erfðir. Líkur á æðakölkun fara vaxandi með aldrinum, tilhneigingin er miklu ríkari hjá körlum en konum fram yfir miðjan aldur og kransæðasjúkdómar liggja talsvert í ætt- um. Sjúkdómar eins og sykursýki og há- þrýstingur eru einnig áhættuþættir krans- æðasjúkdóma og eru ekki á okkar valdi, en nú á dögum bendir flest til þess að samviskusamleg rækt við meðferð þess- ara sjúkdóma hamli gegn skaðlegum áhrifum þeirra á æðakerfið. Það eru hins vegar þeir áhættuþættir, sem beinlínis tengjast lifnaðarháttum og lífsstíl, sem snerta meginefni þessarar greinar; það er blóðfita, sérstaklega kól- esteról í blóði og tengsl þess við matar- æði, reykingar og loks hreyfing eða hreyfingarleysi. MATARÆÐI - KÓLESTERÓL í BLÓÐI Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að nánast ríkir línulegt samband á milli magns kólesteróls í blóði og áhættu kransæðasjúkdóma. Því hærra sem kól- esterólið er því meiri líkur á kransæða- sjúkdómum. Gildir þetta bæði um ein- staklinga innan þjóða eða menningar- heilda og eins þegar bornar eru saman Þetta er vandamálið! Hinar þunnveggjuðu slagæðar æskunnar taka upp á því að þykkna og þrengjast þannig að smá saman verður hindrun á blóðrennsli sem getur lyktað með blóðsegamyndun og stíflu. HEIMSMYND 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.