Heimsmynd - 01.03.1986, Qupperneq 87
TALIÐ ER AÐ
' REYKINGAMENNINN-
BYRÐIALLT AÐ ÁTTA
SINNUM MEIRI KOL-
SÝRLING EN LEYFT
>. ERÁ VINNUSTÖÐUM,
TIL DÆMIS BÍLAVERK-
STÆÐUM.
dóma, hjartavöðvasjúkdóma, heilablæð-
inga og kransæðastíflu. Hins vegar er
unnt að bregða upp einni mynd og segja:
Þetta er vandamálið! Hinar þunn-
veggjuðu slagæðar æskunnar taka upp á
því að þykkna og þrengjast þannig
að smám saman verður hindrun á blóð-
rennsli sem getur lyktað með blóðsega-
myndun og stíflu. Þegar þetta gerist í
kransæð verður drep í hjartavöðvanum,
sem er algengast allra dánarorsaka.
Spurningin stóra er því hvað veldur
hnignun æðaveggjarins og æðaþrengslun-
um. Þessi meinsemd hefur verið kölluð
æðakölkun á íslensku en í alþjóðlegum
málum atheroschlerosis. Rannsóknir
hafa leitt í ljós að þetta er flókin mein-
semd, gerð af þremur höfuðþáttum. í
fyrsta lagi inniheldur hún fjöldann allan
af frumum, sem að mestu leyti eru sléttar
vöðvafrumur, ættaðar úr miðlagi slagæð-
anna, en einnig nokkur fjöldi af átfrum-
um, gjarnan fitufylltum, ættaðar úr blóð-
straumnum og einnig bólgufrumur ýmis-
konar. í öðru lagi er meinsemdin rík af
bandvef, svokölluðu kollageni, sem er
sama eðlis og bandvefur í örvef og sin-
um, elastíni eða teygjanlegum bandvef
og sérstökum flokki sameinda, sem nefn-
ast glykosoamínglíkön og eru merkileg
fyrir þá sök að þau hafa tilhneigingu til
að binda fituríkar sameindir. Og þar er
komið að síðasta meginþætti meinsemd-
arinnar, sem er fita, að mestu leyti kól-
esteról, sem mjög hefur verið í sviðsljósi
allrar umræðu um æðakölkun í áratugi.
Þótt vandamálið rúmist þannig á einni
mynd, er ljóst af ofanskráðu að mein-
semdin er í eðli sínu flókin og sem vanda-
mál er hún erfið viðureignar vegna þess
að hún myndast á löngum tíma og virðist
eiga sér fjölmargar orsakir, sem oft verka
saman en eru einnig mismunandi í mis-
munandi einstaklingum. Hugsanlega er
hér um marga sjúkdóma að ræða. Þannig
eru ekki nærri öll kurl komin til grafar en
rannsóknir undangenginna ára hafa þó
dýpkað skilning okkar til muna og veitt
mjög hagnýtar upplýsingar. Segja má að
þessi framþróun þekkingar hafi verið tví-
þætt. í fyrsta lagi hefur skilningur mjög
dýpkað á hinu flókna frumusamfélagi,
sem byggir upp slagæð, og samskiptum
þess við bæði frumur og sameindir blóðs-
ins, þannig að fengist hefur aukinn skiln-
ingur á frumulíffræði meinsemdarinnar.
An slíks skilnings verða dýpstu gátur
vandamálsins aldrei leystar.
f öðru lagi hafa umfangsmiklar hóp-
rannsóknir eða faraldsfræðilegar rann-
sóknir skilgreint hina svokölluðu áhættu-
þætti kransæðasjúkdóma, það er þætti í
lífi okkar og lifnaðarháttum, sem auka
líkur á kransæðasjúkdómum. Þar vega
þungt þættir, sem við ráðum engu um,
svo sem aldur, kyn og erfðir. Líkur á
æðakölkun fara vaxandi með aldrinum,
tilhneigingin er miklu ríkari hjá körlum
en konum fram yfir miðjan aldur og
kransæðasjúkdómar liggja talsvert í ætt-
um. Sjúkdómar eins og sykursýki og há-
þrýstingur eru einnig áhættuþættir krans-
æðasjúkdóma og eru ekki á okkar valdi,
en nú á dögum bendir flest til þess að
samviskusamleg rækt við meðferð þess-
ara sjúkdóma hamli gegn skaðlegum
áhrifum þeirra á æðakerfið.
Það eru hins vegar þeir áhættuþættir,
sem beinlínis tengjast lifnaðarháttum og
lífsstíl, sem snerta meginefni þessarar
greinar; það er blóðfita, sérstaklega kól-
esteról í blóði og tengsl þess við matar-
æði, reykingar og loks hreyfing eða
hreyfingarleysi.
MATARÆÐI - KÓLESTERÓL
í BLÓÐI
Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að
nánast ríkir línulegt samband á milli
magns kólesteróls í blóði og áhættu
kransæðasjúkdóma. Því hærra sem kól-
esterólið er því meiri líkur á kransæða-
sjúkdómum. Gildir þetta bæði um ein-
staklinga innan þjóða eða menningar-
heilda og eins þegar bornar eru saman
Þetta er vandamálið! Hinar þunnveggjuðu slagæðar æskunnar taka upp á því að þykkna og
þrengjast þannig að smá saman verður hindrun á blóðrennsli sem getur lyktað með
blóðsegamyndun og stíflu.
HEIMSMYND 87