Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 97
mínum vídeóspólu, gamla upptöku af
Karen þegar hún kom í heimsókn til
Bandaríkjanna einhvern tíma á sjötta
áratugnum, þá gömul kona. Þetta er
sjónvarpsupptaka og hún er að segja sög-
ur frá Afríku. Hún situr þarna í ein-
hverju bókasafni umkringd stífum
menningarvitum sem klappa fyrir sögun-
um hennar og hún virkar rosalega gömul,
hún var að vísu ekki háöldruð þegar hún
dó en hún var svo illa farin af sjúkdóm-
um — og það var svolítið erfitt fyrir mig
að gera mér í hugarlund hvernig hún
hafði litið út yngri. Andlit eldra fólks er
oft eins og ýkt útgáfa af andlitsdráttum
þess þegar það var yngra. Svo talaði ég
við fólk, sem hafði hitt hana í lifanda lífi.
Margir höfðu orð á því hvað hún hafi
haft einkennilegan talanda, svolítið til-
gerðarlegan, svona eins og mér er sagt að
yfirstéttin í Kaupmannahöfn hafi talað í
gamla daga.“ Og allt í einu fer Meryl að
tala gormælt og hlær; „ég reyndi alla
vega að herma eftir henni, þó ég drægi
smám saman úr því en hún var frábær,
ein af þessum gömlu dömum, hún vildi
vera barónessa og hún vildi vera öðruvísi
og hún talaði þannig, dróóó seieiminn..,
og þegar ég fór að gera það varð Sidney
(innsk. Sidney Pollack leikstjórinn)
brjálaður og sagði: „Hættu þessu
Meryl!"
-Heldurðu að þú gætir lært íslensku?
„Þú sást Sophie’s Choisce - fyrir þá
mynd lærði ég að tala pólsku. Mér hefur
einnig reynst auðveit að beita breskum
hreim eða suðurríkjahreim. Mér hefur
reynst auðvelt að læra tungumál."
-Eru kannski fá hlutverk, sem draga úr
þér kjarkinn?
„Jú, það er erfiðara að taka að sér
hlutverk sannsögulegrar persónu, eins og
Karen Blixen, sem svo margir þekktu
eða Karen Silkwood. Kannski er maður
að gera viðkomandi, sem í báðum þess-
um tilvikum er látinn, rangt til. í báðum
hlutverkum fannst mér fyrst að ég gæti
ekki gert þetta - svo kemur sú stund að
ég segi bara fuck itl Þó svo ég sé allan
tímann meðvituð um að þetta er ábyrgð.
Það er mun auðveldara að leika tilbúna
persónu - maður þarf ekki að undirbúa
slíkt með lestri og tilheyrandi. En að ég
hafi verið hrædd við þessi hlutverk, það
held ég ekki...“
-Sum hlutverkin hafa því verið mun
auðveldari en önnur?
„Öll reynast þau einhvern tíma mjög
erfið - síðan kemur sú stund að allt
verður auðvelt.“
Meryl Streep sagði í samtalinu við
HEIMSMYND að hún hefði nýlokið að
Elskendurnir Karen (Meryl Streep) og
Denys (Robert Redford). „Ég hitti hann
fyrst á hótelherbergi í New York um
hánótt. Hann kom allt of seint. En hann
er ofsalega sjarmerandi. Hann hefur einn
kost, sem enginn annar leikari sem ég
þekki hefur . . .“
leika þriðju sannsögulegu persónuna, í
myndinni Heartburn, byggð á bók Noru
Ephron, sem er tískurithöfundur í New
York um þessar mundir og meðal annars
þekkt fyrir að hafa verið gift Carli Bern-
stein, rannsóknarblaðamanninum fræga
úr Watergate málinu. Myndin verður
frumsýnd í sumar. Og mótleikari Streep í
þeirri mynd er ekki af Iakara taginu að
vanda, sjálfur Jack Nicholson.
„Það hlutverk tók ég að mér því mynd-
in er svo ofsalega fyndin, léttgeggjuð en
dásamleg. Og eins og ég sagði þér áðan
þá er ég orðin hundleið á taugaveikluð-
um konum...“
Meryl Streep er næstum óþekkjanleg í
Out of Africa með brúnt Iitað hár í stað
ljósa síða hársins. Og hún segir að fólk,
karlmenn, komi öðruvísi fram við hana
með dökkt hár. Það er eins og fólki sé
síður ögrað af dökkhærðum konum...“
-Nei, er það nú, segium við á HEIMS-
MYND.
HEIMSMYND 97