Heimsmynd - 01.03.1986, Side 129

Heimsmynd - 01.03.1986, Side 129
Þórunn Valdimarsdóttir höfundur bókarinnar. „Ef við sjáum ekki hversdagslífið fyrir okkur verðum við blind á fortíðina.“ P SAGAN dnegin niöun í svaðið Þegar Þórunn Valdimarsdóttir er spurð að því hvort búskaparsaga hefði ekki gerst á flestum stöðum fremur en hér, í tvö hundruð ára kaupstað, segir hún að þar sem Reykjavík liggur í dag í öllu sínu steypta og malbikaða veldi, hafi fyrir öld verið aðallega mómýrar og grjótholt. „En áður en borgarskelin lagðist yfir landið hafði mikið af því verið tekið til ræktunar sem tún og garðar, það er milli- þáttur, sem oft gleymist. Aldamótamenn lifðu og hrærðust í sveitasamfélagi, og það er engin leið að sjá fyrir sér lífið um aldamótin, ekki í Reykjavík fremur en annars staðar, án þess að þekkja til bú- skaparins í bænum. Búpeningur spásser- aði um göturnar við hliðina á þing- mönnum og embættismönnum, og í bæjarlandinu vann fjöldi bæjarbúa við grjótnám, mótekju og jarðabætur," segir Þórunn. Þórunn segir að í Reykjavík hafi verið mikill búskapur og fjölbreyttur og hafi hann snúist mest um framleiðslu mjólk- ur. „Mjólk var ekki hægt að flytja ofan úr sveitum á klyfjahestum. Fyrir hundrað árum áttu embættismenn flestir kú og keyptu hey eða leigðu tún, en þurrabúð- armenn notuðu varla mjólk nema í jóla- grautinn. Þegar fólkinu fjölgaði, réðust ýmsir betri borgarar í að rækta sér tún, og um aldamótin var í Reykjavík stærsta ræktaða svæði á landinu. Kúabændur fóru líka að selja mjólk á skipulegan hátt, og þörfin fyrir hana óx með vexti bæjarins. Þótt farið væri að flytja mjólk úr nærsveitunum, og jafnvel lengra að, þá var það svo allar götur fram til 1935 að Reykvíkingar framleiddu sjálfir meira en helming allrar þeirrar mjólkur sem þeir neyttu.“ Þórunn Iýsir Reykjavík sem litlum og sveitalegum höfuðstað fram á millistríðs- árin. Þar var fjölbreytt húsdýralíf, og af hinu nána sambýli hunda, hrossa, kúa og manna er athyglisverð saga. Astæðu þess að Þórunn fór að skrifa um bændur og búskap segir hún vera röð af tilviljunum. „Þegar ég leitaði mér að BA-verkefni benti Bergsteinn Jónsson dósent mér á að sagnfræðingar hefðu ekki sinnt búnaðarsögu sem skyldi, lík- lega vegna þess að þeir væru flestir aldir upp í sveit. En fjarlægðin gerir söguna bláa. Ég skrifaði síðan BA-verkefni um kláðamaurinn ógurlega, sem lék sauðfé landsmanna grátt upp úr miðri síðustu öld.“ Þórunn segir að þegar að því kom að hún skrifaði cand. mag.-ritgerð hafi Björn Þorsteinsson prófessor hvatt sig til að halda áfram á sömu braut. „Fáir vita að til er virðulegt félag, sem heitir Jarð- ræktarfélag Reykjavíkur og á sér mikla sögu en litla framtíð. Eins og félög, sem þannig er ástatt með ættu að gera, hafði Jarðræktarfélagið samband við Sagn- fræðistofnun Háskóla íslands og falaðist eftir sagnfræðingi. Ég beit á agnið og sökk æ dýpra ofan í búnaðarsöguna. Svo fékk ég meistarabréf í þeirri iðn að lesa söguna af skjölum. Þá sýndi Sögufé- lagið áhuga á því að gefa ritsmíðina út í Safni til sögu Reykjavíkur. Ég reri þá á hin viðsjálu mið sem sagnfræðingar sækja björg sína á, og fékk lifibrauð úr hinum ýmsu sjóðum meðan ég var að endurskoða ritgerðina. Hún lengdist um helming og ég bætti við köflum um hross og hunda, slátrun, úrgang húsdýra og manna, garðyrkju og mótekju." „Hann er náma af fróðleik,“ segir Þór- unn um einn heimildarmann sinn, Einar Ólafsson í Lækjarhvammi. „Tilviljun réð því að nú er ég að skrá ævisögu hans.“ Þegar HEIMSMYND spyr Þórunni að því, af hverju hún skrifi svona „sóða- lega“ kafla eins og sögurnar af salernis- áburðinum, fremur en að afgreiða hann í fáum, prúðum orðum sem svo og svo mikið af köfnunarefni, segist hún hafa viljað gefa rétta mynd af Iífinu í Reykja- vík. „Ég lýsi því hvernig áburðurinn fann sér leið, í Tjörnina, fjöruna, á túnin og að lokum út í fjöruborðið. Ef við sjáum ekki hversdagslífið fyrir okkur verðum við blind á fortíðina. Ég gekk um bæinn og reyndi að Iyfta steypuskelinni af leiksviði þessarar sögu, sullaðist í nómýr- unum með mófólkinu og slóst í för með mjólkurpóstunum. Sagan er miklu meira en staðreyndir í skjölum. Söguleg inn- lifun næst ekki fyrr en söguunnandanum tekst að sjá fortíðina fyrir sér, heyra hljóðin, finna lyktina. Ég vona að engum finnist ég draga söguna niður í svaðið þótt ég líti ofan í opnu skólprennurnar og Lækinn og niður í fjöru,“ segir þessi ungi sagnfræðingur. HEIMSMYND 129
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.