Heimsmynd - 01.03.1986, Page 131
eftir Guðmund Andra Thorsson.
BOKMENNTIR
Um ævisögu T.S. Eliot
eftir Peter Ackroyd og
um Tom í leikritinu Tom
og Viv.
MAÐURINN
HENNAR VIVIEN
HANSTOM
þetta er ekki bókmenntafræði heldur
lögguleikur. Bókmenntafræðingar sanna
og sanna - enginn ansar þeim. Á hverju
ári koma út staflar af ævisögum frægra
skálda; ef til vill er þetta aðeins eðlileg
mannleg forvitni og ekkert við því að
b, se8Ja-
T.S. Eliot átti á sinni tíð stóran hlut að
því að gera bókmenntafræði að alvarlegri
orðræðu um bókmenntir, eðli þeirra og
hlutverk. Hann var auk þess að vera
frábitinn ævisögulegum rannsóknarað-
ferðum með afbrigðum dulur maður,
hann var sem sé haldinn þeirri hugmynd
að einkamál hans væru hans einkamál,
en slíkar hugmyndir virðir samtíminn
I ekki. Og það sem helst hann varast vann,
varð þó að koma yfir hann: Peter Ackro-
yd hefur skrifað bók um ævi hans og
Alþýðuleikhúsið er að sýna leikrit um
hjónabandsböl hans - almesta leyndar-
málið í lífi hans. Bókin er unnin af fræði-
manni, sem gerir skilmerkilega grein
fyrir öllum heimildum sínum, dregur
ályktanir af varúð og skynsemi, hefur
k. góðan skilning á ljóðagerð Eliots og bók-
menntagagnrýni hans, setur mál sitt fram
af yfirvegun. Leikritið Tom og Viv eftir
Michael Hastings er byggt á einkasam-
tölum við mág Eliots, sem síðan er í
leikritinu gerður að Woodehouselegum
kjána, og af viðtölum við aðstandendur
sýningarinnar má ráða að þar sé dregin
upp sú rétta mynd af gangi mála - svona
hafi þetta einmitt verið. Um leikritið má
segja þetta:
Sé lífið leiksvið, fer ekki fram á þeim
fjölum afmarkaða tveggja klukkustunda
og snyrtilega stofudramað þar sem at-
burðir gerast í rökréttu framhaldi hver af
öðrum með ákveðinni stígandi í átt að
mögnuðu uppgjöri tveggja einstaklinga,
þó ekki væri nema fyrir þá sök eina að
venjulegt fólk situr þegar það talar sam-
an en er ekki sífellt að labba þetta fram
og aftur og baða út höndunum. Stofu-
dramað fjallar vissulega um vandamál
einkalífsins; fjórði veggur stofunnar er
brotinn niður og við fáum óséð að fylgj-
ast með fólki eins og okkur basla við að
lifa en yfirleitt eru málin þar sett í víðara
samhengi, þjóðfélagslegt eða tilvistarlegt
og einstaklingarnir verða fulltrúar tiltek-
inna afla, lífsviðhorfa, gilda. Allt er í
haganlegu orsakasamhengi því ella þætti
okkur leikritið undarlegt, eiginlega hálf-
gerð vitleysa hér í ríki raunsæisins. En
raunsæið er stefna í listum; lífið er ekki
rökrétt, ekki svona ferkantað. Enginn
maður er annað hvort svona eða hin-
segin, varla fulltrúi eins eða annars - í
hverjum manni býr bæði fortíð og hug-
mynd um fortíð, iða sundurleitra áhrifa
sem fólk vekur, náttúran eða listirnar,
allir bera með sér sundraðan samtímann
og glundroða augnabliksins, allt rekst
hvað á annað í sálarkitrum hins venju-
lega manns, enginn er algebra.
Lífið hefur sín lögmál sem enginn
þekkir, stofudramað sitt. Uppfærsla Al-
þýðuleikhússins á Tom og Viv er að vísu
býsna góð sýning, falleg fyrir augað og
tær í stærðfræðilegri yfirvegun sinni og
kuldalegu jafnvægi - miklu nær listrænni
hugsun Eliots en sjálft Ieikritið sem býð-
ur upp á dauflega samræðulist - en hún
sýnir engu að síður vel að stofudramað er
engin raunsönn eftirmynd veruleikans,
enginn vettvangur til að afhjúpa goð-
sagnir, heldur er þetta rækilega tilbúinn
heimur, blekking - í sjálfu sér goðsögn.
Tilkall svona leikrita til að geta talist
einhvers konar sagnfræði er út í bláinn,
ef ekki beinlínis óskiljanlegur skortur á
listrænum metnaði. Jafnvel þótt allar
senur leikritsins eigi sér stoð í veruleikan-
um - sem ekki er hægt að meta því enginn
er til frásagnar - getur það aldrei komist
hjá því að vera fölsun, bæði vegna
þeirrar stílfæringar á gangi máli sem felst
í hinu þráláta labbi að barnum og til-
baka, og ekki síður sökum þess að þessar
senur eru tengdar með ákveðinni tilgátu
um innra orsakasamhengi. Og margra
ára þróun, áralöngum leiðindum jafnvel,
er troðið inn í tveggja klukkustunda
grind sem geymir erkitýpískar aðstæður
og var hönnuð fyrir leiklist en ekki sagn-
fræði, formið stjórnar inntakinu. Pessi
leikrit um fræga listamenn - þetta nýtil-
komna ævisöguiega leikhús, sem er
svona undarlega íhaldssamt í formi að