Heimsmynd - 01.03.1986, Page 131

Heimsmynd - 01.03.1986, Page 131
eftir Guðmund Andra Thorsson. BOKMENNTIR Um ævisögu T.S. Eliot eftir Peter Ackroyd og um Tom í leikritinu Tom og Viv. MAÐURINN HENNAR VIVIEN HANSTOM þetta er ekki bókmenntafræði heldur lögguleikur. Bókmenntafræðingar sanna og sanna - enginn ansar þeim. Á hverju ári koma út staflar af ævisögum frægra skálda; ef til vill er þetta aðeins eðlileg mannleg forvitni og ekkert við því að b, se8Ja- T.S. Eliot átti á sinni tíð stóran hlut að því að gera bókmenntafræði að alvarlegri orðræðu um bókmenntir, eðli þeirra og hlutverk. Hann var auk þess að vera frábitinn ævisögulegum rannsóknarað- ferðum með afbrigðum dulur maður, hann var sem sé haldinn þeirri hugmynd að einkamál hans væru hans einkamál, en slíkar hugmyndir virðir samtíminn I ekki. Og það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann: Peter Ackro- yd hefur skrifað bók um ævi hans og Alþýðuleikhúsið er að sýna leikrit um hjónabandsböl hans - almesta leyndar- málið í lífi hans. Bókin er unnin af fræði- manni, sem gerir skilmerkilega grein fyrir öllum heimildum sínum, dregur ályktanir af varúð og skynsemi, hefur k. góðan skilning á ljóðagerð Eliots og bók- menntagagnrýni hans, setur mál sitt fram af yfirvegun. Leikritið Tom og Viv eftir Michael Hastings er byggt á einkasam- tölum við mág Eliots, sem síðan er í leikritinu gerður að Woodehouselegum kjána, og af viðtölum við aðstandendur sýningarinnar má ráða að þar sé dregin upp sú rétta mynd af gangi mála - svona hafi þetta einmitt verið. Um leikritið má segja þetta: Sé lífið leiksvið, fer ekki fram á þeim fjölum afmarkaða tveggja klukkustunda og snyrtilega stofudramað þar sem at- burðir gerast í rökréttu framhaldi hver af öðrum með ákveðinni stígandi í átt að mögnuðu uppgjöri tveggja einstaklinga, þó ekki væri nema fyrir þá sök eina að venjulegt fólk situr þegar það talar sam- an en er ekki sífellt að labba þetta fram og aftur og baða út höndunum. Stofu- dramað fjallar vissulega um vandamál einkalífsins; fjórði veggur stofunnar er brotinn niður og við fáum óséð að fylgj- ast með fólki eins og okkur basla við að lifa en yfirleitt eru málin þar sett í víðara samhengi, þjóðfélagslegt eða tilvistarlegt og einstaklingarnir verða fulltrúar tiltek- inna afla, lífsviðhorfa, gilda. Allt er í haganlegu orsakasamhengi því ella þætti okkur leikritið undarlegt, eiginlega hálf- gerð vitleysa hér í ríki raunsæisins. En raunsæið er stefna í listum; lífið er ekki rökrétt, ekki svona ferkantað. Enginn maður er annað hvort svona eða hin- segin, varla fulltrúi eins eða annars - í hverjum manni býr bæði fortíð og hug- mynd um fortíð, iða sundurleitra áhrifa sem fólk vekur, náttúran eða listirnar, allir bera með sér sundraðan samtímann og glundroða augnabliksins, allt rekst hvað á annað í sálarkitrum hins venju- lega manns, enginn er algebra. Lífið hefur sín lögmál sem enginn þekkir, stofudramað sitt. Uppfærsla Al- þýðuleikhússins á Tom og Viv er að vísu býsna góð sýning, falleg fyrir augað og tær í stærðfræðilegri yfirvegun sinni og kuldalegu jafnvægi - miklu nær listrænni hugsun Eliots en sjálft Ieikritið sem býð- ur upp á dauflega samræðulist - en hún sýnir engu að síður vel að stofudramað er engin raunsönn eftirmynd veruleikans, enginn vettvangur til að afhjúpa goð- sagnir, heldur er þetta rækilega tilbúinn heimur, blekking - í sjálfu sér goðsögn. Tilkall svona leikrita til að geta talist einhvers konar sagnfræði er út í bláinn, ef ekki beinlínis óskiljanlegur skortur á listrænum metnaði. Jafnvel þótt allar senur leikritsins eigi sér stoð í veruleikan- um - sem ekki er hægt að meta því enginn er til frásagnar - getur það aldrei komist hjá því að vera fölsun, bæði vegna þeirrar stílfæringar á gangi máli sem felst í hinu þráláta labbi að barnum og til- baka, og ekki síður sökum þess að þessar senur eru tengdar með ákveðinni tilgátu um innra orsakasamhengi. Og margra ára þróun, áralöngum leiðindum jafnvel, er troðið inn í tveggja klukkustunda grind sem geymir erkitýpískar aðstæður og var hönnuð fyrir leiklist en ekki sagn- fræði, formið stjórnar inntakinu. Pessi leikrit um fræga listamenn - þetta nýtil- komna ævisöguiega leikhús, sem er svona undarlega íhaldssamt í formi að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.