Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 133

Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 133
Charlotte Champe Eliot, móðir skáldsins, sem aldrei gerði sig ánægða með hjónaband sonarins. Viðar Eggertsson í hlutverki Eliots, ásamt Sigurjónu Sverrisdóttur, í sýningu Alþýðuleikhússins á Tom og Viv á Kjarvalsstöðum. „raunverulega“ Eliots - Toms - eru dæmdar til að mistakast. Hann segir að enginn geti rannsakað í þaula, án þess að verða hlægilegur, duldar skynjanir eða upplifanir sem séu alltaf samsíða því lífi sem hægt er að skoða, án þess endilega að snerta það. Hann tekur sem dæmi að Eliot hafi í maí árið 1936 heimsótt stað einn og farið í kapellu: við vitum þennan atburð, en ekki hvernig Eliot upplifði hann, „við höfum enga von til að skilja Eliot þar sem hann kraup í kapellunni eða þegar hann var í nálægð síns Guðs“, segir hann (bls.239). Ackroyd getur hins vegar vitnað í bréf frá Eliot þar sem hann segist á slíkum stundum vera afklæddur öllum þeim einkennum fjölskyldulífs, persónuleika og orðstírs sem tengi hann við veröldina úti við: „við getum ekki seilst inn í leyndardóm einsemdar ,, Eliots“, er niðurstaða Ackroyds. Hann gerir því ekki tilraun til að „af- hjúpa manninn bak við goðsögnina“ - bak við grímurnar, enda skiptir það í rauninni engu máli hver Eliot var innst inni. Og kannski er sú hugmynd að hver maður geymi einhvern vandlega falinn kjarna sem hann leyni með öllum ráðum, að einhverju leyti einföldun á mannlegu '. eðli, sú hugmynd að maðurinn sé eitt- hvað annað en það sem hann geri, kannski hefur maðurinn engan kjarna heldur gengur inn í hlutverk í lífinu og verður það hlutverk, mannlegt eðli er ef til vill aðeins hæfileikinn til að aðlagast ólíkum kringumstæðum. Margir hafa litið á Eliot sem nokkurs konar svindlara, mann sem sigldi undir fölsku flaggi, rembdist við að vera eitt- hvað annað en hann var - þessi skoðun litar allt leikritið til dæmis. Ameríkanar litu á hann sem svikara, liðhlaupa, sem var of snobbaður til að gangast við eigin þjóðerni. Englendingar hylltust til að sjá í honum kolbít sem gat aldrei hversu sem hann reyndi þvegið allt sótið af sér, þeir hafa þóst greina sorgarrendurnar undir nöglunum. Leikritið er ágæt heimild um þetta viðhorf - þar er hann hálfgerður plebbi sem gengst mjög upp í enskum siðum og er yfirmáta aisæll að vera kom- inn inn í virðulega fjölskyldu, talar varla um annað. Og vissulega var hann amer- íkani, sem klæddist gervi englendingsins, varð enskari en allt það sem enskt var, þó hann klikkaði stundum á smáatriðum í ensku hirðsiðunum. Aldous Huxley hitti hann fyrst árið 1916, og var ekki ýkja hrifinn. Hann skrifaði bróður sínum: „Þú ættir að lesa skrifin hans. Þau eru þeim mun merki- legri þegar maður hefur kynnst mannin- um, að jafnaði bara evrópaður amerí- kani, yfirgengilega fágaður og talar um franskan litteratúr á eins óinnblásinn hátt og hægt er að ímynda sér.“(bls.73). Hér býr að baki ákveðin grundvallarhugmynd um kanann, fágaður kani er eitthvað sem ekki gengur upp, heldur skal hann vera hávær og blátt áfram, barnalegur og full- ur minnimáttarkenndar gagnvart hinum enska stóra bróður. Ackroyd segir að hann hafi talað um „okkur“ ameríkana þegar hann skrifaði samlöndum sínum samtímis því sem hann notaði líka aðra persónu fleirtölu þegar hann talaði við . . . „viðhöfum enga von til þess að skilja Eliot þar sem hann kraupí kapellunni eða þegar hann varí nálægð síns Guðs." . . . Margir hafa litið á Eliot sem nokkurs konar svindlara sem sigldi undir fölsku flaggi- . . . Ameríkanar litu á hann sem liðhlaupa sem var of snobbaður til að gangast við eigin þjóðerni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.