Heimsmynd - 01.04.1990, Síða 10

Heimsmynd - 01.04.1990, Síða 10
i in gerast og reyndi mikið að fá fólk til að taka sæti á lista flokksins í Reykjavík þar sem hann sá hvað verða vildi. Á fundi sem sjónvarpað var með for- mönnum A-flokkanna og Birtingarfólki lýstu þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar því yfir að listar eigin flokka í borgar- stjórnarkosningum dygðu ekki til og þörf væri á sameiginlegu framboði, helst með Kvennalistakonur í fararbroddi. Á því höfðu Kvennalistakonur engan áhuga. Jón Baldvin lýsti því einnig yfir að Bjarni P. Magnússon, borgarfulltrúi Alþýðu- flokks, myndi ekki duga til að trekkja og hann veit að fylgi flokksins í borgar- stjórnarkosningum getur ráðið úrslitum um framtíð hans sjálfs. Frá stofnfundi samtakanna Nýs vettvangs á Hótel Sögu. Ólína Þorvarðardóttir fundarstjóri í ræðustóli og við hlið hennar situr Hrafn Jökulsson, væntanlegur frambjóðandi. ÝR VETTVANGUR er sam- tök sem hafa það að markmiði að hnekkja meirihluta Sjálf- stæðisflokks í Reykjavík. Þessi samtök, sem eru runnin undan rifjum Alþýðuflokksforyst- unnar, hafa dregið til sín fólk úr Birtingu auk þess sem fylgi við þau er vaxandi innan Al- þýðubandalagsins í Reykjavík. Þótt hæpið sé að líta á Nýj- an vettvang sem ögrun við nú- verandi meirihluta er ljóst að tilurð samtakanna hefur öðru fremur ögrað tilvist Alþýðubandalagsins í heild. I fljótu bragði mætti álykta að Nýr vett- vangur væri afleiðing klofnings innan Al- þýðubandalags og sameiningartilrauna formanna Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags sem hafa endurspeglast í ferð- um þeirra á rauðu ljósi um' landið. En séu málin skoðuð nánar kemur annað á daginn. Upp er komið vantraust milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar. Ólafur Ragnar virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að ann- að vekti fyrir Jóni Baldvin Hannibalssyni með framboði af þessu tagi en samvinna A-flokkanna. Af því tilefni kallaði for- maður Alþýðubandalagsins þá Kjartan Valgarðsson, formann Birtingar, og Hrafn Jökulsson, væntanlegan frambjóð- anda Nýs vettvangs, inn á teppið til sín. Skýrði hann fyrir þeim að Nýr vettvang- ur væri ekkert annað en leikrit eftir þá Jón Baldvin og Ámunda Ámundason, samið í því skyni að kljúfa Alþýðubanda- lagið og taka það síðan yfir. Ungu mennirnir, Kjartan og Hrafn, sem báðir eru nýgræðingar í framboðs- málum, töldu sig hins vegar vita betur. Jón Baldvin hafði áður fullvissað Kjart- an um það í símtali að hann hefði ekki haft hugmynd um það þegar Birgir Dýr- fjörð kynnti opnara framboð Alþýðu- flokks í fjölmiðlum og það hefði ekki verið runnið undan hans rifjum. Þeir vissu líka að Ámundi Ámundason, hægri hönd Jóns Baldvins, hafði verið ráðinn á skrifstofu Alþýðuflokks í Reykjavík sem framkvæmdastóri borgarstjórnarkosn- inganna og sat þar við skrifborð að hnoða saman framboðslista fyrir Al- þýðuflokk með stuðmanninn Jakob Magnússon í efsta sæti. A móti Ámunda sat svo Arnór Benón- ýsson, framkvæmdastjóri Alþýðuflokks- ins, með hugmyndir um Nýjan vettvang. Um líkt leyti skynjaði Svavar Gestsson, ráðherra Alþýðubandalags, hvað var að Það veit Ólafur Ragnar líka. Því sagði hann ungu mönnunum að Jóni Baldvin væri ekki fyllilega treystandi. Jón Bald- vin ætlaði Jóni Sigurðssyni það að vinna eftir eigin formúlu. Jón Baldvin bolaði Kjartani Jóhannssyni úr formannsstóli á sínum tíma þar sem Kjartan fiskaði ekki nóg. Því þurfti nýjan kall í brúna. Þetta veit Jón Baldvin að Jón Sigurðsson gæti hugsað nú. Ef hann fiskar ekki nóg þá verður Jón Sigurðsson nýi kallinn í brúnni. Jón Baldvin sér hvernig fylgi flokks hans dalar í skoðanakönnunum og veit að ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Hann veit það að listinn í borgarstjórnar- kosningunum verður að vera trúverðugt mótsvar við lista Davíðs. Það er ekki nóg að láta allaballa og krata „klæðast í pels“ og kalla það Nýjan vettvang heldur verður að leita fanga víðar. Því var upp- lagt að leita til óánægðra sjálfstæðis- manna eins og Jóns Magnússonar og Ell- erts B. Schram sem báðir gáfu það frá sér. Þekkt sjónvarpsandlit og leikarar gætu poppað upp listann og nafnið Nýr vettvangur á að minna fólk á nýja breið- fylkingu almennra borgara í Austur-Evr- ópu sem barist hefur gegn flokkseinræð- inu enda hikuðu þeir ekki við að upp- nefna núverandi borgarstjóra Ceaucescu. 10 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.