Heimsmynd - 01.04.1990, Page 15
bréfsextán þeirra. Hvers vegna þetta mis-
ræmi?
„Til þess að fyrirtæki hljóti skráningu
á hlutabréfamarkaði er ekki nóg að þess-
um almennu skilyrðum sé fullnægt. Það
þurfa að liggja fyrir upplýsingar um fjár-
hagslega stöðu og framtíðarhorfur - og
fyrirtœkið þarf að hafa sannað sig. Kraf-
an um að fyrirtæki hafi sannað sig áður
en það er skráð á almennum markaði er
ekki einsdæmi á íslandi heldur staðreynd
um allan heim. Einungis þau fyrirtæki
sem 'hafa tryggt sig í sessi hljóta skrán-
ingu á erlendum hlutabréfamörkuðum.
Þegar við tökum að okkur skráningu
hlutabréfa í fyrirtæki erum við að gerast
viðskiptavakar og skuldbinda okkur til
að kaupa þessi bréf - ekki bara selja - og
þar af leiðandi hljótum við að gera
strangar kröfur til fyrirtækjanna. Og þótt
fyrirtækin uppfylli kröfu skattstjóra um
hlutafélög þá geta nánast öll hlutabréfin
verið í eigu fárra aðila og þar af leiðandi
ekki grundvöllur fyrir almennum mark-
aði með hlutabréf þeirra. Skilvirkur
hlutabréfamarkaður veitir fjárfestum
beina aðild að atvinnulífinu og veitir um
leið stjórnendum fyrirtækjanna aðhald,
geta beinlínis verið mælikvarði á hæfni
þeirra í starfi. Hluthafar gera kröfu um
arðsemi og lýsa skoðun sinni með því að
kaupa hlutabréf fyrirtækja ef þeir gera
ráð fyrir góðri arðsemi, en selja ef þeir
eru óánægðir með frammistöðu fyrirtæk-
isins og við þetta hækkar og lækkar verð
hlutabréfanna. Með þessum hætti hafa
hluthafar áhrif á verð hlutabréfanna og
þar af leiðandi markaðsverð viðkomandi
fyrirtækis. Þetta þýðir líka að eftir því
sem eftirspurn eftir hlutabréfunum er
meiri þeim mun auðveldara er að afla
fjár með nýju útboði hlutabréfa."
En nú hefur oftast hvílt mikil leynd yfir
starfsemi, afkomu, fyrirætlunum og af-
komu flestra íslenskra fyrirtœkja í hvaða
formi sem þau hafa verið rekin. Öllum
mögulegum og ómögulegum ráðum hef-
ur verið beitt til að dylja það að fyrirtæki
sé rekið með hagnaði. Hvernig eiga fjár-
festar að mynda sér skoðanir á frammi-
stöðu fyrirtækja og stjórnenda og beina
fjármagni sínu að þeim fyrirtækjum sem
skara fram úr?
„Til þess að hlutabréfamarkaðurinn
geti verið skilvirkur þarf hann að geta
fylgst með rekstri fyrirtækjanna og
helstu atriðum sem hafa áhrif á afkomu
þeirra og framtíð. Aukið upplýsingaflæði
er því ein helsta forsendan fyrir áfram-
haldandi þróun hlutabréfamarkaðs hér á
landi.
Öll þau almenningshlutafélög, sem
eru skráð á íslenskum hlutabréfamark-
aði, birta hluthöfum ársreikninga sína,
enda er þeim ekki stætt á öðru sam-
kvæmt lögum. En það er með ólíkindum
hversu erfitt er að fá frá þeim frekari
upplýsingar. Ársreikningar segja að vísu
mikið, en þeir eru byggðir á tölum lið-
inna tíma. í dag eru til dæmis einu upp-
lýsingar um félögin ársreikningar ársins
1988. Núna, nærri fimmtán mánuðum
eftir lokadagsetningu ársreikningsins,
geta allar forsendur hafa gerbreyst. Al-
menningshlutafélögin þyrftu einnig að
birta milliuppgjör, helst ársfjórðungs-
lega. Og það eitt dugar ekki til - það
þarf einnig að greina frá framtíðarhorf-
um og markmiðum. Öðruvísi getur
hlutabréfamarkaðurinn ekki verið skil-
virkur - öðruvísi getur verð hlutabréfa
ekki endurspeglað gengi fyrirtækja og
þar af leiðandi viðhorf hluthafa til þeirra
og stjórnenda þeirra.
að voru einungis tvö fyrirtæki
sem birtu opinberlega milli-
uppgjör sín á síðasta ári. Það
er ánægjulegt frá því að segja
að bæði voru þetta fyrirtæki í
sjávarútvegi - Skagstrending-
ur hf. og Grandi hf. Það getur
ekki verið spurning um hvort
heldur hvenær fleiri fyrirtæki
fylgja í kjölfarið. Krafa mark-
aðsins um frekari upplýsingar
á eftir að verða æ háværari og
fyrirtækin verða að bregðast
við þeirri kröfu. Raunar ættu stjórnend-
ur fyrirtækjanna að taka þessu vel, ekki
síst þegar vel gengur og þeir geta státað
af jákvæðum upplýsingum.
Þann 1. mars tóku raunar gildi lög sem
skylda hverju hlutafélagi að greina frá í
ársskýrslu sem birt er á aðalfundi, nöfn-
um og eignarhluta þeirra sem eiga yfir
tíu prósent í félaginu, eða ráða yfir tíu
skráning nokkurra nýrra almennings-
hlutafélaga, meðal annarra Granda,
Olíufélagsins og Alþýðubankans. Undir
lok ársins lýstu einnig Ármannsfell og
Almenna bókafélagið því yfir að þau
stefndu að skráningu á hlutabréfamark-
aði. í ár má svo búast við að skráning
þessara félaga verði tekin upp, jafnvel
nokkurra til viðbótar.“
Á undanförnum árum hafa orðið mikl-
ar deilur um sölu ríkisfyrirtœkja eða
hluta opinberra sjóða og ríkissjóðs í ýms-
um fyrirtœkjum og stjórnmálamenn legið
undir ásökunum um að hygla vildarvin-
um sínum og flokksbræðrum með söl-
unni. Getur hlutabréfamarkaður breytt
einhverju um þetta?
„Ég held að þess verði ekki langt að
bíða að opinber fyrirtæki, þar á meðal
veitufyrirtækin og ríkisbankarnir, verði
gerð að almenningshlutafélögum og
hlutabréf þeirra seld á almennum mark-
aði. Þær gífurlegu fjárhæðir, sem varið
var til kaupa á nýju hlutafé á síðasta ári,
sýna að innlendur hlutabréfamarkaður
er þess megnugur að sala ríkisfyrirtækja
geti farið fram á almennum markaði.
Það er ekki lengur hægt að bera það fyr-
ir sig að íslenskur hlutabréfamarkaður sé
ekki nægjanlega stór til þess að hægt sé
að selja stór ríkisfyrirtæki. Fyrsta skrefið
er að breyta þessum fyrirtækjum í hluta-
félög. Annað skrefið að selja þau al-
menningi. Til marks um þá miklu mögu-
prósentum atkvæða eða meira. Það
verða án efa athyglisverðar upplýsingar,
sem þá verða opinberaðar, en með eign-
arhluti er víða farið sem um heilög
leyndarmál sé að ræða. Það hefur lengi
verið viðloðandi hér á landi að eitthvað
óeðlilegt sé á seyði ef fyrirtæki skila eig-
endum sínum hagnaði og því sé best að
láta sem minnst fyrir því fara. En þetta
viðhorf er að breytast og fjölgun almenn-
ingshlutafélaga og aukin hlutafjáreign al-
mennings mun eflaust flýta fyrir þeirri
þróun.“
Svo þú heldur að þróunin verði áfram í
þá átt að opna fyrirtækin og leita þátttöku
almennings í atvinnurekstri?
„Ég er ekki í neinum vafa um það og
ef árið í ár verður jafnviðburðaríkt og í
fyrra má búast við að markaður með
hlutabréf haldi áfram að stækka með
leifturhraða. Á því ári var tekin upp
HEIMSMYND 15