Heimsmynd - 01.04.1990, Side 16

Heimsmynd - 01.04.1990, Side 16
leika sem íslenskur hlutabréfamarkaður hefur opnað má benda á dæmi. Með því að breyta nú Landsbankanum í hlutafé- lag mætti bjóða þeim sem eftir standa með 48 prósent eignarhlut í Samvinnu- bankanum skipti á þeim hlut og hluta- bréfum í sameinuðum banka. Með þeim hætti gæti Landsbankinn eignast þessi hlutabréf, en hlutaféð sjálft héldist innan sameinaða bankans. Landsbankinn þyrfti þannig ekki að greiða út meira fé til þess að geta sameinast Samvinnu- bankanum." Sérðu fyrir þér að íslenskur hlutabréfa- markaður tengist heimsmarkaðnum, landinn fari að eiga þess kost að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum og útlendingar hér á landi? „Við vitum að áhuga erlendra fjárfesta er þegar farið að gæta og nokkrir þeirra hafa þegar fest kaup á hlutabréfum í ís- lenskum almenningshlutafélögum. í des- ember 1988 birtist í tímaritinu Equity Int- ernational úttekt á íslenska hlutabréfa- markaðnum sem hófst á þessa leið: „íslenski hlutabréfamarkaðurinn er ef til vill sá minnsti í heiminum. Hann er lok- aður erlendum fjárfestum og viðskiptin eiga sér stað yfir borð verðbréfasala. En íslendingar eru loksins að taka hluta- bréfaviðskipti alvarlega - og kannski ættu erlendir fjárfestar að fara að taka Islendinga alvarlega." Hugtak eins og alheimsþorpið (global village) er æ algengara í umræðunni. All- ar helstu kauphallir heims eru orðnar tölvutengdar og engar fjarlægðir lengur til hindrunar þátttöku í verðbréfavið- skiptum, ef þekking á markaðnum er fyrir hendi. Þetta er spurning um póli- tískan vilja og verður kannski að svo stöddu ekki svarað nema með annarri spurningu: Hvenær erum við tilbúnir til hindranalausra samskipta við umheim- inn? Hvenær erum við reiðubúnir til að láta erlenda fjárfesta taka okkur alvar- lega án milligöngu íslenska ríkisvaldsins? Þetta á áreiðanlega eftir að gerast, er bara spurning um tíma.“ SAMPJÖPPUN VALDS Er íslenski hlutabréfamarkaðurinn nógu stór til að veita svigrúm þeim öflum sem þar takast á og eiga að veita hvert öðru aðhald og samkeppni? sama tíma og talað er um aukna eignarhlutdeild al- mennings í íslenskum at- vinnurekstri þjappast valdið ■ á æ færri hendur í elstu og m ■ stærstu almenningshlutafé- ■ ■ lögum og þau kaupa hlut hvert í öðru í æðisgengnu kapphlaupi um áhrif og völd. ■ Er Eimskip orðið of stórt fyr- m ■ ir íslenska markaðinn? m H Er íslenski hlutabréfa- ■ markaðurinn nógu stór til að veita svigrúm þeim öflum sem þar takast á og eiga að veita hvert öðru aðhald og samkeppni? Staðreyndin er sú að mikil samþjöppun eignarhlutdeildar hefur átt sér stað jafnvel í elsta almenningshluta- félaginu, Eimskip, sem í upphafi var með 13 þúsund eigendur og hefur raunar enn, en nú eru 40 prósent af hlutabréf- um komin í eigu aðeins fimmtán aðila. Eimskip hefur haft mikil umsvif á und- anförnum árum í kaupum á hlut í öðrum hlutafélögum, á orðið um 33 prósent í Flugleiðum og er komið inn í stærstu ferðaskrifstofurnar, Útsýn-Úrval og Ferðaskrifstofu íslands, og með stór- felldar áætlanir á prjónunum um bygg- ingu hótels með erlendum aðilum á lóð sinni við Skúlagötu. Þetta hefur vakið með mönnum ugg um að stærsti hluti vöru- og farþegaflutninga að og frá land- inu væri að færast á eina hönd og ef til vill stór hluti ferðamannaþjónustunnar líka. Morgunblaðið er ekki vant að gera úlfalda úr mýflugum í sambandi við það sem miður fer í íslensku viðskiptalífi. Þegar það getur ekki orða bundist um þessa samþjöppun fjárhagslegs valds á fáar hendur í nokkrum stærstu hlutafé- lögum landsins fer ekki hjá því að lands- lýður sperri við eyru. Á virðulegasta stað blaðsins, í Reykjavíkurbréfi, talaði Morgunblaðið um hlutabréfaleik. Það velti upp þeim möguleika að hér séu að verða til svo stór og öflug fyrirtæki að þau hafi ekki olnbogarými í okkar litla samfélagi. Með öðrum orðum sum börn- in séu vaxin upp úr sandkassanum og eigi að fá að spreyta sig á alvöru leik- velli. „Þess vegna er sennilega kominn tími til að auðvelda fyrirtækjum að fjár- festa erlendis.“ Og heldur áfram. „í stað þess að skapa úlfúð hér innanlands með barnalegri valdabaráttu innan nokkurra fyrirtækja á að gera hinum nýju áhuga- mönnum kleift að spreyta sig á erlendum vettvangi með auknum umsvifum þar.“ Sá hlutabréfaleikur, sem Morgunblaðið gerði að umtalsefni, var meðal annars fólginn í því að Eimskipafélagið væri til- búið til að kaupa öll fáanleg hlutabréf í Sjóvá-Almennum og hefði jafnvel boðið áttfalt nafnverð bréfanna meðan mark- aðsverðið væri sexfalt. Það færi ekki milli mála að hér væri ekki um eðlileg fjárfestingarsjónarmið að tefla heldur baráttu um völd. Og Morgunblaðið vitn- ar til ummæla eins helsta forsvarsmanns Eimskips (Halldórs H. Jónssonar, inn- skot HEIMSMYND) á stjórnarfundi að félagið byði svo hátt verð í þessi bréf, „þar sem tryggingafélagið hefði keypt verulegan hlut í skipafélaginu.“ Ályktun Morgunblaðsins er að þarna sé verið að „veita þeim ráðningu“ sem kaupi stærri hlut í fyrsta almenningshlutafélagi lands- manna en ráðamönnum þess þyki við hæfi. „Ut af fyrir sig má öllum almenn- ingi vera sama um slíka valdabaráttu á milli stjórnenda nokkurra fyrirtækja í landinu," heldur blaðið áfram, en „fái fólk það á tilfinninguna að litlir hluthafar verði smátt og smátt leiksoppar nokk- urra stórra hluthafa í þessum fyrirtækj- um, er meira en hætta á að sú trú á al- menningshlutafélögum, sem er að byrja að skapast, muni dvína. Með öðrum orð- um að þeir sem síst skyldi vinni í raun að því að koma í veg fyrir að hugsjónin um þátttöku almennings í atvinnurekstri verði að veruleika.“ „Þetta er rugl,“ sagði Vilhjálmur Eg- ilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, í samtali við HEIMSMYND. „Morgun- blaðið er 20 til 30 árum á eftir tímanum. Það er hægt að tala um einokun þegar henni er komið á í skjóli pólitísks valds. En ef mönnum almennt fyndist að um einokunartilhneigingar væri að ræða og óæskilega samþjöppun valds þá mundi það einfaldlega koma fram í fallandi gengi hlutabréfanna á markaðnum. Markaðurinn hlýtur að endurspegla traust manna á stjórnendum og fyrir- tækjum.“ Ætli þessi litli vísir að íslenskum hluta- bréfamarkaði sé nógu fullkominn til að virka sem slíkt stjórntæki og mælikvarði? 16 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.