Heimsmynd - 01.04.1990, Síða 17

Heimsmynd - 01.04.1990, Síða 17
V blað um skattfríðindi þeirra sem kaupa hlutabréf og afrit af bréfi ríkisskattstjóra frá 18. desember 1989 um veitingu heim- ildar fyrir slíkum skattfríðindum til handa kaupenda hlutabréfa í Fróða. Blaðamaður spurði um rekstrarreikning og var sagt að hann mundi liggja fyrir í næstu viku. Raunar komst blaðamaður að því annars staðar að þessum gögnum hefði fylgt rekstrarreikningur fyrir árin 1987 og 1988, dagsettur 2. maí 1989 og gerður af löggiltum endurskoðanda, Ragnari J. Bogasyni, en óáritaður af honum, og tekið fram að rekstrarreikn- ingur ársins 1988 væri unninn upp úr árs- reikningi félagsins, sem hann hefði end- urskoðað, en ársins 1987 upp úr rekstrar- reikningi sem ekki var endurskoðaður. Þetta fannst starfsmanni verðbréfafyrir- tækis, sem plaggið var borið undir, ekki bera vott um fagmannleg vinnubrögð. Þegar greinarhöfundur hringdi viku síðar í Frjálst framtak, sagði til nafns og bað um rekstrarreikninginn, var sagt að þetta hefði verið á misskilningi byggt, um væri að ræða rekstrarreikning Frjáls framtaks og sá sem vildi kynna sér hann yrði að eiga um það við Magnús Hregg- viðsson, stjórnarformann beggja fyrir- tækjanna. Skömmu síðar hringdi Magn- ús Hreggviðsson og spurði blaðamann hvort hann gerði sér grein fyrir því að þau plögg sem hann hefði undir höndum væru afhent sem algert trúnaðarmál og að engar tölur í þeim væru heimilar til birtingar, ef sú væri ætlunin. Blaðamað- ur kvaðst mundu kanna það hvort þetta væru ekki opinber plögg sem vera skyldu öllum aðgengileg án tillits til hugsanlegra fyrirætlana þess sem eftir þeim óskaði. Eiríki Guðnasyni, talsmanni Verð- bréfaþings hjá Seðlabankanum, kom þetta sjónarmið mjög spánskt fyrir sjón- ir. Aldeilis ekki gæti verið um að ræða trúnaðargögn. Fyrirtækið Fróði hefði fengið undanþágu til að annast sjálft út- Meðal eigna, sem væntanlegir hluthafar kaupa sér hlutdeild í, er Mitsubishi Pajero jeppabifreið, metin, á 2.270 þúsund, „sem notuð er af stjórnarformanni“, eins og segir í skýringu með stofnefnahagsreikningi. FROÐI - HVERNIG A EKKIAÐ GERA Það hlýtur að vera úrslitaatriði fyrir trú manna á almenn- ingshlutafélögum að staðið sé að stofnun þeirra eða opnun einkafyrirtækja með trúverð- ugum hætti. Með réttu eða röngu eru fyrstu viðbrögð manna við fréttum um að einkafyrirtæki ætli að opna rekstur sinn fyrir þátttöku al- mennings gjarnan þau, að nú sé viðkomandi að fara á hausinn og sé í raun að bjóða almenningi hlutdeild í tapinu fremur en væntanlegum hagnaði. Til að yfirvinna þessa rótgrónu tortryggni þarf að vanda vel til alls undirbúnings og þess gætt að í auglýsingum og annarri kynningarstarf- semi komi fram nákvæmar og réttar upp- lýsingar. Sem dæmi um hvernig ekki ætti að standa að þessum málum tóku menn á verðbréfamarkaðnum, sem HEIMS- MYND ræddi við, hvernig staðið hefði verið að stofnun og markaðssetningu hlutabréfa í Fróða, almenningshlutafé- laginu sem tók við útgáfuhluta Frjáls framtaks. Heimildir okkar segja að stjórnarformaðurinn, Magnús Hregg- viðsson, hafi leitað til tveggja verðbréfa- fyrirtækja, Verðbréfamarkaðar Iðnaðar- bankans og Fjárfestingarfélagsins, en ekki náðst samkomulag um hvernig fyr- irtækið skyldi virt til verðs og hvernig að útboði skyldi staðið. Þegar þessi sér- hæfðu og hlutlausu fyrirtæki höfðu hafn- að því að eiga aðild að þessu fékk Fróði undanþágu Verðbréfaþings til að annast útboðið og söluna sjálft samkvæmt heim- ild 15. greinar í lögum um verðbréfavið- skipti og verðbréfasjóði, sem samþykkt voru á Alþingi í fyrra. Verðbréfasölum finnst hins vegar sem Fróði hafi í auglýs- ingum nýtt sér það að hann þurfti þessa sérstöku undanþágu, eins og um sérstak- an gæðastimpil væri að ræða af hálfu verðbréfaþingsins. Sjálfur telur Magnús sig hins vegar mun færari en „sérhæfð, hlutlaus verðbréfafyrirtæki“ til að leggja mat á verðmæti fyrirtækisins, enda hafi hann kynnt sér slíkt mat sérstaklega í Bandaríkjunum. Þá gagnrýndu viðmæl- endur blaðsins að útboðslýsingin (pro- spektus) og þau gögn sem liggja þyrftu frammi fyrir væntanlega kaupendur til að mynda sér skoðun á hag fyrirtækisins og arðsemi væru yfirleitt afhent væntan- legum kaupendum sem trúnaðarmál, en ættu að vera opinber plögg. HEIMS- MYND gerði könnun á þessu með því að fara á skrifstofur Frjáls framtaks og biðja um útboðsgögn og fékk þar afhent umyrðalaust stofnefnahagsreikning (áætlun) 1/11990, litskrýddan auglýsinga- bækling sem lýsir starfsemi fyrirtækisins á nokkuð hástemmdan hátt, upplýsinga- HEIMSMYND 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.