Heimsmynd - 01.04.1990, Side 30

Heimsmynd - 01.04.1990, Side 30
og ég held að í dag sé hjónaband þeirra betra en það var fyrir sjö árum.“ móna sœlsœtisgerð Stakkahrauni 1 • 220 Hafnarfirði • Sími 50300 DÆMISÖGUR ÚR DAGLEGA LÍFINU Ung kona sem gift er manni í góðri stöðu og á með honum barn tekur sig upp og fer að vinna hjá stóru flugfélagi í Evr- ópu. Þar kynnist hún glæsilegum manni sem hún lendir í ástar- sambandi við. Eftir ársdvöl snýr hún aftur heim til eiginmanns og barns, en heldur áfram sambandi við glæsimennið. Hún er ástfangin og þar kemur að hún tekur sig upp og flyst með einkasoninn til elskhugans. Eiginmaðurinn situr eftir með sárt ennið og í örvæntingu grípur hann til þess að stofna nýja fjöl- skyldu í stað þeirrar sem hann missti. Hann giftist nýrri konu og á með henni tvö börn á þremur árum. En hann hefur innst inni aldrei sætt sig við missi fyrri konunnar og þegar hún rekur sig á það að lífið með nýja manninum er ekki sá dans á rósum sem hana dreymdi um og byrjar að hringja í þann fyrrverandi í tíma og ótíma er hann reiðubúinn að láta sem ekkert hafi gerst, skilja við nýju konuna og byrja aftur þar sem frá var horfið. En það er hægara sagt en gert að reka tvær fjölskyldur og börnin sem hann átti með seinni konunni eru óþægilegur þyrnir í augum þeirrar fyrri. Hjónabandið liðast aftur í sund- ur. Þrjár fjölskyldur í rúst og tvær einstæðar mæður hafa bæst á skrá Tryggingastofnunar. “Konur virðast halda að það að karlmenn hafi kúgað konur í gegnum aldirnar gefi þeim fullkominn rétt til að traðka á tilfinningum karlmanna sem elska þær.“ Hann er fertugur athafnamaður sem býr á litlum stað úti á landi. Hann á einbýlishús, tvo bíla, góða konu og tvær dætur á unglingsaldri. Lífið er eins þægilegt og það framast getur orð- ið. Nóg af peningum og hjónabandið orðið tiltölulega árekstralaust. En það vantar spennu. Þau hjónin hafa aldrei átt neitt sérlega mikið sameiginlegt og með árunum hefur bil- ið á milli þeirra enn breikkað. Kynlífið er orðið tilbreytingar- snauður vani, sem þau sinna meira af skyldurækni en löngun. Og hann hugsar til þess með hryllingi að svona geti þetta hald- ið áfram næstu þrjátíu árin. I helgarferð til Reykjavíkur bregður hann sér á skemmti- stað, hittir konu sem vekur áhuga hans og fer með henni heim. Daginn eftir hefur hann óskaplegt samviskubit. kaupir dýrar gjafir handa konunni og dætrunum og lofar sjálfum sér því að þetta komi ekki fyrir aftur. En stuttu seinna þarf hann aftur að eyða helgi í borginni og sama sagan endurtekur sig. I þetta skipti er samviskubitið aðeins minna og hann telur sér trú um að þetta hafi nú ekki verið neitt alvarlegt. Og áður en hann veit af er hann farin að sækjast eftir að komast í nefndir og ráð á vegum fyrirtækisins til að eiga sem oftast erindi suð- ur. I hverri ferð eyðir hann nótt með nýrri og nýrri konu og er farinn að líta á sig sem meiriháttar kvennamann, tilfinning sem hann aldrei hefur upplifað fyrr. Konan veit ekkert og allt er við það sama á heimaslóðum. Hann er örlátari á fé við hana en áður og telur sér trú um að með því greiði hann fyrir syndir sínar. Það vofir þó alltaf yfir að hún komist að fram- hjáhaldi hans, en það gerir það bara meira spennandi. Lífið gengur út á ferðirnar í bæinn og veiðarnar á skemmtistöðun- um og honum finnst hann aldrei hafa lifað eins fullnægjandi lífi. f>au eru bæði menntafólk milli fertugs og fimmtugs í góðum stöðum og með allt sitt á þurru. Samband þeirra hefur staðið í þrjú ár og bæði eru sammála um að þetta sé það sem þau hafi beðið eftir. Það er aðeins einn hængur á. Hann er giftur. Kon- an hans er ómenntuð og „leiðinleg", en þau eiga saman ein- býlishús og þrjú börn og auk þess vann hún fyrir honum með- 30 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.