Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 41

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 41
Við útför velgerðarmanns síns Júrí Andrópoffs ásamt Konstantín Tsérnenkó, sem einnig átti skammt ólifað. 26. mars 1989:_____________________________________ Gorbatséff ræðir við kjósendur fyrir kosningar til Þings fulltrúa alþýðunnar. Gorbatséff færir valdið út fyrir raðir Flokksins, en færir jafnframt út vald sitt, þannig að hann er alls staðar númer eitt. veldið og koma á samveldi í staðinn. Eft- ir á að hyggja virðist manni að jafnvel þá hafi hugur hans verið opinn fyrir upp- lausn austurblokkarveldis Rússa. Thatcher sá hins vegar fúsleika Gor- batséffs til að ræða víðtæka valddreif- ingu sem fyrsta merki um breytingu á út- þenslustefnu sovétstjórnarinnar. Þetta varð til þess að hún setti á Gorbatséff stimpil velþóknunar sinnar. í lok við- ræðnanna einbeitti hún sér að því að sannfæra Gorbatséff um að vinur hennar „Ronní" væri maður sem hann mætti treysta og stæði jafn- an við orð sín. Svo þaut hún til Camp David til að segja „Ronní“ allt af létta um fundinn. Þessi var aðdragandinn að því að hún kunn- gjörði heiminum: „Mér fellur við hr. Gorbatséff. Við tvö getum átt góð sam- skipti." Fimm árum seinna féll Berlínar- múrinn og öllum fannst hjákátlegt og langsótt þegar járnfrúin vildi rekja upp- hafið til sín. Hún stóð í deilum við meg- inlandsríkin í EB og Bush hafði ekkert til hennar að sækja um samskipti sín við þjóðarleiðtoga Evrópu. En um leið og Gorbatséff hjónin hafa unnið sér fágæta almenningshylli á Vest- urlöndum, er lítið vitað um áætlanir leið- togans um endurprentun landakortsins í austri. Gorbatséff er enginn nýkapítal- isti. Raunverulegt hlutverk hans er að varðveita yfirráð Kommúnistaflokksins heima fyrir með því að breyta kerfinu á líkan hátt og Franklin D. Roosevelt varð að breyta ameríska hagkerfinu til að varðveita kapítalismann þegar traust á honum hafði bilað í kreppunni miklu. Roosevelt fékk ýmislegt að láni frá sósí- alismanum til að endurskapa kapítalism- ann. Gorbatséff fær lán frá kapítalism- anum til að búa sósíalismann nýjum tækjum. En þessi samlíking. sem talsmenn sov- étstjórnarinnar gera að sinni. brotnar á einum þýðingarmiklum punkti: Banda- ríska þjóðin hefur alltaf getað velt stjórn- arflokknum úr sessi. A þessari stundu eru Eystrasaltslöndin að reyna einmitt þetta, og róttækir umbótamenn bæði í Leníngrad og Moskvu eru að vekja upp harkalegar umræður um allt samfélagið með því að krefjast fjölflokkalýðræðis. Og nú þegar „alþýöulýðveldin" sex eru búin að losa um tengslin við móðurland sósíalismans, eru innri veggir sovétsam- veldisins við að bresta, veggirnir sem halda fjórtán órússneskum sovétlýðveld- um undir einsflokksstjórn Moskvuvalds- ins. Fyrsta skarðið í vegginn var brotið þegar Kommúnistaflokkur Litháens ákvað að rjúfa tengslin við alríkis- flokkinn og því var fylgt eftir með sjálf- stæðisyfirlýsingu lýðveldisins 12. febrúar síðastliðinn. I nóvember skýrði talsmaður Gorbat- séffs blaðamönnum frá því að ný áætlun væri í smíðum sem gæfi lýðveldunum aukin völd. „í fullri einlægni sagt var þetta ekki neitt ríkjasamband, en núna viljum við veita lýðveldunum raunverulegt full- veldi,“ sagði Nikolas Sjislin, ráðunautur miðstjórnar Flokks- ins. Samkvæmt þess- ari nýju fram- kvæmdaáætlun átti Moskva að þrýsta á lýðveldin til að taka sjálf á sig ábyrgð, mynda raunverulegar ríkisstjórnir með raunverulega sjálfstæðri stefnu, undir sameiginlegu þaki utanrík- ismála og gagnkvæmra öryggissáttmála. En alríkisstjórnin missti af lestinni og varð á eftir í atburðarásinni og nokkrum vikum seinna fór að gjósa út um sprung- ur á rósemishjúp Gorbatséffs um leið og hann varaði þá við sem kröfðust sjálfsá- kvörðunar á stundinni að með því væru þeir að „sprengja" ríkjasambandið. í sumarhúsinu (datsja) ásamt einum fárra aðdáenda sinna á heimaslóð. HEIMSMYND 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.