Heimsmynd - 01.04.1990, Qupperneq 42

Heimsmynd - 01.04.1990, Qupperneq 42
Hann reifst og skammaðist, háði og smáði, lokaði umræðum og spyrnti við fótum gegn því sem hann taldi ógnun við ævistarf sitt. Ursagnarhreyfing liðhlaup- anna mundi „sá fræjum sundurlyndis, blóðsúthellinga og dauða“. Eru þessi tilfinningasömu hávaðaupp- hlaup hluti af áætlun Gorbatséffs til að halda byltingunni í takt við eigin hraða? Eða erum við að eygja upphafið á því að hann sé að missa tökin? Sjálfsstjórn hans er höfð að orðtaki meðal nánustu sam- verkamanna hans. „Eg hef aldrei séð Gorbatséff reiðast án ásetnings," sagði amerískur sérfræðingur leyniþjónustunn- ar. Ef til vill er sovétleiðtoginn bara að vinna tíma þar til rétt stund er runnin upp fyrir þá sögulegu sjónhverfingu sem hann í Róm kallaði „byltingu hugarfars- ins“, og gæti þýtt hið rétta augnablik til að losa kverkatak kommúnistaflokksins af ríkisheildinni. Hvers konar skapsmunir, hvers konar lífsreynsla hafa mótað jafnforfallinn áhættuspilara? Býr alræðisseggur undir persónutöfrunum? Hvernig getur mað- ur, sem silast hefur upp metorðastiga al- ræðiskerfis og haldið kjafti í tvo áratugi, skyndilega snúið innhverfunni út á sex- tugsaldrí og gerst forgöngumaður lýð- ræðisgilda á heimsmælikvarða? Leiðtoga verður að meta eftir athafnamynstri hans gegnum ævina. Hér á eftir er reynt að rekja rauða þráðinn í æviferli þessa sér- stæða kommúnistaforingja. Mikhail Gorbatséff var fæddur í mars 1931 inn í hungursneyð af mannavöldum í örþorpinu Privolnoye. Það kúrir uti á steppunni í fjarsta horni Stavrópolsvæð- isins suður undir Kákasus fjallgarðinum. Forfeður hans voru bændur, en ekki þeir dæmigerðu, ánauðugu, auðsveipu, und- irgefnu og þrautpíndu bændur sem við þekkjum úr 19. aldar skáldsögum rúss- neskra höfunda. Þeir höfðu rifið sig upp úr ánauð heimahaganna og leitað frelsis og gjöfulli jarðvegs suður í óbyggðum, þar sem þeir urðu bjargálna sjálfseignar- bændur, engum háðir. Móðurfólkið hans var af úkraínskum ættum - Gopkalo var ættarnafnið. Þetta var athafnafólk. fjör- mikið og opinskátt og móðurafi hans hafði forgöngu um að leiða bændurna inn í samyrkjubú þótt ekki stoðaði það til að bjarga honum frá því að vera hand- tekinn og stungið í Gúlagið 1937. Þangað til hann sneri aftur einu og hálfu ári seinna gerðu allir ráð fyrir að hann hefði verið tekinn af lífi. Prívolnoje - nafnið þýðir frjáls eða víðsýnn - er í dag heldur snoturt þorp með 3.300 íbúa. Timburhús með bárujárns- eða skífuþökum og öll prýdd skærbláum gluggahlerum með hvítum útskurði. Sovétstjórnin freistaði bændanna með skínandi nýjum leikföng- um - þrettán Ford og Caterpillar dráttar- vélum frá plánetunni Ameríku og fyrstu tvö samyrkjuárin fengu þeir góða upp- skeru. Svo kom ríkið og hirti allt kornið og jafnvel brauðið líka og lét Prívolnoj- ebúum eftir að sjá fram úr þessari „ynd- islegu hungursneyð" eins og Halldór Laxness lýsti ástandinu á þessum slóð- um, þegar hann var þar á ferð um sama leyti. Þriðjungur íbúanna dó drottni sín- um frá hausti 1932 til vorsins 1933. „Núna vitum við sannleikann,“ segir Lu- benkó, einn íbúanna í þorpinu. Stalín vildi brjóta þessa sjálfráðu og þóttafullu íbúa á bak aftur og hungursneyðin var beinlínis skipulögð til að koma þeim á kné. Um allt nærliggjandi svæði voru fjölskyldur, sem andæfðu samyrkjuvæð- ingunni, handteknar og fluttar nauðugar á brott. Arnar voru fullar af uppþembd- um líkum og ógnarstjórn og lögleysa lögðu líf íbúanna í rúst. Gorbatséff var tíu ára gamall þegar faðir hans var kallaður í herinn. Mikhail varð að taka á sig ábyrgð fullorðins manns, taka á sig hlutverk fyrirvinnunn- ar, og það hlýtur að hafa ýtt undir það gífurlega sjálfstraust sem geislar af hon- um í dag. Hvorki hungursneyð, styrjöld. föðurmissir né skortur brýnustu lífsnauð- synja gat beygt hann. Móðir hans var raunar föst fyrir og viljasterk eins og aðr- ir af Gopkalo-ættinni og það er að sjá sem Misja litli hafi borið virðingu fyrir ákveðnum konum frá unga aldri. I fyll- ingu tímans kvæntist hann þeirri ákveðnustu af öllum. í fimm mánuði hernámu Þjóðverjar svæðið. Á stalínstímanum þótti slíkt óbærileg smán. Gorbatséff hefur orðið að hafa valdamikla verndara til að forða því að þessi smánarblettur kæmi fram á skýrslum um hann. Jafnvel enn þann dag í dag vita nánustu samverkamenn hans ekki um þennan ljóð á ráði hans. Gorbatséff var snemma ákveðinn í því að komast áfram. En auk þess að vera bara sonur blásnauðs traktorstjóra varð hann að yfirvinna þrjá annmarka aðra til að hefja sig upp úr umhverfi sínu: Hann var barnabarn „óvinar fólksins", hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.