Heimsmynd - 01.04.1990, Síða 43

Heimsmynd - 01.04.1990, Síða 43
kom frá þýsku hernámssvæði. hann átti ekkert skyldmenni í nomenklatura (mannvirðingarkerfi eða goggunarröð Flokksins) til að liðka til fyrir sér. Leiðin gat einungis legið gegnum Flokkinn. menntakerfið og hörkuvinnu. Hann gekk í æskulýðssamtök flokksins Kom- somol strax og hann hafði aldur til. Sum- arið sem hann varð f8 ára tókst honum að skara fram úr sem kolkozník (sam- yrkjustarfsmaður). Hann djöflaðist og andskotaðist á kornskurðarvélinni nótt og nýtan dag, köfnun nær í moldryki steppunnar, svitinn í taumum niður and- litið, vélardynurinn án afláts í eyrunum, stöðugir þreytuverkir í skrokknum. Sam- yrkjubúið komst fram úr áætlun og það varð metuppskera. Misja og pabbi hans unnu til verðlauna frá ríkisstjórninni. Drengurinn varð að kaupa sér fyrstu jakkafötin til að láta mynda sig með Rauða orðu vinnunnar, sem birtist í flokksblaðinu í Stavropól, aðsetri flokks- stjórnarinnar. Þetta var óvenjulegur heiður fyrir svo ungan mann og gaf þau forréttindi að auki að heimila umsókn um skólavist í Moskvuháskóla og, væri hún samþykkt, undanþágu frá her- skyldu. Hvers vegna hann kaus að leggja stund á laganám er ekki vitað. Kannski var Lenín fyrirmynd hans strax í æsku - og Lenín var lögfræðingur. Kannski vildi hann líka vera réttum ntegin við lögin, ákærandinn ekki sakborningurinn. „óvinur fólksins"? Laganámið var að mestu fólgið í því að læra hegningarlögin utanbókar. En þeir lærðu um Rómar- rétt, enskan fordæmisrétt, jafnvel banda- rísku stjórnarskrána. Fyrstu þrjú ár Gor- batséffs í háskólanum voru jafnframt síð- ustu þrjú ár ævi Stalíns og sálsýki hans og grunsemdir lágu eins og mara á þjóð- lífinu. En Gorbatséff byrjaði á því að skapa sér varnarvirki. Eftir fyrsta ár sitt var hann orðinn fulltrúi Komsomol í sín- um bekk. Bekkjarbróðir hans, Fridrikh Neznansky, segir að Gorbatséff hafi náð starfinu með því að narra fyrirrennara sinn út á lífið og hella hann fullan og kæra hann fyrir vikið á komsómolfundi daginn eftir. Þessi staða veitti honum meira svigrúm en ella. Sumir bekkjarfé- lagarnir minnast þess ekki að liann hafi sveigt nokkurn tímann út af flokkslín- unni. En Gorbatséff lifði tvöföldu lífi. „Hann var efagjarn,“ fullyrðir herbergis- félagi hans og nokkrir aðrir frjálslyndir vinir frá þessum árum. Bak við lokaðar herbergisdyr á stúdentagarðinum - sem varð frægt herbergi og dró að sér kraft- mestu hugsuðina frá öðrum görðum - stóðu umræður og deilur langt fram á nætur og nálguðust oft hættumörkin. „Við hefðum getað lent í Gúlaginu fyrir þessar orðasennur. Gorbatséff hafði mjög glöggan skilning á afleiðing- um samyrkjuvæðingar stalínistanna og talaði um hana sem ótrúlegt óréttlæti. Hann gat ekki sagt þetta opinskátt, en hann þekkti þetta miklu betur en við borgarstrákarnir," segir Koltsjanof her- bergisfélagi hans, sem nú er ritstjóri framhald á bls. 88 Tvöfaldur raki ACO FUKTLOTION gefur húð þinni tvö náttúruleg rakabindiefni. Finndu sjálf hve ACO Fukt- lotion smýgur hratt inn í húð- ina án þess að klægi eða svíði undan og hve húðin verður mjúk. ACO FUKTLOTION ilmar einnig þægilega. Heldurðu að þú finnir betri húðmjólk? Hún er notaleg fyrir allan líkamann. ACO Fuktlotion! Með og án ilmefna. Fæst aðeins í apótekinu. í>
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.