Heimsmynd - 01.04.1990, Page 45

Heimsmynd - 01.04.1990, Page 45
Ekki er allt sem sýnist í bresku konungs- fjölskyldunni. Þetta fyrirtœki er með nítjándu aldar blœ en tilkoma nýliðanna Díönu og Fergie er að fœra konungdcemið nær nútímanum . . . Díana og Fergie_____________________ standa að baki mönnum sínum. Þær reyna en þeim tekst ekki alltaf að vera óaðfinnanlegar. Klæðnaður þeirra er það þó oftast Fátt fólk er eins mikið í sviðsljósinu og breska konungs- fjölskyldan, sérstaklega eftir að tveir nýir meðlimir bættust við. Þær Díana. prinsessa af Wales, og Fergie, hertogaynj- an af York, eru uppáhaldsefni bresku og bandarísku press- unnar. Myndir af þeim með demantskórónur í glæsilegum hátískufatnaði fá aðrar konur til að dreyma um hlutskipti sem næstum virðist ójarðneskt. Fæstir gefa því hins vegar gaum að vinnudagur þessara ungu glæsikvenna er um átján klukkustundir og að hlutverk þeirra innan konungsfjöl- skyldunnar er í raun annars flokks og að þær verða að búa við kynferðislega hræsni sem er nær miðöldum en nútím- anum. Þó er hugsanlegt að koma þeirra inn á sjónarsviðið sé að ýta undir meiri breytingar en margir töldu möguleg- ar. EN FATNAÐURINN ER ÞÓ ALTÉNT OFUNDSVERÐUR

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.