Heimsmynd - 01.04.1990, Page 47

Heimsmynd - 01.04.1990, Page 47
eimurinn fylgdist agn- dofa með þegar Karl prins gekk að eiga sakleysislega unga fóstru með konung- legri viðhöfn árið 1981. Hafði hann þá um árabil verið nefnd- ur eftirsóttasti pipar- sveinn heims. Díana Spencer upp- fyllti öll þau skilyrði sem enska kóngafjöl- skyldan gat vænst í sambandi við kvonfang krónprinsins. Þetta er engin venjuleg fjölskylda eins og öllum er ljóst og þegar svo mikið er í húfi að velja verðandi drottningu breska heimsveldisins er nærtækara að lýsa þessu eins og fyrirtæki en fjölskyldu. Díana var af góðu fólki, hún hafði útlitið með sér og hafði hlotið menntun í kvennaskóla þannig að það var lítil hætta á að orðstír hennar hefði beðið hnekki. Brúðkaup þeirra var eins og Holly- wooddraumur þar sem unga, fagra og saklausa stúlkan gekk að eiga prinsinn eftirsótta. En ekki leið á löngu áður en sögusagnir fóru á kreik þar sem þau áttu að búa í aðskildum vistarverum hallar- innar. Öll umfjöllunin um hjónaband krónprinsessunnar og arftaka krúnunnar hefur leitt hugann að þeirri tvöfeldni sem virðist ráða ríkjum innan ensku kon- ungsfjölskyldunnar og meðal enska að- alsins almennt. Að yfirborðið sé slétt og fellt skiptir öllu. Líf þessara kvenna virðist nær draumi en veruleika í hugum margra sem fylgj- ast með þeim. Þær eru vellauðugar, stór- glæsilegar og á ferð og flugi um víða ver- öld. Hver vildi ekki fá að vera prinsessan af Wales eða hertogaynjan af York um vikuskeið? Eða hvað? Hugo Vickers, breskur ættfræðingur sem hefur fengist við ævisagnaritun, seg- ir að nútímasiðferði, sérstaklega meðal kóngafólks, sé í raun afar gamaldags og konur séu fyrst og fremst í því hlutverki að vera mæður erfingja, sérstaklega sona. Karlmenn bresku konungsfjölskyld- unnar komast upp með ýmislegt og drottningin lítur í aðra átt. Almenningur virðist einnig horfa á athæfi þeirra með öðrum augum en gert væri ef um konu væri að ræða. Fjölmiðlar gefa pipar- sveinunum og athæfi þeirra góðlátlegan gaum. Það er hluti af ímyndinni að njóta kvenhylli meira að segja fyrir þá kvæntu líka svo fremi að þeir fari leynt með framhjáhlaup sín. Andrew prins og núverandi hertogi af York fór sínu fram í kvennamálum án þess að vera beittur miklum þrýstingi. Áður en hann kvæntist Söru Ferguson eltu blaðaljósmyndarar hann á röndum og blöð birtu myndir af Andrew í fylgd glæsilegra ljósmyndafyrirsæta, dans- meyja og leikkvenna. Hann var í tygjum við átján ára stúlku að nafni Carolyn Seaward sem var kjörin ungfrú Bretland en frægast varð samband hans við leik- konuna Koo Stark. Fengi Andrew áhuga á einhverri konu var grennslast fyrir um hana þar til eitt- hvað óhreint kom á daginn sem sýndi að hún var ekki verðug hans. Prinsinn sjálf- ur var aldrei gagnrýndur þótt í ljós kæmi að ástkona hans hefði leikið í klám- myndum eða fengist við annað ósæmi- legt athæfi. Þessi tvískinnungur sem ríkir í ólíkum viðhorfum til karlmanna bresku kon- ungsfjölskyldunnar annars vegar og kvennanna hins vegar kemur fram í af- stöðunni til Önnu prinsessu og fyrrver- andi eiginmanns hennar Mark Philips. Áður en hjónaband þeirra beið endan- legt skipbrot hafði öll breska þjóðin vit- að að ekki var allt með felldu á þeim bæ. Höfuðsmaðurinn Mark Philips var aldrei heima enda afar fáar ljósmyndir til af honum með eiginkonu og börnum. Þeg- ar þau skildu að borði og sæng birtust myndir af honum með Pamelu nokkuri Bordes, einni af fjölmörgum lagskonum hans. Fulltrúum Buckinghamhallar tókst að koma í veg fyrir fleiri myndbirtingar af Philips og fögrum konum án þess að mikill hávaði yrði út af því. En Anna prinsessa fékk hins vegar fyrir ferðina þegar henni varð það á að opna ástar- bréf sem henni bárust frá myndarlegum og ókvæntum sjóliðsforingja. Blöðin töl- uðu um að prinsessan hefði dregið hann á tálar þótt allir vissu að hann var ritari bréfanna en ekki hún. Aftur skín tvískinnungurinn í gegn þegar Michael prins af Kent fer út að borða með gömlum kærustum án þess að nokkur geri veður út af því en allt ætlar vitlaust að verða þegar eiginkona hans, prinsessan af Kent, eyðir degi með bandarískum olíuauðjöfri og vini að nafni Thomas Hunt. Niðurstaðan sem breskur greinarhöfundur dregur af þessu er sú að karlmönnum konungsfjölskyld- unnar leyfist að leika lausum hala þegar það hentar þeim en kvenfólkið þarf að virðast fullkomið. Enginn meðlimur bresku kóngafjöl- Fyrstu sex mánuði ársins 1989____________ þurfti Díana prinsessa að sinna níutíu og átta opinberum athöfnum. Frá því að hún giftist Karli prins árið 1981 hefur lífi hennar verið líkt við þróun banvæns sjúkdóms. Fyrst kom áfallið, því næst afneitunin, þá reiðin, síðan leiðinn, loks uppreisnin og nú hefur hún sætt sig við hlutskipti sitt.

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.