Heimsmynd - 01.04.1990, Page 52

Heimsmynd - 01.04.1990, Page 52
SVIÐSLJÓS Elva Ósk Ólafsdóttir Djóshærð braggastelpa með túperað hár og blöðrutyggjó, munninn fyrir neðan nefið og ákveðni sem dugar til að komast út úr von- lausri aðstöðu; Malla í leikritinu Kjöti eftir Ólaf Hauk Símonar- son sem nú er sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. Ósköp venju- leg hress íslensk stelpa og bak við gervi Möllu leynist önnur hress íslensk stelpa, Elva Ósk Ólafsdóttir. Eyjapæja sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands síðastliðið vor og hefur síðan leikið Aðelu í sýningu Leikfélags Akureyrar á Húsi Bernhörðu Alba eftir Lorca og Gunillu í sjónvarpsleikritinu Nóttin, já nóttin eftir Sig- urð Pálsson, auk Möllu. Þrátt fyrir að vera nýútskrifuð sem leikkona hefur Elva Ósk verið viðloðandi sviðið í þrettán ár. Tólf ára gömul lék hún Grétu í Hans og Grétu hjá Leikfélagi Vestmannaeyja og eftir það var hún árlega á fjölunum í sýningum þess félags, allt þar til hún inn- ritaðist í Leiklistarskóla íslands haustið 1985. Hún hafði líka kynnst kvik- myndaleik áður en hún ákvað að gera leiklistina að ævistarfi því hún lék ung- frú Snæfells- og Hnappadalssýslu í kvikmyndinni Nýju lífi eftir Þráin Bertels- son. Henni finnst kvikmyndaleik ekki sinnt nóg á Islandi og langar til að læra meira í sambandi við hann: „Það væri ánægjulegt ef einhver tæki sig til og héldi námskeið í kvikmyndaleik fyrir starfandi leikara,“ segir hún. Hana dreymir um að fá frekari tækifæri til kvikmyndaleiks og var búin að fá hlutverk í fyrirhugaðri mynd Ágústs Guðmundssonar Hamarinn og krossinn, en vegna fjárskorts hefur gerð þeirrar myndar verið frestað. 52 HEIMSMYND Elva Ósk Ólafsdóttir Eyjapæja sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla Islands síðastliðið vor. „Ef mér tekst að vera heiðarleg, einlæg og samkvæm sjálfri mér óttast ég ekkert. Það er svo auðvelt að ofmetnast í þessu starfi.“

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.