Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 58
Með pabba,
Páli ísólfssyni.
Á fimmtugsafmæli
Arnar 1971.
Þuríður og Örn
við sumarbústaðinn á Stokkseyri.
mundssyni, aðalbókara hjá Olíuverslun
Islands, og þau giftust þegar Þuríður var
átján ára. Stuttu seinna eignuðust þau
fyrsta barnið og hefðu eflaust margar
konur látið þar við sitja og lagt drauma
um frekara nám á hilluna. En ekki hún
Þuríður. Sautján ára gömul hafði hún
byrjað að syngja opinberlega og tuttugu
og þriggja ára var hún orðin þekkt söng-
kona um allt land. Þá var að hrökkva
eða stökkva og hún stökk. Hélt til Ítalíu
í söngnám burt frá eiginmanni og barni
þrátt fyrir að slíkt þætti naumast sæm-
andi á þeim árum. „Það voru engir pen-
ingar til í þá daga,“ segir hún, „engin
námslán og ekkert um það að ræða að
Örn kæmi með mér. Hann varð að vera
heima og vinna fyrir okkur.“
Hún vill sem
minnst tala um
námsárin og söng-
ferilinn: „Elskan
mín, það er búið að
skrifa heila bók um
mig og þetta vita all-
ir sem kæra sig um
að vita það,“ segir
hún ákveðin og snýr
sér að því að spjalla við páfagaukinn
Tobías, sem allan tímann hefur reynt að
ná athygli hennar. Bókin sem hún er að
vísa til er ævisagan hennar Líf mitt og
gleði sem kom út í skrásetningu Jónínu
Mikaelsdóttur 1986.
„Tölum heldur um Örn,“ segir hún og
verður dreymin á svipinn, „það hefur
verið skrifað svo mikið um mig, en nán-
ast ekkert um hann.“ Það eru þrjú ár
síðan Örn dó, eftir skamma sjúkdóms-
legu og Þuríður segir söknuðinn ennþá
jafnsáran: „Veistu það að síðan hann dó
þá kann ég ekki að lifa. Eg kann bara að
vinna. Allt sem áður veitti mér ánægju
er núna lítils virði því hann er ekki leng-
ur til að njóta þess með mér. Það er eins
og helmingnum af mér hafi verið kippt
burt og það getur aldrei neinn komið í
staðinn. Hann var svo skemmtilegur,
greindur og fallegur og við vorum svo
samrýmd að það var alveg ótrúlegt.
Auðvitað áttum við okkar krísur eins og
önnur hjón. Eg fór til dæmis fjórum
sinnum til Italíu til langdvalar og það
reynir auðvitað á hjónabandið og á tíma-
bili vorum við skilin. En okkur tókst að
vinna okkur í gegnum alla erfiðleika
saman og eftir að það hefur tekist eru
hjónabönd orðin svo sterk að manni
finnst óhugsandi að þau geti slitnað. Mér
datt heldur aldrei í hug að Örn gæti dáið
á undan mér. Þessi sterki, lífsglaði mað-
ur. En þótt það sé erfitt að verða ekkja á
ég þó allar góðu minningarnar
óskemmdar og börnin mín eru yndislegt
fólk og ég á sex dásamleg barnabörn svo
það er kannski engin ástæða fyrir mig að
kvarta. Margar af vinkonum mínum og
frænkum hafa lent í því að maðurinn
þeirra skildi við þær vegna annarrar
konu eftir tuttugu til þrjátíu ára hjóna-
band og það er miklu sárara. Þeim finnst
sér vera hafnað og að allt það góða sem
var í hjónabandinu sé eyðilagt."
Margir eiginmenn eiga erfitt með að
kyngja því að konan þeirra sé meira í
sviðsljósinu en þeir, en Þuríður segir
Örn aldrei hafa fundið fyrir því: „Hann
gerði grín að þessu og sagði brandara um
það, en hann hafði aldrei neitt á móti
mínum frama og studdi mig á jákvæðan
hátt í öllu sem ég tók mér fyrir hendur.
Móðir hans, Laufey Vilhjálmsdóttir, var
mikil athafnakona og hann var alinn upp
við það að konur ættu að sinna sínum
störfum ekkert síður en karlmenn. Lauf-
ey hvatti mig líka alltaf til að halda mínu
striki, sem var mjög óvanalegt af tengda-
móður á þeim tíma. Ég hef verið ótrú-
lega heppin í lífinu og hef fengið stóran
skammt af mannlegri gæfu. Og fyrir það
er ég þakklát þótt mér finnist vissulega á
köflum erfitt að vera ein.“
au Örn eignuðust þrjú börn,
Kristínu, Guðmund Pál og
Laufeyju, og voru með í einu
fyrsta byggingarfélaginu í
Reykjavík, byggingarfélagi
starfsmanna Olíuverslunar ís-
lands sem byggði fyrstu blokk-
ina við Kleppsveginn: „Mín
reynsla af húsbyggingum er eflaust í
samræmi við reynslu flestra jafnaldra
minna,“ segir Þuríður, „Við hjónin
leigðum í kjallara í níu ár en réðumst þá
í að byggja í samvinnu við starfsfélaga
mannsins míns. Ibúðin okkar í blokkinni
var meiriháttar áfangi í lífinu. Allir
starfsmennirnir lögðu mikla vinnu í hús-
bygginguna og margir fluttu inn á ber
steingólfin. Hurðir og skápar komu eftir
hendinni og þótti ekki tiltökumál. Fyrir
öllu var að vera komin í eigin íbúð. í dag
er það til að ungt fólk hefji sambúð í eig-
in húsnæði, gjarnan nýju og fullkláruðu.
Slíkt var nánast óþekkt jregar ég var ung
nema hjá þeim örfáu Islendingum sem
áttu einhverja peninga. Það voru nefni-
lega flestallir fátækir, að minnsta kosti
miðað við nútímakröfur. Ég segi þetta
vegna þess að fólk er stundum að koma
fram í fjölmiðlum og útmála fátækt
æskuheimila sinna eins og slíkt hafi verið
eitthvert einsdæmi. Fram til 1940 var fá-
tækt fremur regla en undantekning á ís-
landi. Húsnæðiskaup hjá minni kynslóð
voru eins og nú eins konar íslensk her-
skylda sem flestir vörðu manndómsárum
sínum í. Því fer fjarri að við eignuðumst
þau heimili, sem við sitjum í núna þegar
aldurinn færist yfir, fyrirhafnarlaust eins
og þessir gulldrengir sem nú stjórna
þjóðfélaginu virðast álíta.“
A síðasta ári reis Þuríður upp ásamt
nokkrum öðrum konum og mótmælti
harðlega álagningu skattsins sem gengur
undir nafninu ekknaskattur. Konurnar
boðuðu til borgarafundar um málið og
var Þuríður í forsvari. Hún hefur síðan
„Við ætlum ekki að taka því þegjandi að
þessi kynslóð dekurbarna hreki okkur á
efri árum út af heimilum okkar.“
58 HEIMSMYND