Heimsmynd - 01.04.1990, Page 60

Heimsmynd - 01.04.1990, Page 60
Öll fjölskyldan saman komin. í fangi Arnar situr Laufey, Guðmundur Páll stendur fyrir aftan og við hlið Þuríðar situr Kristín. Sem Rosina í Rakaranum í Sevilla í hlutverki Láru í Betlistúdentinum í Þjóöleikhúsinu 1958 í Þjóðleikhúsinu. 1959. unnið ótrauð að því að vekja athygli á því óréttlæti sem felst í þessari skattlagn- ingu og barist fyrir leiðréttingu á því: „Mér er mikið í mun að mín kynslóð, og yfirleitt allar kynslóðir, fái að halda sín- um mannréttindum þótt árum og gráum hárum fjölgi. Því miður eru ýmis teikn á lofti sem sýna að nauðsynlegt er að vera glaðvakandi á verðinum í þessum efn- um. Sérstakur talsmaður fjármálaráð- herra, Mörður Arnason, sagði til dæmis efnislega í útvarpsviðtali að það væri ekkert að því að þessar ekkjur fyndu fyr- ir ekknaskattinum, því það þrýsti þá á þær að rýma húsnæði sem þær gætu hvorki þrifið né haldið við! Þessi dæma- lausi æskuhroki og virðingarleysi fyrir eldra fólki og eignum þess er kannski það sem Birtingur, félag Marðar, ætlar að setja á oddinn á sama tíma og það heimtar að Alþýðubandalagið geri upp við fortíð sína. Framtíðarsýnin er kann- ski eftir allt sú for- tíðarhyggja sem öll Austur-Evrópa hef- ur hafnað. Allir vita að kommúnisminn í Austur-Evrópu hófst með eignaupp- töku. í kjölfarið kom algjör miðstýr- ing sem hefur gert líf almennings í þessum löndum óbærilegt í áratugi. Mér líst ekki á það ef við íslend- ingar eigum að fara að taka upp það kerfi núna! Varðandi húsnæðismálin þá getur maður spurt sig hvert á þetta eldra fólk að fara? Hlýtur ekki að vera hagstæðara fyrir þjóðfélagið að fólk búi áfram heima hjá sér og sjái um sig sjálft? Auk þess kemst sumt fólk beinlínis í sálarháska ef það er rifið upp á efri árum úr umhverfi sem það gjörþekkir og sækir öryggi sitt í. Hitt er annað mál að margir vilja minnka við sig og einnig flytja í þjónustuíbúðir eftir að þeir eru orðnir einir. En fólk vill ráða því sjálft hvort og hvenær. Ekki láta þvinga sig til þess með óhóflegri skatt- heimtu. Einnig er vert að veita athygli þeirri undarlegu þróun sem er að verða að húsnæði fyrir eldra fólk er verðlagt hærra en annað húsnæði. Það er algengt að andvirði góðrar íbúðarhæðar nægi ekki upp í mun minni þjónustuíbúð. Fyr- ir nokkru hringdi ég í fasteignasala og spurði um verð á hundrað fermetra blokkaríbúð. Ellefu milljónir kostaði hún. Ég spurði hvers vegna í ósköpunum þessar íbúðir væru svona dýrar? Jú, það er vegna þess að þær eru svo eftirsóttar fyrir eldra fólk, var svarið." Og Þuríður hefur þungar áhyggjur af viðhorfinu til þeirra sem eru að eldast: „Mín kynslóð er terroríseruð með bein- um og óbeinum hótunum um eignaupp- töku. Ungir sperrileggir tala um okkur eins og forréttindafólk af því að við eig- um húsnæði, sem kannski hálf starfsævin eða þaðan af meira hefur farið í að koma sér upp. Við byggðum upp þetta þjóðfé- lag sem hefur skapað mörgu ungu fólki lífskjör og tækifæri sem aldrei áður hafa þekkst á íslandi og við ætlum ekki að taka því þegjandi að þessi kynslóð dek- urbarna hreki okkur á efri árum út af heimilum okkar í nafni einhverrar fer- metraformúlu sem hún hefur fundið upp. Það er hámark miðstýringarinnar þegar stjórnvöld telja sig þess umkomin að skammta manni heimilissvigrúm. Og það er líka undarlegt til þess að hugsa að það skuli vefjast fyrir einhverjum að heimili er annað og meira en fermetrar.“ uríður hefur ásamt öðrum konum úr eignaskattsdeild Húseigendafélagsins verið dugleg við að sitja á pöllum Alþingis og fylgjast með um- ræðum um skattamálin og henni blöskrar: „Það er ekki nokkru lagi líkt hvernig sumir þessir menn tala. Það mætti ætla að þeir vissu ekkert í hvaða samfélagi þeir búa og eru fulltrúar fyrir. Við leituðum líka til þingmanna okkar Reykvíkinga með þetta mál og það var mjög fróðlegt að tala við þá. Það er greinilegt að atkvæði Reykvíkinga hafa helmingi minna vægi en landsbyggðarfólks og að við eigum í rauninni fáa málsvara á þingi. En þrátt fyrir dræmar undirtektir stjórnarliða mjakaðist ofurlítið í áttina og háeigna- þrepið var lækkað." Þuríður er í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins, en segir það alls ekki hamla sér í því að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn til jafns við aðra flokka. „Þingmenn Sjálfstæðisflokksins verða að átta sig á því að þeir sem kjósa þann flokk er fólk sem ekki vill láta hefta sig. Það er fólk úr öllum stéttum, sem metur frelsi einstakl- ingsins ofar öðru. Það á að vera frelsi til að fylgja sinni sannfæringu þótt maður sé fylgismaður einhvers ákveðins flokks. Þegar ég var ung var pólitík mikið í tísku og þá var vinsæll samkvæmisleikur að vera vinstrisinnaður. Ég segi samkvæm- isleikur vegna þess að þetta gekk mikið út á að vera í hópnum. Þetta þótti svo framhald á bls. 90 „Þegar ég var ung var pólitík mikið í tísku og þá var vinsæll samkvæmisleikur að vera vinstrisinnaður." 60 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.