Heimsmynd - 01.04.1990, Qupperneq 65

Heimsmynd - 01.04.1990, Qupperneq 65
Áslaug Zöega Börn, barnabörn Hallgrímur Benediktsson við það tækifæri þegar hún skýrði Dettifoss. og tengdabörn Geirs Zöega ásamt systrum sínum Guðrúnu, Elísabetu og Snorru. Guðrún Björnsdóttir með börnum sínum. Hallgrímur stendur fyrir aftan hana. Pétursson, síðar kenndur við Álafoss. En þetta var bara byrj- unin. Um sumarið átti að keppa á Þingvöllum að viðstöddum Friðriki VIII. Danakonungi og fleira stórmenni. Norður á Akureyri strengdi ofurhuginn Jóhannes Jósefsson, síðar kenndur við Hótel Borg, þess heit að sigra sunnanmenn í glímunni eða liggja dauður ella. Væntanleg konungsglíma varð þess vegna á allra vörum og menn biðu spenntir úrslita. Er þess skemmst að minnast að Hallgrímur varð sigurvegari glímunnar við mikil húrrahróp frá áhorf- endum og var síðan krýndur lárviðar- sveig og borinn hátt af fjórum mönnum sem sigurvegari af leiksviðinu en Jó- hannes Jósefsson mátti éta ofan í sig stóru orðin. Hallgrímur var orðinn þjóð- kunnur og þjóðhetja. Á næstu árum var Hallgrímur í fremstu röð íþróttamanna þjóðarinnar og fór bæði á Ólympíuleikana í London 1908 og Stokkhólmi 1912 og sýndi þar glímu ásamt félögum sínum. Vann hann til verðlauna í Stokkhólmi. Sérstakt orð fór af honum fyrir prúðmennsku og drengilega framkomu. Hann tók mikinn þátt í félagsstörfum íþróttahreyfingarinn- ar, var formaður Ármanns 1907 til 1914, átti um tíma sæti í stjórn IR og var lengi í stjórn ÍSÍ. Auk glímunnar var hann lið- tækur í öðrum íþróttagreinum, svo sem fimleikum og sundi. Mörgum þótti Hallgrímur vera á grænni grein. Hann var dýrkaður sem íþróttamaður og í góðri stöðu hjá Edin- borgarverslun. Hann hafði þar 100 krón- ur í árslaun sem þótti geypihátt kaup fyr- ir verslunarmann í þann tíð. Það þótti því óðs manns æði þegar hann sagði upp stöðu sinni árið 1911 til þess að hefja eig- in heildverslun. Þá voru fyrir aðeins tvær smáar innlendar heildverslanir, annars vegar Ó. Johnson & Kaaber, hins vegar Heildverslun Garðars Gíslasonar. Mestallur innflutningur var þá enn í höndum danskra umboðsmanna. Flestir íslenskir kaupmenn voru í skuld við þá, fengu vörur fyrir þeirra milligöngu og urðu að senda þeim allar íslenskar afurðir upp í viðskiptin. H. BEN. & CO. Sjálfstraust íþróttagarpsins, Hallgríms Benediktssonar, var í góðu lagi og hann réðst nú í að sigla utan til að koma sér upp samböndum. Fyrsta erlenda fyrirtækið, sem hann aflaði sér umboðs fyrir, var Vacuum Oil Co. og það átti eftir að mala honum gull. Vélvæðing var hafin af fullum krafti og stóraukin þörf á olíum fyrir báta, skip og bíla. Fyrri heimsstyrjöldin gerbreytti öllum aðstæðum á íslandi. Ekki var unnt að flytja vörur frá Danmörku og meginlandi Evrópu og varð því að afla nýrra viðskiptasambanda, einkum í Bandaríkjunum, ef ekki ætti að verða hungursneyð á Islandi. Og nú var tækifærið fyrir djarfa og at- hafnasama kaupsýslumenn á íslandi. Þeir gripu það og komu margir fótum undir öflug innlend innflutningsfyrirtæki í Reykjavík. Einn af þeim var Hallgrím- ur Benediktsson. Hann sigldi til Amer- íku og aflaði sér viðskiptasambanda sem gerðu hann að auðmanni á skömmum tíma. Seinna sagði hann að sér fyndist merkilegast hversu fljótt tókst að breyta öllum verslunarháttum og viðskiptum á þessum árum og gera verslunina alinn- lenda. Fyrirtækið H. Benediktsson & co. var eftir stríð orðið eitt umsvifamesta versl- unarfyrirtæki landsins. Það einbeitti sér að innflutningi á mikilvægum vörum fyr- ir togaraflotann og byggingariðnaðinn. Meðal þeirra voru salt, kol, vélar, sem- ent og byggingarvörur en einnig flutti það inn matvöru í stórum stíl, svo sem hveiti og aðrar nýlenduvörur. Það hafði umboð fyrir Marconifélagið og flutti inn loftskeytatæki fyrir skip og tók að sér að reisa útvarpsstöðina á Vatnsenda 1930. Þá hafði fyrirtækið aðalumboð fyrir Bur- meister og Wain í Danmörku en þar voru smíðuð flest skip Eimskipafélags Is- lands um langan aldur. Hallgrímur Benediktsson hafði mikil ítök í Eim- skipafélaginu og var stjórnarformaður þess um tíma. Einnig flutti H. Ben. & Co. út íslenskar afurð- ir. Hallgrímur forstjóri tók sér aðstoðarmann, Hallgrím A. Tulinius, árið 1913 og gerði hann að meðeiganda 1921. Sá var sonur Axels Tuliniusar, fyrsta forseta ÍSÍ, og frændi margra þekktra manna í Reykjavík, svo sem Sveins Björnssonar, síð- ar forseta íslands (sjá HEIMSMYND, des 1989). Hallgrímur A. Tulinius dró sig út úr fyrirtækinu 1939 en milli ætta þeirra Systur Hallgríms, Snorra og Guðrún. HEIMSMYND 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.