Heimsmynd - 01.04.1990, Side 66

Heimsmynd - 01.04.1990, Side 66
Hallgrímanna hafa löngum verið þræðir svo sem nánar verður vikið að. NÓI, HREINN, SÍRÍUS, RÆSIR OG SHELL Eftir 1920 létu þeir Hallgrímar til sín taka á æ fleiri sviðum. Peir keypti Brjóstsykursgerðina Nóa sem var einn öflugasti gosdrykkja- og sælgætisframleiðandinn í Reykjavík. Árið 1930 keyptu þeir svo Hrein hf., sem framleiddi sápur og aðrar hreinlætisvörur, skóáburð, kerti og fleira og árið 1933 stofn- uðu þeir Súkkulaðigerðina Síríus. Þessar þrjár verksmiðjur voru sameinaðar undir einu þaki árið 1935 í stórhýsi á horni Barónsstígs og Skúlagötu og var það eitt fullkomnasta iðjuver landsins á þeim tíma. Þarna eru þessi fyrirtæki enn og mynda einn hornsteininn í H.Ben-yeldinu. Eins og áður sagði var fyrsta umboðið, sem Hallgrímur Benediktsson fékk, fyrir Vacuum Oil Co. Olíur og bensín skiptu nú æ meira máli í íslensku þjóðlífi og árið 1926 náðu þeir Hallgrímarnir í H.Ben. & Co samningum við bresk-hol- lenska félagið Shell um stofnun olíufélags á íslandi. Voru þeir stærstu innlendu hluthafarnir í hinu nýja hlutafélagi. Þetta er Skeljungur hf. (hét áður Shell hf.). Mikil mannvirki voru reist í Skildinganesi við Skerjafjörð og víða um land og olíuflutn- ingaskipið Skeljungur keypt. Fyrsti framkvæmdastjórinn var Hallgrímur A. Tulinius en hann lét af störfum vegna heilsu- brests árið 1935. Tók þá við félaginu Hallgrímur Fr. Hall- grímsson, náfrændi hans og mágur Thorsbræðra (sjá HEIMS- MYND, mars 1989), og stýrði þessu öflugasta olíufélagi ís- lands um áraraðir. Nú í sumar tekur svo sonarsonur Hallgríms Benediktssonar, Kristinn Björnsson, við framkvæmdastjóra- stöðu félagsins og ennþá er H. Ben. stærsti innlendi hluthafi félagsins. Eitt af því sem Hallgrímur Benediktsson tók snemma að flytja inn voru bílar. Hann hafði umboð fyrir Maxwell-bíla skömmu eftir að bílar tóku að flytjast til landsins en varð síðar aðalumboðsmaður fyrir Chrysler. Árið 1940 var svo stofnað dótturfyrirtæki H.Ben & Co. fyrir bílainnflutning. Það var nefnt Ræsir hf. og flutti inn fjölmargar amerískar bílategundir en einnig Mercedes Benz frá Þýskalandi sem það hefur enn aðalumboð fyrir. EKKI EINHAMUR Hallgrímur Benediktsson var ekki einhamur. Hann var kos- inn í þæjarstjórn Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1926 og sat þar eitt kjörtímabil. Hann var á ný kjörinn í bæjar- stjórnina 1946 og sat í henni til dauðadags, var forseti bæjar- stjórnar tvö síðustu árin. Þá var hann alþingismaður Reykvík- inga 1945 til 1949. Einnig átti hann sæti í stjórn Verslunarráðs íslands 1932 til 1950 og var formaður þess í 15 ár. Hann sat í áratugi í stjórn Vinnuveitendasambandsins, í stjórn Eimskipa- félagsins frá 1921 til dauðadags, þar af formaður hennar 1951 til 1954 og var einn af stofnendum Félags íslenskra stórkaup- manna. Þá var Hallgrímur í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins 1927 til 1954, þar af formaður stjórnar 1952 til 1954. Nú er nafni hans og sonarsonur, Hallgrímur B. Geirs- son, formaður þessarar sömu stjórnar. Heimildum ber saman um að Hallgrímur Benediktsson hafi verið prúður maður en enginn ræðusnillingur. Góðvild, still- ing, lagni og fastlyndi í sókn að settu marki, eru þau orð sem oftast eru notuð um hann. Árið 1975 var haft viðtal við Ragn- Börn Áslaugar Zöega og Hallgríms Benediktssonar sem upp komust og halda nú utan um ættarveldið sem ein stór og samhent fjölskylda, Ingileif, Björn og Geir. 66 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.