Heimsmynd - 01.04.1990, Page 68

Heimsmynd - 01.04.1990, Page 68
 og eiginmaður hennar Gunnar Pálsson, sem nú er látinn, ásamt börnum sínum Hallgrími, Gunnari Snorra, Áslaugu og Páli. Geir Hallgrímsson og kona hans Erna Finnsdóttir með börnum sínum Finni, Kristínu, Áslaugu og Hallgrími. c) Elísabet María Kvaran (f. 1928), kona Þorvalds Garðars Kristjánssonar, alþingismanns og fyrrverandi forseta Samein- aðs þings. Þess skal getið að Þorvaldur Garðar var Alþýðu- flokksmaður í upphafi stjórnmálaferils síns en mun hafa geng- ið í Sjálfstæðisflokkinn að áeggjan Geirs Hallgrímssonar, frænda konu sinnar. Þorvaldur Garðar hefur alla tíð verið ein- dreginn Geirsmaður í átökunum í Sjálfstæðisflokknum. EIGINKONAN OG ÆTTGARÐUR HENNAR Hallgrímur kvæntist fremur seint. Hann var orðinn 33 ára þegar hann festi ráð sitt og sú hamingjusama var Áslaug Zoega (1895-1967), dóttir eins virðulegasta embættismanns Reykjavíkur og af gamalgróinni og virðulegri Reykjavíkurætt. Settu þau saman bú á efri hæðinni í Thorvaldsensstræti 2 en reistu síðar glæsilegt einbýlishús á Fjólugötu 1 en þar býr nú sonur þeirra, Björn Hallgrímsson. Áslaug var dóttir Geirs Zoéga (1857-1928) rektors Menntaskólans í Reykjavík og orðabókarhöfundar sem þekktur var fyrir ljúfmennsku. Hann var sonur Tómasar Zoéga á Akranesi en ólst upp hjá föður- bróður sínum og alnafna, hinum fræga Geir Zoéga útgerðar- manni sem var upphafsmaður skútuútgerðar í Reykjavík. Geir Zoega lauk prófi í latínu, grísku og sagnfræði við Kaup- mannahafnarháskóla og gerðist síðan kennari við Lærða skól- ann. Hann var rektor hans 1912 til 1928. Einna þekktastur er hann fyrir Ensk-íslenska og íslensk-enska orðabók sína sem almennt hefur verið notuð til skamms tíma. Hann fékk orð fyrir að vera elju- og afkastamaður. Kona hans og tengda- móðir Hallgríms Benediktssonar var Bryndís Sigurðardóttir kaupmanns í Flatey Johnsonar. Börn þeirra Geirs og Bryndísar auk Áslaugar, konu Hall- gríms Benediktssonar, voru þessi: 1. Geir Zoéga (1885-1959) verkfræðingur og vegamálastjóri, mjög áhrifamikill og ötull framkvæmdamaður og ferðamála- garpur. Hann var kvæntur náfrænku sinni, Hólmfríði Zoéga. Börn þeirra voru: a) Bryndís Zoéga (f.1917), fyrsta lærða fóstran hér á landi. Hún er forstöðumaður Drafnarborgar í Vesturbænum. Ógift. b) Geir Agnar Zoéga (f. 1919) teiknari, forstjóri ísaga hf. í Reykjavík. Hans börn eru Helga Zoéga (f. 1946), gift Guð- mundi Kristjánssyni, forstjóra ríkisprentsmiðjunnar Guten- berg, Geir P.Zoéga (f. 1948) verkfræðingur, framkvæmda- stjóri Krossanesverksmiðjunnar í Eyjafirði og Pórdís Zoéga (f. 1955) innanhússarkitekt, gift Ólafi E. Friðrikssyni sjónvarps- fréttamanni. c) Gunnar Zoéga (f. 1923) hagfræðingur og löggiltur endur- skoðandi. Eldri sonur hans er Gylfi Zoéga (f. 1963) viðskipta- fræðin^ur. d) Aslaug Zoéga (f. 1926), ekkja Gunnlaugs Pálssonar arki- tekts. Meðal barna þeirra eru Geir Gunnlaugsson (f. 1951) læknir og Páll Gunnlaugsson (f. 1952) arkitekt. e) Ingileif Sigríður Zoéga (f. 1927) kennari, ekkja Jóns Magnússonar, skrifstofustjóra Hótel Borgar. Dóttir þeirra er Bryndís Helga Zoéga (f. 1962), kona Kristins Guðjónssonar viðskiptafræðings. 2. Ingileif Zoéga (1886-1918). 3. Guðrún Zoéga (1887-1955) var ein mágkona Hallgríms. Hún var kona Þorsteins Þorsteinssonar sem var hagstofustjóri frá stofnun Hagstofu íslands 1914 til 1950. Hann tók mikinn þátt í félagsmálastörfum og var heiðursdoktor frá Háskóla ís- lands. Börn þeirra Guðrúnar voru: a) Geir Porsteinsson (f. 1916) verkfræðingur, forstjóri Ræsis, dótturfyrirtækis H. Ben. & Co. b) Hannes Porsteinsson (f. 1918), aðalféhirðir Landsbank- Geir Hallgrímsson borgarstjóri, formaður Sjálfstæðisflokksins forsætisráðherra og nú Seðlabankastjóri. Systkinin Björn, Ingileif og Geir með föðursystur sinni Snorru

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.