Heimsmynd - 01.04.1990, Page 73

Heimsmynd - 01.04.1990, Page 73
ÞJÓNUSTA út ári áður þótt þessi eina skáldsaga Emily, Fýkur yfir hœðir, yrði síðar heimsfræg. Hún missti báðar systur sínar og bróður með skömmu millibili 1848 og 1849. Char- lotte giftist árið 1854 Arthur Bell Nicholls sem var írskur aðstoðarprestur föður henn- ar. Hún veiktist á meðgöngu og dó ári eftir brúðkaup sitt. Skáldið Byron. Byron lávarður lést í Grikklandi þann 19. apríl 1824. Hann var eitt þekktasta rómantíska skáld síns tíma, fæddur í London 22. janúar 1788 í London. Frægustu verk hans eru Childe Harold’s Pilgrim- age og Don Juan. Hann lést úr hitasótt er hann tók þátt í sjálfstæðisbaráttu Grikkja. Sem barn var George Gor- don Byron með klumbufót og bjó við skort ásamt móður sinni í Aberdeen í Skotlandi. Tíu ára gamall erfði hann lá- varðatignina og eignir afa- bróður síns og flutti til Eng- lands. Hann stundaði nám við Trinity háskólann og byrjaði að skrifa rómantísk ljóð ungur að árum. Hann tók sæti í lávarðadeild breska þingsins árið 1808 og gaf út um líkt leyti háðsádeiluverk- ið Ensk skáld og skoskir gagnrýnendur. Hann lifði hátt og ferðaðist víða en hreifst sérstaklega af Grikklandi og grískri menn- ingu. í London umgekkst hann meðlimi frjálslynda flokksins eða forvera hans og kynntist lafði Caroline Lamb sem varð óstjórnlega ástfang- in af honum. Hann var flækt- ur í fleiri ástarsambönd þar á meðal við hálfsystur sína Ágústu Leigh. Af sektar- kennd og fleiri ástæðum gekk Víni skal hellt frá hægri. Nokkrir fróðleiksmolar fyrir þá sem stunda veit- ingastaði eða halda matarboð: # Ef þú pantar vín á borðið og þjónninn leggur korktapp- ann við hliðina á flöskunni ertu engu bættari með því að þreifa á tappanum eða þefa af honum. # Þegar matur er borinn á borð er byrjað á konunum, síð- an eldri karlmönnum, þá börnum og að endingu fá karl- mennirnir sinn skammt. Þetta á líka við þegar konan er gestgjafi en sé karlmaður gestgjafi er borið á borð fyrir hann síðast. # Þegar lagt er á borð eiga teinarnir á göfflunum að vera jafnir, skeiðar og hnífar eiga að liggja samhliða hand- fanginu. # Súpuna skal bera fram frá vinstri rétt eins og drykkjar- föng en ekki frá hægri eins og matinn. Hankar kaffi- bolla eiga að vera eins og litli vísirinn þegar klukkan er fjögur og vínglös eiga að standa við endann á hnífs- blaðinu. # Ef þú vilt vatn með matnum skal biðja þjóninn um vatnskönnu strax þar sem brögð eru að því að þeir komi ekki með vatnskönnu í þeirri von að gestir panti öl- kelduvatn á flöskum. Þar sem tíðarandinn bendir til þess að færri drekki áfengi sjá mörg veitingahús sér hag í því að selja ölkelduvatn á flöskum. # Fjarlægið salt og pipar af borðinu áður en eftirrétturinn er borinn fram. # Víni skal vera hellt frá hægri með hægri hendi. hann að eiga Annabelle Milbanke árið 1815 en hún yfirgaf hann ásamt ungri dóttur þeirra skömmu síðar. Ástæðan ku hafa verið sam- band Byrons við hálfsystur sína. Byron fór í útlegð eftir skilnaðinn og eyddi sumri með skáldinu Shelley, konu hans Mary og stjúpsystur hennar Klöru í Genf. Klara Clairmont ól honum dóttur sem hann nefndi Allegru. Klara sendi hana til föður síns á Ítalíu. Hann kom henni fyrir í klaustri til náms og dó hún fimm ára gömul. Fjöllyndi Byrons og von- leysi elti hann mjög. Hann varð feitur, gráhærður og sjúskaður langt fyrir aldur fram. Straumhvörf urðu í lífi hans þegar hann um þrítugt varð ástfanginn af nítján ára gamalli ítalskri ^reifynju, Teresu Guiccioli. I gegnum fjölskyldu hennar komst hann í samband við Carbon- ari byltingaraflið á Ítalíu sem hann lagði til vopn og pen- inga. Þetta tímaskeið var eitt hið frjóasta í lífi hans og mörg hans bestu verk litu dagsins ljós. Byron hélt til Grikklands 1823 að beiðni Grikkja í London sem báðu um stuðn- ing í sjálfstæðisbaráttu sinni gegn Tyrkjum. Þar lést hann og varð þjóðhetja í hugum Grikkja. Lík hans var flutt til Englands en ekki fékkst leyfi til að greftra hann í West- minster Abbey eins og önnur bresk stórmenni. Sú viður- kenning kom ekki fyrr en 1969 að honum var reistur grafsteinn í þeirri frægu kirkju. Faðir alþjóðadómstólsins. Henri-Marie Lafon- taine þjóðréttar- fræðingur og forseti Alþjóða friðarstofnunarinnar HEIMSMYND 73

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.