Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 77

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 77
leyti fékk hann doktorsnafn- bót frá Lundúnaháskóla fyrir rannsóknir sínar. I Nýju Guíneu bjó hann meðal frumbyggja í tjaldi og rann- sakaði alla þeirra siði og háttu. Hann starfaði í anda félagsvísindanna en var ein- dregið þeirrar skoðunar að atferli einstaklingsins væri lykilatriði, að hver menning- arheild, sérhver siður, verk- færi, hugmynd og trú hefði sínu hlutverki að gegna sem órjúfanlegur þáttur af heild- inni. Margrét II, fullu nafni Margrethe Alexandrine Pór- hildur Ingrid, Danadrottning verður fimmtug í apríl. Hún er fædd í Kaupmannahöfn 16. apríl, 1940 og varð drottning Danmerkur 32 ára gömul þegar faðir hennar Friðrik IX lést. Margrét fæddist viku eftir innrás nasista í Danmörku og gekk í skóla í Kaupmanna- höfn. Síðar stundaði hún nám við Kaupmannahafnar- háskóla, háskólann í Aarhus, Cambridge í Englandi, Lond- on School of Economics og loks Sorbonneháskóla í París. Hún varð krónprins- essa þrettán ára gömul þegar lögum í Danmörku var breytt þannig að kona gæti erft krúnuna. Frá átján ára aldri sat hún ríkisráðsfundi. Þann 10. júní, 1967 giftist hún frönskum diplómat, Henri de Laborde greifa af Monpezat. Frumburður þeirra Friðrik fæddist 26. maí, 1968 og Jóakim 7. júní, 1969. Margrét II er afar vinsæl meðal þjóðar sinnar. Hún er hámenntuð, lagði stund á heimspeki, lög, fornleifa- fræði, stjórnmálafræði og hagfræði. Hún hefur þýtt Si- Fimmtug drottning. mone de Beauvoir úr frönsku, fengist við leik- tjaldamálun og myndskreytt bækur. Þá vann hún við forn- leifauppgröft norður af Róm- arborg ásamt móðurafa sín- um, Gústaf Adolf VI. Hún þykir nokkuð alþýð- legur þjóðhöfðingi en hvor- ugur sona hennar gekk í einkaskóla. Árlega talar hún til þjóðar sinnar í nýársávarpi og hefur oft á tíðum látið í ljós skoðanir sem stangast á við almenn viðhorf um ýmis félagsmál. Danir segja að það sé henni ekki að skapi að þóknast viðteknum viðhorf- um því hún sé mjög sjálfstæð í skoðunum. Hún situr fundi með forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra á hverjum miðvikudegi auk þess sem hún stjórnar fundum í ríkis- ráðinu. í einkalífinu er Margrét frjálsleg, gengur um í galla- buxum og keðjureykir. í op- inberum veislum hefur fólk tekið eftir því að á eftir drottningunni gengur hirð- dama með öskubakka. Hún stundar skíði, spilar bridge og dansar ballett einu sinni í viku. Viöhorf, mataræði og hreyfing hafa úrslitaáhrif. skammtur er um tvö þúsund og fimm hundruð) og hafa til samans misst tugi kflóa. Minnisleysi hefur lengst af verið tengt öldrun en nú segja sérfræðingar að ef hægi á heilastarfseminni sé það frekar vegna skorts á einbeitingu og æfingu hugans fremur en að heilafrumurnar séu að eldast. Taugafrumurnar f heilanum geta myndað ný tengsl við áreiti og það eru þessi tengsl sem hafa áhrif á minni og hugsun en ekki frumurnar sjálfar. Vilji fólk halda vitsmunum óskertum fram á gamals aldur er um að gera að nota heilann, segja vísindamennirnir. Hið sama gildir um ónæmiskerfið. Við- horf einstaklinga hefur heilmikil áhrif þar. Sýnt er að fólk sem er nýbúið að missa maka sína verður oft veikt sjálft skömmu síðar og segja læknar að sjúk- dómunum sé ýtt af stað í umhverfinu. Verði fólk fyrir missi, fjárhagslegum eða tilfinningalegum, hefur það oft slík áhrif á hugarástandið að það missir lífslöng- unina. Streita er enn einn umhverfisþáttur sem ýtir undir öldrun. Fitusnautt og trefjaríkt mataræði ásamt hreyfingu hafa áhrif á hrörnun hormónakerfisins. Rann- sóknir á elliheimilum hafa sýnt að fólk á níræðisaldri getur aukið vöðvaþyngd sína með því að lyfta lóðum og með styrkjandi æfingum. Konur á níræðis- aldri sem stunda leikfimi þrisvar í viku hafa dregið úr beingisnun. Forðist fólk streitu eða reyni að hamla gegn henni heldur það hugarstarfseminni mun virkari en ella. Streitan leysir úr læðingi ákveðna hormóna sem leita til svæðis í heilanum sem er aðsetur minnis og getunnar til náms. Of mikið horm- ónaáreiti dregur úr virkni þessa svæðis. Rósemi hugans hefur áhrif á líkamann sem heilann. Farsælt hjónaband og tryggir vinir hafa áhrif á heilbrigði ein- staklings. Newsweek fullyrðir einnig að fullorðnar dætur hafi þau áhrif á eldra fólk að það hefur meiri hugarró vitandi að þær komi til að með hugsa um það í ellinni. Hið sama gildir víst ekki um full- orðna syni. í rannsókn á elliheimili í Bandaríkjun- um 1989 á hópi fólks á níræðisaldri kom í ljós að sá hópur sem stundaði innhverfa fhugun náði mun betri árangri en þeir sem stunduðu slökun eða gerðu hvorugt. Innhverf íhugun hafði mikil áhrif á blóð- þrýsting, minni og lífslíkurnar. Allir í hópnum sem stunduðu innhverfa íhugun voru enn á lífi eftir þrjú ár. Tæp þrettán prósent af þeim sem stunduðu slökun voru látin og tæp þrjátíu og átta prósent af þeim sem gerðu hvorugt dóu á tíma- bilinu. Hvert er markmiðið með því að lengja lífið? spyrja sumir. Svarið er að við vilj- um öll hafa foreldra, ömmur og afa hjá okkur sem lengst. Við viljum að ömmu endist aldur til að miðla barnabarninu sínu af þeirri lífsreynslu sem hún hefur öðlast. Og spurningin er ekki eingöngu um það að lifa lengur heldur að njóta betur síðustu æviáranna af lífi og sál sem rannsóknir sýna að hægt er að hlúa betur að. Við viljum öll hafa ömmu og afa hjá okkur sem lengst. HEIMSMYND 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.