Heimsmynd - 01.04.1990, Side 78

Heimsmynd - 01.04.1990, Side 78
APPIL HEIMSMYND 1990 Leikarinn Marlon Brando fæddist í Om- aha, Nebraska þann 3. apríl, 1924. Hann þykir fjölhæfur leikari hvort sem er á sviði eða í kvik- myndum. Faðir hans var sölumaður en móðirin leikkona. Dreng- urinn ólst upp í Illinoisfylki og hélt þaðan til náms í leik- list í New York. Hann var 23 ára gamall þegar hann lék í uppfærslu Stanley Kowalski á Broadway í A Streetcar Na- med Desire (Sporvagninn Girnd), leikrit Tennessee Williams, sem þá var frum- flutt. Gagnrýnendur lofuðu leik hans í hástert en túlkun hans á hlutverkinu þykir hafa mótað það þannig að erfitt er Indíánavinurinn Brando. fyrir aðra að feta í fótspor hans þar. Hann varð félagi í hinu þekkta Actors Studio í New York og hlaut mikla viðurkenningu fyrir leik sinn í kvikmyndinni Mennirnir (1950). Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fjögur ár í röð fyrir kvikmyndaleik og hlaut þau 1954 fyrir leik sinn í myndinni On the Waterfront. Hann stofnaði sitt eigið kvik- myndafélag 1959, leikstýrði og lék í nokkrum kvikmynd- um sjálfur. Hann hlaut Ösk- arsverðlaun í annað sinn 1972 fyrir leik sinn í Guðföðurn- um en neitaði að taka við þeim í mótmælaskyni við meðferð á indíánum og hvernig þeir væru almennt túlkaðir í Hollywoodkvik- myndum. Árið 1966 settist Marlon Brando að á lítilli eyju í Pólýnesíu. TÍSKA Það eru alveg hreinar línur í tískunni nú að dragtin er komin til að vera. Það er alveg sama hvað tískuhönnuðir reyna að vera frumlegir - sem þeir verða að gera af og til - kon- ur hafa ákveðið að dragtin sé einn heppilegasti klæðnaður sem völ er á fyrir utan galla- buxur og skyrtur. En dragtir koma í mörgum sniðum og gerðum. Sú nýjung sem hönnuðir leggja áherslu á nú, og þar er hinn ítalski Armani fremstur í flokki, eru laus- sniðnar dragtir sem eru fjarri því að vera eins formlegar og dragtir kvenna í viðskiptum undanfarin ár. Burt með herðapúða og hnepptar blússur eða snið sem minna á Hefðin er fyrir öilu hjá Ralph Lauren sem nú leitar fanga í einkennisbúningum hermanna í þrælastríðinu. Gylltar tölur á allt. Kjóll frá Yves Saint Laurent vorið 1990. Jakki, vesti, buxur og hattur hjá Armani í frjálslegri sveiflu. jakkaföt. Jakkarnir sem nú eru í tísku eiga frekar að minna á peysur og allar línur eru mýkri. Skartgripahönn- uðurinn Paloma Picasso segir að þessi þróun hafi átt sér stað nokkur undanfarin ár og í framhaldi af því séu margar konur farnar að láta hár sitt síkka og leggja áherslu á kvenlegra, mýkra útlit. 78 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.